Alþýðublaðið - 25.11.1964, Blaðsíða 9
/ /
Finnland: íHað var 3. marz
1856, sem Finnland gaf út sín
fyrstu merki, 5 kopek blátt og
10 kopek garminrautt. Upplag
þeirra var 140 þús. og 400 þús.
Verðið á 5 kopekmerkinu er
núna um 900 sænskar kr. notað,
en eitthvað hærra 'ónotað. — Af
mælismerkin finnsku komu svo
7. júlí 'J956. Það var að vísu að
eins eitt frímerki, að verðgildi
30 mörk. Frímerkið er eftirmynd
fyrsta merkis Finna,, nema hvað
orðin 1856 Suomi og Finnland
1956 standa lóðrétt á hliðum
þess. Frímerkasýning mikil var
haldin í sambandi við afmælið.
Af Norðurlandaþjóðunum urðu
Finnar einir til þess að minnast
75 ára afmælis frímerkja sinna
með útgáfu tveggja merkja 1.
marz 1931.
Svíþjóff: Sænkku afmælis
merkin, sem eru tvö, komu út 16.
maí 1955. Þessi frímerki eru eft
irmyndir af fyrstu sænsku merkj
unum og eru verðgildi þeirra 25
aura blátt og 40 aura grænt. —
Neðst á þeim standa ártölin
1855 . — 1955. Fyrstu frímerki
Svíþjóðar komu út 1. júlí 1855.
Þetta voru skildingamerki, 3, 4,
,6 8 og 24 sk. — í sænska verð
iistanúm „Faeit“ 1964 er 3 sk.
merkið, sem telst fyrsta merkið,
verðlagt á 3 þús. kr. sænskar
stímpláð, en 6" þús. kr. sé það
óstimplað. — Af þessu merki
kom fram afbrigði, prentað á
gulan pappír, í staðinn fyrir græn
an. Aðeins eitt merki af þeirri
gerð er til, svo vitað sé, og er
því verð þess mjög hátt.
Noregur heldur hátíðlegt 100 ára
afmæli sinna frímerkja, með út
gáfu frímerkja 3. jan. 1955. í
þeirri ,,seríu“ eru 3 merki: 20
aura græn-blátt, 80 aura rauð
dökkrauð og 55 aura bládökkblá.
Á 20 aura merkinu er smámynd
af fyrsta merki Norðmanna, sem
var 4 sk. blátt. Er það verðlagt
núna 110 sænskar kr. not-
að en 1300. kr. ónotað. Á öllum
þrem afmælismerkjunum er
rósasveigur til hægri við mynd
merkisins. Innan í honum standa
ártölin 1855—1955. — Síðar á
þessu afmælisári, eða í júlí
1955 var stór frímerkjasýning
haldin í Osló og voru þá 150 þús..
„seríur" af þessum merkjum yf-
irprentaðar með orðunum
Framhald á siffu 10.
iiiniiiaiiiiiiiii 11 iii iin n miiii i ■1111111111111111111 ii ii iiiiimiiii iii iiiiiii iii ii ■iiiiii n
iiriUMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilliiiiiiiiiililiiiiiiiiilllliliiiiiiiiiiiiiliilinililr/,
;hill verður níræður (
:komandi mánudag (
ar eftir erfiðan dag með ■ flóði
af heillaóskum og gjöfum. Fast-
ur liður í þessum miðdegisverði
mun vera tröllaukin afmælis-
terta með skreytingum, sem
tákna eitthvert tímabil í ævi
Churchills. Afmælisbarnið sker
tertuna ævinlega sjálft.
Churehill á ekki lengur sæti
í neðri málstofunni — hann
kvaddi málstofuna fyrir um það
bil tveim mánuðum, en þar hafði
hann setið sem þingmaður fyrir
Woodford í Essex. Við það tæki-
færi hylltu fulltrúar allra flokka
hinn aldna skörung, sem — full-
trúunum til sárra leiðinda —
var ekki sjálfur viðstaddur.
Margir óska eftir meiri daga-
mun í sambandi við níutíu ára
afmælið, svipað og gerðist, þeg-
ar hann varð áttræður. Jafn-
framt óttast menn þó, að of mik-
ið umstang kynni að reynast hin-
um aldna heiðursmanni of mikil
raun, því að hann er allmiklu
verri til heilsunnar nú en fyrir
tíu árum. Óskir manna um að
halda hátíðlegt merkisafmæli Sir
Winstons eru þó svo háværar, að
líklegt er, að fundin verði ein-
hver launs, þó að öldungurinn
sjálfur mundi sennilega helzt
vilja fá að vera aðeins áhorf-
andi að öllu saman.
ir:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitimiiiiiiiiiiiiiiMiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiimii«iiiiiiiiiiiiM>MMii iiiiiiim 1111111 iiiiiiiiiiimnniÞ
Verzlunarfólk
Verzlunarmanna,félag Reykjavíkur efnir
til félagsfundar í Lídó 26. nóvember kl.
20,30 vegna nýrra viðhorfa í afgreiðslu-
tíma verzlana.
Verzlunarmannafélag Reykj avíkur.
Mál verkasýning
Jóhönnu Brynjólfsdóttur
í sýningarkj allaranum Drápuhlíð 44 er
opin daglega kl. 2 — 10 til mánaðamóta.
ÍBLJÐ
Ung hjón sem bæði vinna úti óska eftir
lítilli íbúð.
Tilboð óskast send á afgreiðslu blaðsins
fyrir föstudagskvöld merkt „Róleg“.
SÖNGFÓLK
Söngfólk óskast í væntanlegan kirkjukór Áspresta-
kalls.
Gjörið svo vel og komið í Laugarneskirkju kl. 8
næstkomandi fimmtudagskvöld, 28. nóvember 1964.
Nánari upplýsingar hjá sóknarprestinum, séra Grími
Grímssyni, Hallavegi 35, sími 32195.
Sóknarnefndin.
Lausar stöður
Störf innheimtustjóra og bókara við sakadóm Reykja-
víkur eru laus til umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist fyrir 1. desember n.k. til skrifsofu sakadóms að
Borgartúni 7, þar sem gefnar eru nánari upplýsingar um
störfin.
Yfirsakadómari.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Vélbáturinn Anna G. K. 55 eign Jens Pálssonar verður
eftir kröfu Fiskveiðasjóðs íslands seldur á opinberu upp-
boði sem fram fer á skrifstofu embættisins föstudag 27.
nóvember kl.. 13,30. Uppboð þetta var auglýst í 83, 88.
og 95. tölublaði Lögbirtingablaðsins.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirffi.
IIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIMIIIIIIMIIMI
ALÞÝÐUBLAÐiÐ — 25. nóv. 1964 9