Alþýðublaðið - 25.11.1964, Blaðsíða 13
Ályktanir 30. Jbings
Al&ýðuflokksins
Framhald af 1. síðu
flokksþingið áherzlu á, að kappkostað sé að taka vísindi og tækni í sem
ríkustum mæli í þjónustu íslenzkra atvinnuvega.
En jafnframt minnir flokksþingið á, að öllum tilraunum til þess að
auka framleiðslu og bæta tekjuskiptingu er spillt þegar til lengdar lætur,
nema því aðeins að jafnvægi sé í þjóðarbúskapnum, gjaldeyrisstaðan sé
traust og verðlag haldist stöðugt. Forsenda þess, að unnt sé að auka
framleiðslu og bæta tekjuskiptingu, er því, að komið sé í veg fyrir
greiðsluhalla við útlönd og verðbólgu innanlands.
Þegar Alþýðuflokkurinn gekk til núverandi stjórnarsamstarfs í árs-
lok 1959, gerði hann það í tvennu skyni fyrst og fremst. Annars vegar j
vildi hann koma efnahagskerfi landsins á traustari og heilbrigðari grund-'
völl og skapa þannig skilyrði fyrir örari framleiðsluaukningu en ella og
betri lífskjör en þjóðin hefði notið að öðrum kosti- Hins'vegar vildi
hann stuðla að réttlátari tekjuskiptingu með stórfeldri aukningu almanna-
trygginganna.
Flokksþingið telur, að mikill árangur hafi náðst á báðum þessum
sviðum. Atvinnuvegirnir eru nú reknir á traustari og heilbrigðari grundvelli
en áður. Viðskipti öll eru frjálsari og hagkvæmari og vöruúrva! neytenda
meira og betra en um áratuga skeið. Gjaldeyrisstaðan gagnvart öðrum
þjóðum hefur batnað verulega. Samtímis hafa bætur almannatrygginga
verið stórlega auknar, margvíslegur annar félagslegur stuðningur við al-
mpnning verið aukinn, t .d. með fjárframlögum til húsbygginga og fram-
lögum til menntunar og menningarmála.
Flokksþingið leggur þó áherzlu á, að mörg brýn verkefni bíði fram,
undan, og ályktar, að þátttaka Alþýðuflokksins í ríkisstjórn skuli beinast
að því að ná þessum markmiðum:
1. Leita ber eftir víðtæku samkomulagi um kaupgjalds- og kjaramál og
frið á vinnumarkaðinum, og sé sérstök áherzla lögð á að koma í veg
fyrir áframhaldandi verðbólguþróun-
2. Gera verður alhliða ráðstafanir til þess að auka framleiðni í öllum at-
vinnuvegum landsmanna í því skyni að stytta vinnutíma og auka launa-
tekjur.
3. í því skyni verður m.a. að stórauka rannsóknar- og leiðbeiningarstarf-
semi í þágu atvinnuveganna og bæta menntunarskilyrði.
4. Sérstaklega verður að efla útflutningsiðnað, bæði þann, sem vinnur
úr sjávarafurðum og nýjan útflutningsiðnað, er hagnýti'vatnsorku og
hveraorku landsins.
5. Halda verður áfram að auka og bæta almannatryggingar, sérstaklega
með því að koma upp lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn.
6. Halda verður áfram að vinna að því, að allir eigi þess kost að búa í
eigin húsnæði, bæði með því að gera byggingar stórum hagfelldari og
ódýrari en nú á sér stað, og með því að gera lánveitingar til bygginga
sem hagkvæmastar.
7. Endurskoða verður skatta- og útsvarslöggjöf m.a. í því skyni að hækka
persónufrádrátt, fjölga viðmiðunarþrepum við skattaálagningu og lengja
þau og innheimta skatta og útsvör af laununum jafnóðum og þau eru
greidd. Síðast en ekki sízt vill flokksþingið leggja áherzlu á, að komið
verði á raunhæfu eftirliti með skattaframtölum og skattsvik fyrir-
byggð.
8. Gera verður áætlun um þróun skólakerfisins, er sé við það miðuð, að
allir eigi þess kost að afla sér fullkominnar menntunar, bæði í al-
mennum greinum og tæknigreinum, aílt frá skyldunámi. til háskóla-
náms-
9. Verðlagn'íngarkerfi íslenzks landbúnaðar ásamt útfluningsbótakerfinu
verði endurskoðað og skipulegar ráðstafanir gerðar til að gera land-
búnaðarframleiðsluna ódýrari og hagkvæmari íslenzkum neytendum og
framleiðendum með nýrri tækni og bættri skipulagningu.
10. Gerð verði heildaráætlun um skipulega byggð landsins og uppbyggingu
atvinnuvega í því skyni að tryggja stöðuga og örugga atvinnu um allt
land.
30. þing Alþýðuflokksins felur miðstjórn og þingflokki Alþýðuflokksins
að leggja höfuðáherzlu á að fá þessum málum framgengt.
Á mettima
Fiamhald af síðu 7,
stjóri var Jóhannes Markússon,
en Magnús Ágústsson var loft-
siglingarfræðingur. Flogið var í
25 þús. feta hæð. Flugvélarnar
fengu báðar meðvind, sem var að
meðaltali 100 hnútar.
Fengu vélarnar mikinn meðvind
sem er nefndur „jet“-straumur,
og myndast aðallega í mikilli
hæð og þá stundum á takmörkuð
um beltum.
Happdrætti AlþýðubSaðsins
ER FLUIT AÐ HVERFISGÖIU 4
kjallarinn
GENGIÐ INN FRÁ HVERFISGÖTU - SÍMI 22710
Góðor markaðshorfur
TVENN alþjóðleg félagssamtök,
sem íslendingar eru aðilar að,
héldu hina árlegu aðalfundi sína í
Vín dagana 29. sept. til 2. októher.
Félög þessi eru Alþpóðafélag fisk-
mjölsframleiðenda og Samband
útflutningslanda fiskmjöls, en þau
voru bæði stofnuð á árimum 1959
og 1960, þegar verðhrunið varð á
manna, og þó sérstaklega vegna
hinnar skipulagslausu sölustefnu
þeirra.
Markmið þessara félaga er að
auka samskipti með fiskmjöls-
framleiðendum í hinum ýmsu
framleiðslustörfum og stuðla á
þann hátt að því, að þeir fái rétt
látt verð fyrir afurðir sínar.
fiskimjölsmörkuöunum vegna hins
ört vaxandi fismjölsiönaðar Perú-
Miðflokkar
Framhald af síðu 3.
taka úrslitin á Sikiley en þar
jókst atkvæðatala kristilegra dem
ókrata, jafnaðarmenn töpuðu um
það bit 2% atkvæðanna á sama
tíma og frjálslyndjr og jafnaðar
menn Saragats unnu talsvert á.
'MmUMMMMWUMMMMUW
Aðalfundur FUJ
✓
í Arnessýslu
AÐALFUNDUB Félags
ungra jafnaðarmanna í Ár-
nessýslu verður haldinn
fimmtudaginn, 26. nóv. n.k.
klukkan 9 síðdegis í Iðnskól
anum, Selfossi.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundar-
störf.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Jón Ingi Sigurmunds-
son, kennari flytur frá-
sögu af Berlínarferð.
4. Guðmundur Jónsson
segir frá flokksþingi.
FUJ-fundur í
Hafnarfirði
NÆSTKOMANDI fimmtu
dagskvöld verður haldinn fél
agsfundur hjá FUJ. í Hafn-
arfirði í Alþýðuhúsinu kl. 9
síðdegis. Umræðuefni: Bæj
armál. Bæjarfulltrúum Al-
þýðuflokksins boðið að mæta
á fundinum.
mmtmMmmHMHnHHiv
Fundi þessa sóttu 108 fulltrúar
og áheyrnarfulltrúar frá nær 20
framleiðslulöndum, en auk þeirra
tóku 70 umboðsmenn og innflytj
endur, sem verzla með fiskmjöl
þátt í nokkrum fundum, sem þeir
voru sérstaklega boðnir á. Af
hálfu íslenzkra framleiðenda
mættu þarna þeir Dr. Þórður Þor
bjarnarson, Sveinn Benediktsson,
framkvæmdastjóri, Jónas Jóns-
son, framkvæmdastjóri, Sigurður
Jónsson, framkvæmdastjóri og
m'aður. í hópi umboðsmanna var
Ingvar Vilhjálmsson, útgerðar-
maður og Hörður Albertsson, lög-
fræðingur.
í Alþjóðafélaginu eru 17 með-
limalönd, og eru meðal þeirra öll
þau lönd, sem framleiða fiskmjöl
að nokkru ráði, nema Japan. Rúss
land og önnur kommúnistalönd
standa líka utan þessara samtaka.
í Sambandi útflutningslanda fisk-
mjöls eru hins vegar eingöngu
lönd, sem fyrst og fremst fram-
leiða fiskmjöl til útflutnings. Sem
stendur eru 6 lönd aðilar að því,
þ. e. Chile, ísland, Noregur, Portu
gal, Sgður-Afríka og Perú. Áætl
að er, að þessi 6 lönd framleiði
um 2,4 milljónir tonna af fisk-
mjöli á þessu ári, en það verður
um 2,4 millj. tonn af fiskmjöli
á þessu ári, en það verður um 72%
af heimsframleiðslunni. Langtum
mestur hluti af framleiðslu út-
! flutningslandanna fer til útflutn-
! ings, eða 2,25 milljónir tonna, en
1 það er sem næst 95% af öllu fisk-
mjöli, sem neyzlulöndin flytja inn.
Á Vínarfundinum voru flest
! hagsmunamál fiskmjölsframleið-
j enda til umræðu, jafnt þau, sem
varða markaðsmál og verzlun með
fiskmjöl, og hin, sem snerta hina
tæknilegu og vísindalegu hlið
framleiðslunnar. Eins og á undan
förnum aðalfundum var samið yf-
irlit yfir framleiðslu, sölu og
neyzlu fiskmjöls í heiminum á ár
inu 1964, og áætlanir gerðar um
þessi efni fyrir árið 1965. Niður-
stöður fupdanna vor’u þær, að
markaðshorfur fyrir fiskmjöl
væru góðiar og frainl^iðsla og
neyzla fiskmjöls myndi í náinni
framtíð halda áfram að vera i
jafnvægi. Það var einnig rætt um
markaðshorfur fyrir lýsi, og var
markaðshorfur fyrir það væru
Það hefir verið venja í þessum
það skoðun fundarmanna, a®
einnig góðar.
tveimur samtökum, að haldnir
væru tveir aukafundir á ári milli
aðalfunda til þess að brúa bilið
milli þeirra. Var ákveðið á Vínar-
fundinum, að annar þessara auka
funda skyldi haldinn í Reykjavík
um mánaðamótin júní og júlí á
sumri komanda.
Var á sleða
■ varð fyrir bil
Reykjavík, 24. nóv. ÓTJ.
FIMM ára drengur, sem var að
Ieika sér á skíðasleða, varð fyrir
bíl í Kópavogi í gær. Hann heitir
Björu Sveinbáörnsson, til heim-
ilis að Kópavogsbraut 22. Öku-
maður bifreiðarinnar segir að
lianu hafi verið að mæfca annari
bifreið, og ekki tekið eftir Birni
fyrr en um seinan. Sem betur
fer varð ekki mikið slys, en dreng
urinn var fluttur í Slysavarðstof
una til frekari öryggis. Lögreglan
vill mjög brýna fyrir foreldrum
að gæta þess að börn þeirra séu
á öruggum stöðum með sleða sína.
MHHMHHMMHtWHHMHH
IFIateyrar- ji
söfnunin
SÖFNUN vegna sjóslys- J!
anna á Flateyrarbátunum ! >
tveimur, sem fórust í sið- j [
asta mánuði, stendur nú yf- !!
ir. Tekið verður á móti fram- j J
lögum á Biskupsskrifstof- J!
unni og hjá dagblöðunum !;
öllum. - ;!
HtMHMH mtUUHUtHHHM
Auglýsið í Alþýðublaðinu
Auglýsingasíminn 14906
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. nóv. 1964 13