Alþýðublaðið - 28.11.1964, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 28.11.1964, Qupperneq 16
HmWWWWHMWWWWMWWWWWWMtWMWWMMWMimWMiWWWWWWWW Wala Kristjánsdóttir í nýjum söngleik Rvík. 27. nóv. - OTJ EFTIR um tvegffja ára hvíld, eftir að hafa leikið aðalhlut- verkið í ,,My Fair Lady“ kemur nú Vala Kristjánsdóttir fram í sviðsljósið á ný, þar sem hún leikur annað aðalhlutverkið í jólaleiki-iti Þjóðleikhússins, á móti Bessa Bjarnasyni. Leikrit- ið er eftir ungan enskan rithöf- und og kvikmyndaleikara Ant- hony Newley, og hcitir á frum- málinu: „Stop the world, I want to get off”. Eins og virðist liggja fyrir svo mörgum ungum, enskum rithöfundum, er Newley að gera grín að hinu hversdags- lega í lífi Bretlands, og sést það einna bezt á þessari ljóðlínu sem Vala syngur: „Ef menn vilja heyra mitt álit um þetta venjulega enska líf, það vant- ar aðeins reipi i gálgatré”. Newley hefur sjálfur samið tónlistina, og hafa lögin náð miklum vinsældum, og m. a. verið leikin hér í útvarpinu, t. d. „Building a mountain”. Við hittum Völu að máli sem snöggvast, er liún var að hvíla sig miili æfinga, sem stjórnað er af sænska leikstjóranum Ivo Cramer, og manni Völu, Bene- dikt Árnasyni. Fiamhald á 4. síðu. tWMMMWMMWMMMWMMM VR vill að leitað verði samninga í kvöldsölumálí Fundur VR vítli harðlega aðgerðir borgarstjórnar Reykjavík, 27. nóv. ÁG. VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hélt fjölmennan fé- iMMMMMMMMMVMMMtMW Enn einn fimm- burranna i hættu París, 27. nóv. (NTB-RB) HEILSU Domonique, þess fimmburanna frönsku, er var fjórða í röðinni í fæöingu, hnignar stöðugt, sagði yfir- læknir barnaspítalans í kvöid. Eitt barnanna er þeg- ar látiö og auk Dominique sagði prófessorinn, að fyllsta ástæða væri til að hafa á- hyggjur af Monique, er var þriðja í fæðingu. Báðar eiga þær við öndunarerfiöleika að stríða. Hins vegar líður Catherine, er fæddist fyrst og Thierry, er var önnur í röðinni, eftir atvikum. Fengu þær báöar mat í gegnum slöngu í dag. Öll börnin fjög ur eru í súrefnistjaldi. Hann kvað mikla hættu enn fyrir hendi á því, að börnin næðu ekki að halda lífi. Hið yngsta þeirra lézt á miðvikudag. WMMWMMMMMMMMMMMM lagsfund í Lídó í gærkvöldi. Fund urinn samþykkti að óska eftir samningafundi VR og vinnuveit- enda í kvöldsölumálinu og vítti jafnframt harðlega aðgerðir borg arstjórnar Reykjavíkur í sam- bandi við lokunartíma sölubúða. Samþykktir fundarins fara hér á eftir: Félagsfundur í V.R. haldinn í Lídó 26. nóv. 1964 samþykkir að óska eftir að vinnuveitendur setj ist nú þegar að samningsborði með V.R. um lokunartímamálið með tilliti til alvarlegra brota af hálfu viðsemjenda V. R. á 7. gr. kjarsamnings V.R, en sú grein, er grundvöllur þeirra kjara, sem af greiðslufólk býr við Fundurinn krefst þess að meðan beðið er éftir svari viðsemjenda V.R. og viðræður fara fram^ hindri þeir að frekari samnings- brot eigi sér stað. Með tilliti t,il ofangreinda, sam þykkir fundurinn.að félagsfólki sé ekki heimilt að vinna að afgreiðslu störfum í opinni sölubúð eða um söluop eftir þann tíma dag hvern, sem loka skai sölubúðum sam kvæmt ákvæðum A-liða 7. gr. kjarasamnings V.R. Félagsfundur í Verzlunarmanna 26. nóv. 1964 samþykkir að heim ila samninganefnd V.R. að hefja viðræður við viðsemjendur sína um að inn í samning V. R. séu sett ákvæði um vaktavinnu, við afgreiðslustörf. Fundur i Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, haldinn í Lídó 26. nóv. 1964, vítir harðlega aðgerðir borgarstjórnar Reykjavíkur í sam bandi við lokunartíma sölubúða. Framhald á 4. siðu Alþýðublaðið kost* ar aðeins kr. 80.00 á mánuði. Gerizt á skrifendur. 9 'yn 9 Laugardagur 28. nóvember 1964 NÝR OG FULL INN IBM-RAf Reykjavík, 27. nóv. GO. OTTÓ A. Michelscn kallaði blaðamenn á sinn fund í dag og kynnti fyrir þeim, nýja tegund IBM rafreikni, sem fyrirtækið er að taka í notkun innan tveggja ára. Rafreiknir þessi er af gerð- inni IBM/360, sem nýlega er hafin framleiðsla á í Bandarikjunum, Þýzkalandi, Ítalíu og Kanada. Samstæðan tekur ekki meira rúm en þrjú venjuleg skrifborð og samanstendur af þrem eining um: 1. Rafeindareikni (CPU), sem framkvæmir alla útreikninga ber saman orð og tölur dregur ályktanir og stjómar öllu kerfinu. 2. Prentara, sem fæst í þrem gerð um og prentar frá 300 upp í 1285 fullskrifaðar línur á mínútu. 3. Nýrri gataspjaldvél, sem kemur í stað þriggja eldri gatspjaldavél. Vél sú sem Ottó A. Michelsen fær, er af gerðinni ,,20“, en sú vél hæfir að sögn íslenzkum að- stæðum mjög vel einkum viðskipta lifinu. Verðið er hagstætt og með höndlun auðveld. Til marks um hæfni hinnar nýju vélar e.r hægt að taka til samanburðar þær vélar sem Ottó Michelsen hefur í dag. Þær eru 2 vinnudaga, eða 16 klst. að af- kasta ákveðnu verkefni, en með IBM/360 gerð 20, tekur sama verk efni ekki nema 3 klst. Hún kostar um Vi meira í leigu, en er 7 sinn um afkastameiri. Öll vinna, og sérstaklega „pró- grammering” í vélina er miklu auð veldari og fljótlegri en í eldri gerðir. Til þess að gera skýrslu úr gataspjöldum, þarf nú aðeing að fylla út sérstakt eyðublað, þar sem skrifað er hvaða tölur ber að leggja saman, hvemig ber að prenta upplýsingamar og við hvaða skilyrði. Vél þessi, mun þegar hún kem ur til landsins eftir rúmlega eitfc ár, yfirtaka öll þau verkefni sem unnin eru í Skýrsluvinnslunni i dag, auk þess að auka öryggi, hraða og afkastagetu hennar að miklum mun. Öll vinna, og sérstaklega „pró gramering11 í vélina er mlklu auð Gáfu súr- efnistæki Reykjavík, 27. nóv GO. STARFSFÖLK rafveitunnar i Hafnarfirði hefur gefið súrefnis tæki, til notkunar í sjúkrabíl bæjarins, en starfsmenn Rafveit unnar sjá um akstur á bilnum. Tilfinnanlegur skortur hefur verið á tæki sem þessu rmdan- farið, en það fylgdi ekki þegar nýr bíll var keyptur til sjúkra- flutninga fyrir skemmstu. Hinsveg ar lét bæjarsjóður búa bílinn lífg unartæki, sem kemur í stað munn. við munn aðferðarinnar og hreins Framhald á 4. síðu BRIDGEKWOLD ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur Bridgekvöld í L’mdarba (leikhússalnum, gengið inn frá Skuggasundi) næstkomandi mánudag 30. nóvember klukkan 8 stundvíslega. Öllum heimill aðgangur. ANDSTÆÐINGAR afhcnding ar handritanna hafa borið fram margar öfgakenndar mótbar-v ur, að þvi er blaðið Aktuelt í Kaupmannahöfn skýrir frá. Ein hin furðulegasta er frá H. J. Ilamstrup, póstmeistara. sem stýrir póststofu járnbrauta stöðvarinnar I Höfn. Ilann var ar við afliendingu handritanna, af því að ísland kunni að springa í loft upp eða sökkva í sæ- — Ég vil ekki taka upp all ar hinar þekktu röksemdir, heldur benda á eitt atriði, seni ekki mun hafa verið rætt, sem sé að ísland er elfjallaey, skrif ar póstmeistarinn. Hver veit, hvenær ísland verður fyrir ör lögum Krakatau, og livað verð ur þá um handritin. ef þau hafa verið afhent? Danmörk hvílir hins vegar á kalksteinslögum og er ckki í hættu af náttúruham förum vegna eldfjalla. Póstuieistarinn kveðst ekki vilja hafa það á samvizkunni að hafa ekki gert allt, sem í hans valdi stóð, til að hindra „afbrot gegn Danmörku", enda þótt það sé ekki refsi- vert að lögum. Krakatau, sem póstmeistar- inn líkir íslandi við, var eyja í sundinu milli Sumötru og Jövu. Árið 1883 hurfu 123 af 133 ferkílómetrum eyjarinnar í sjó í miklu eldgosi. Fórust 40. 000 manns, er flóðbylgja, mynd uð af eldgosinu, skall á nær- liggjandi eyjum. .félagi Reykjavíkur lialdinn. í Lídú m\mmmmmmmmmm%%mmmmmmmmmmw^ immmmmmmmwmmmmm*mmmmm%mmmw

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.