Alþýðublaðið - 08.12.1964, Side 4

Alþýðublaðið - 08.12.1964, Side 4
DAGHEIMILI Í KÓPAVOGI Reykjavík, 7. des. O Ó. í HAUST tók tit starfa í Kópavogi eitthvert mesta nauðsynjafyrir- tæki í þeim bæ. Er það dagheimili fyrir börli, cn Kópavogur er sem kunnugt er hlutfallslega lang tnesti barnakaupstaður á landinu. Eru þar um 2000 börn undir skóla ekyldualdri eða 24% af íbúum kaupstaðarins. Blaðamönnum var fyrir skömmu fooðið að skoða þetta nýja dag- foeimili. Er það byggt í þrem á- föngum og er sá fyrsti tilbúinn. Eru nú á dagheimilinu 28 börn dagheimilisdeild, þar sem börn jin dvelja allan daginn og í leik jskóladeild eru 28 börn, sú deild er jtvískipt. yngri börn fyrir hádegi |og eldri eftir hádegi. ! Mjög mikil aðsókn er að heim- jflinu og er ekki mögulegt að taka iKið nema hluta þeirra umsókna fiem berast. Þeir sem ganga fyrir ðmeð börn sin eru einstakar mæð- :tir, fólk sem á erfitt með að liafa ’foörn sín heima vegna veikinda á heimilum og námsfólk. Þessi fyrsti áfangi byggingar- innar sem tekinn hefur verið í notkun er tæplega 200 fermetrar að stærð, hinir tveir verða um 130 fermetrar livor og hefjast bygg- ingaframkvæmdir við næsta á- fanga á ári komanda. Sagði Hjálm- ar Ólafsson bæjarstjóri að algjör samstaða væri um þetta nauðsynja mál í bæjarstjórn og yrði fram- kvæmdum hraðað eftir mætti. Þá sagði bæjarstjóri að bæjarstjórn Kópavogs hefði beint því til Al- þingis að hækka framlög til barna heimila, svo þau yrðu sambærileg við framlög til skóla og að bygg- ingarkostnaður verði greiddur að hálfu úr ríkissjóði og reksturs- kostnaður að verulegu leyti, Heimilið er teiknað af Bárði Daníelssyni. Formaður dagheim- ilisnefndar er Svandís Skúladóttir, bæjarfulltrúi og forstöðukona dag heimilisins er Hólmfríður Jóns- ■dóttir. nwwtwwwwwwwtw Ðregið í heppdræfti Kyenfélagsins FRÁ Kvenfélagi Alþýðu- flokksins í Reykjavík: Dreg- ið var í innanfélagshapp- drætti kvenfélagsins 7. des- ember sl. Upp lcomu þessi númer: 1. vinningur 613 2. vinningur 862 3. vinningur 81 Vinninganna sé vitjað til formanns félagsins, Soffíu Ingvarsdóttur, Smáragötn 12. Norrænn banki Framhald. af 16. síðu. þeir sendu fjóra ráðherra á fund inn, sem vörðu málstað stjórnar sinnai' unjög rösklega. Þeir undir- strikuðu, að hér væri um bráða- birgðaráðstaí'anir að ræða, og byrjað mundi að lækka tollinn áð ur en langt um liði. SÍLDIN Framhatd iaf síðu 1. jmestu leyti í bræðslu, en eitthvað ',af henni liefur verið saltað og fryst. Þetta er frekar stór milli- jsíld og sögð góð í söltun fyrir 1 vetrarsamninga, i Pétur Thorsteinsson er bátun- jtun til aðstoðar á miðunum, en ! Sólrún leitar út af Faxaflóa. Árang ilir af þeirri leit liefur nánast eng- jtnn orðið, aðcins fundist ein og | ein smátorfa á strjálingi, en hvergi jsamfelld síld. Varðskipið Ægir er við hitamælingar á leitarsvæðinu ] Og í ■ morgun var það statt út af Snæfellsnesi, þar var sjórinn 8 stiga heitur á stóru svæði. Munið jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar JÖLASÖFNUN Mæðrastyrks- nefndar stendur nú yfir, Nefndin hefur eins og undanfarin ár kapp- kostað að liðsinna bágstöddum mæðrum og börnum þeirra fyrir jólin. Leitar nefndin nú enn þá einu sinni til Reykjavíkur í þeirri von að hún mæti sömu gjafmildi og sama skilningi og fyrr. Þau eru nú ekki sve fá heimilin sem setja traust sitt á jólaglaðning nefndar- innar. Treystir nefndin bæjarbú- um til að stuðla að því að þessi heimili verði ekki fyrir vonhrigð- um í ár. Tekið er á móti gjöfum á skrifstofu nefndarinnar á Njáls- götu 3, alla virka daga frá 10-6. Athygli skal vakin á, að beiðair þurfa að berast sem fyrst. nw%twwwwtwwwww%wwv Hætt v/ð... Framhald af 16. síðu deild Háskólans, hefur verið ívar Daníelsson dósent. Þegar stúlkurnar upphaflega innrituðu sig til náms í vetur, stóð til að þriðji nemandinn yrði í deildinni, en þrátt fyrir það var þeim tjáð, að engin kennsla yrði í vetur í þeirra námsskeiði. Þeim var ennfremur sagt, að kostnaður væri svo mikill við að kenna svo fáum, að ófært væri og var nefnd upphæð, c.a. kvart milljón. Stúlkurnar fóru til memítamála ráðherra, sem kvað þetta mál heyra undir læknadeildina og væri ekki á sínu valdi að hnika þar neinu um, hins vegar sagð* hann að sér vitanlega hefði köstnaðar- hliðin aldrei verið rædd við ráðu neytiS og ekkert til fyrirstöðu í því efni. Blaðið hafði samband við Ár- mann Snævarr Háskólarektor vegna þessa. Hann sagði að stúlk- urnar hefðu vitað um reglugerðar breytinguna með árs fyrirvara og þar sem þær væru einar eftir yrði að líta svo á, að breytingin næði til þeirra. Á þessu stigi námsins kostaði stórfé, að halda uppi kennslu og yrðu sjónarmið al- mennra fjármála skólans að ráða. T résmíðaf élag Reykjavíkur í tilefni 65 ára afmælis félagsins og útkominni sögu þess, verður haldinn hátíðarfundur i Gamla bíó, laugardaginn 12. þ. m. kl. 14,30 og afmælisfagnaður í Sigtúni sama dag kl, 19. Miðar á afmælisfagnaðinn verða afhentir i skrifstofu félagsins miðvikudaginn 9. þ. m. kl. 20 — 22. — Borð tekin frá um leið. (Venjuíegur klæðnaður). Hátíðarnefnd. 3 dómarar væri greindur; en mjög dulur. Hann hefði því ekki getað rætt yið neinn um vandamál sín, he’ldur byrgt þau inni með sér. Það væri því eðlilega mjög mik ið áfall fyrir hann, að fá afsvar.. stúlkunnar. Dómur í málinu verður væntanlega kveðinn upp nk. miðvikudag. jurta •■•tiiiiaiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisiiiijiBiififiiiiiKiiiaaiiiiiiiiiiiiaifiaiiiuiaafiiiiiiiiiiiiaiBiiiiiiiiiaiitiiiiiiiiiiai* <iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiitiMiiiiiiiil*iiiiiiiiiHiiiim<i■* • iiiiuiMiiiHmmin | ■ ' ' w. - Happdrætti Háskóla Islands Á fimmtudag veröur dregið í 12. flokki. | . 6300 vinningar að fjárhæð 15,780.000 krónur. —Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja. Happdrætti Háskóla íslands Framhald. af 16. síðu. konu sinnar, ásamt foreldrum hennar, sem einnig höfðu heyrt ópið. Reyndu þau að klemma saman stærstu sárin, til þess að minnka blóðrennslið, meðan beðið var eftif sjúkrabifreið. Af Lárusi er það að segja, að hann tók sér leigubíl niður að höfn, tæmdi þar vasa sína, fyllti þá aftur með grjóti, og stökk í sjóinn. Áður hafði hann skrifað í sjúkrasamlagsskírteini sitt: „Ég gat ekki lifað með ann arri en þér Erla, Lalli. En skömmu seinna var hringt niður á lögreglustöð og kvaðst sá er talaði vera hinn sami er ráðist hafði á stúlkuna Og þegar lögreglan kom á vett vang, fann hún Lárus rennandi blautann, og í mikilli geðshrær ingu. Ákærandinn isagði m.a. að þegar dómur væri kveðinn upp bæri að taka tillit til þess að verknaðurinn væri framinn að yfirlögðu ráði. Hefði ákærði sjálfur viðurkennt að hafa á- kveðið að deyða Gúðríði Erlu ef hún ekki tæki sér, til þess að enginn annar maður fengi notið hennar. Hefði hann sýnt ótrúlegt tillfinningaöryggi; og geðró, er hann sat lengi og ræddi við stúlkuraar með j verknaðinn í huga, og vopnið innan klæða. Ákærandi skír- skotaði til skýrslu Tómasar Helgasonar geðlæknis, sem úr- skurðaði Lárus heilan á geðs- munum. Segði í skýrslunni að hann væri dulur, en vcl greindur. Verjandi sagði, að þó verkn- aðurinn væri framinn að yfir- .lögðu ráði, yrði að taka til- iit tii andlegs ástands ákærða. Hann væri að vísu ekki geð- veill, eða hættulegur umhverfi sínu, en í huga hans hefði 'að- eins verið botnlaus örvænting yfir að fá ekki stúlkuna sem hann elskaði. Þegar svo á þessari úrslita- stundu 'að hún sagði honum að hún væri byrjuð að vera með öðrum manni, hefði hann misst gersamlega stjóm á sér og framið verknaðinp í örvænt ingaræði. Verjandi skírskotaði einnig til skýrslu dr. Helga, og j henti á að þar stæði að ákærði j IWI*milllim*IIHHIHIIHHIMI*mumiUlllim»»ll»HmHIII*II«IIIIHIIHI*HM»llll»«lll*HlllHIIIII & jurta jurta B i 12. flokkur. 2 á 1.000.000 kr. V 2 á 200.000 kr. 2 á 100.000 kr. 234 á 10.000 kr. 1.128 á 5.000 kr. 4.920 á 1.000 kr! Aukavinningar: 4 á 50.000 kr. 8 á 10.000 kr. 2.000.000 kr. 400.000 kr. 200.000 kr. 2.340.000 kr. 5.640.000 kr. 4.920.000 kr. 200.000 kr, 80.000 kr. 6.300 15.780.000 kr. ni„niiiHiriuiiMm'X'"i.ihhi>,,hhhihihih„hikhhihh„hmuhhhihhihhhhhhhihhhihh„hhhhihiiimhhhhhhh|b 4 8. des. 1964 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.