Alþýðublaðið - 08.12.1964, Síða 6
AK VIÐ TJÖLDIN
DÓMARI einn í Defiance í Ohio hótaði nýlega stúdent einum
* við háskólann þar í borg fangelsisdómi fyrir „fyrirlitnmgu á rétt-
i inum“ ei hann ekki léti klippa af sér bítilhárið, áður en hann
‘ kæmj næst fyrir réttinn.
Sfúdentinn, sem var ákærður fyrir eitthvert uppistand í skól-
anum, hélt nú, að hárgreiðsla sín væri einkamál, sem réttinum
kæmi ekki við, en dómarinn, Robert Brown, svaraði:
— Jú, á meðan ég er dómari við þennan rétt.
Preston Hood, en svo heitir stúdentinn, varð því að gera svo
• vel og láta klippa af sér lokkana, og þegar hann kom fyrir réttinn
leit dómarinn á hann með velþóknun, og sagði:
— Já, nú lítið þér út eins og manneskja. Ég get aðeins óskað
yður til hamingju. Eiginlega áttuð þér að fá 100 dollara sekt, en
i ég ætla að sleppa yður með 25 dollara.
---^---
I BÓK hins nýlátna Herskpth Pearson um
leikritaskáldið G. B. Shaw tilfærir hann
sögu um Shaw, þar sem hann af venju-
legu lítillæti sínu dregur enga dul á, að
konur hafi yfirleitt ekki getað staðirt hann.
Hann sagði Pearson:
— Hi-ð sanna ástasamband getur aðeins
orðið gegnum póstinn. Bréfaskipti mín við
Ellen Terry (hina frægu leikkonu) voru
Jjannig dásamlegt ástasamband. Ég hafði
í hvenær sem var getað hitt hana, en ég vildi ekki trufla bréfaást
okkur. Hún þreyttist á fimm eiginmönnum í lífi sínu, en hún
varð aldrei þreytt á mér.
Á BÍLASTÆÐINU við kirkju eina i Los Angeles er spjald
með eftirfarandi áletrun:
„Þetta er bílastæði prestsins. Sá, sem notar það, verður líka
að halda predikun dagsins.“
EITT sinn var Dorothy Parker spurð að því, hvort ekki væri
mjög erfitt að skrifa smásögur.
„Jú“, sagði hún. „Næst á eftir því að skrifa póstkort er það það
j versta, sem ég geri.“
SYNINGADAMAN Jacqueline Ellis, sem starfaði í New York,
{ heyrði .utan að sér, að eiginmaður hennar, James, sem kynnti heimil
i iseldana heima í Chicago, hafði gengið í hjónaband. Hún hoppaði
upp í fyrstu flugvél og heima í Chicogo fann hún hina nýgiftu Elaine
: Smith. Sva kom maðurinn heim, sá svarti tvíkvæmismaður, en kon-
! urnar fóru ekki að slást um hann. í millitíðinni höfðu þær orðið
ágætustu vinkonur og létu sameiginlega í ljós ósk um að snúa hann
úr hálsliðnum. Saman fóru þær svo til New York og settust að í íbúð
i JaqueKne og kærðu karl fyrir tvíkvæni, jafnframt því, sem báðar
! heimtuðu af honum lífeyri.
—. Við ætluðum báðar að gifta okkur aftur, segir Jacqueline, en
það verða allt öðru vísi menn.
—★—
JOHNSON forseti er enn að ræða „öfga-
; stefnuna", sem vaí svo stór þáttur í kosn-
; ingabaráttunni á dögunum. Hann hefur nú
sagt síðasta oi’ðið um það efni:
i — Það er hreinn löstur af forset.a að
: reka öfgastefnu. Hófsemi í þjóðmálum er
! hins vegar æðsta dyggð stjórnmála-
manns.
—★-----
AF vestur þýzkum blöðum er helzt að sjá, að allmiklar deilur
séu iiinan stjórnarinnar þar í landi, en Erich Mende, vara-kanzlari
’ og formaður frjálsra demókrata útskýrði í ræðu um daginn, að
ástandið væri hreint ekki eins alvarlegt og ýmsir teldu:
— Árið 1943 var ég á hljómleikum í Dresden. Tveir af fiðlu-
-i leikurunum höfðu orðið hatursmenn út af stúlku — og nú bárust
deilur þeirra inn á hljómleikapallinn. Þeir börðu hvor annan með
fiðlunum. Afleiðingin: fiðlurnar brotnuðu, fiðlulerkarnir flúðu, og
• stúlkan, sem þeir slógust út af, gifti sig hinum þrtðja. Haldið þið
virkilega, að við í ríkisstjórninni séum svo vrtlausir, að láta nokkuð
slíkt henda okkur?
$ 8. des. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
■■miiiii»miiMiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiii^
1 Uppreisn / Batasi l
NÝ, hrezk kvikmynd heitir
Uppreisii í Batasi og koma þar
við sögú heitar og rómantísk-
ar tilfinhingar, sem exru svo til
eingöngu í umsjá tveggja
ungra leikara, Mia Parrow og
John Leyton. Hún er skrifari
hjá Sameinuðu þjóðunum, sem
af einhverjum ástæðum er í
hinu nýstofnaða Afríkuríki
Batasi, en hann er ungur her-
maður sem á að senda heirn,
þar sem liann verður leystur
úr herþjónustu. Þau lifa sam-
an allviðburðaríka nótt.
Raunar var það Brit Eklund,
sem átti að leika í þessari
mynd. Á meðan hún var lítt
þekkt, var hún áfiáð í að fá
lilutverkið, en þegar hún var
orðin frú Sellers, rauf hún
samninginn þegar í stað.
Annars er Mia Farrow ekki
amalegur staðgengill; — að
minnsta kosti hefur hún leik-
listarblóð í æðum. Móðir henn-
ar er hvorki meira né minna
en Maureen O’Sullivan, sem
alltaf lék Jane hans Tarzans,
þegar Johnny Weissmiiller lék
hann. Faðir hennar, John Far-
row, var leikstjóri og rithöf-
undur. Og loks hefur Mia hlot-
ið talsverða leiklistarmenntun,
þótt hún sé aðeins 19 ára göm-
ul.
Framhald ð síðu 10.
Forríkir betlarar
Ríkasti betlari í heimi býr
sennilega í Lima í Perú. Hann
heitir Manuel García Claya og
hefur ekki unnið handtak allt sitt
líf. En sem betlari hefur hann lagt
fyrir heilmikið fé.
Manuel García hefur verið betl-
ari að atvinnu í 40 ár og er þekkt-
ur persónuleiki í Lima. Hann hef-
ur fastan stað við eina af að-
algötum borgarinnar, þar sem
hann situr í tötrum með hattinn
sinn fyrir framan sig.
En sú mynd, §em menn fá af
honum við að sjá hann við .vinnu’
sína, reynist alls ekki gefa rétta
hugmynd um ástandið. Hann er
öi-kumla, en hann sér fyrir syst-
ur sinni, spm er ekkja, og fimm
börnum hennar. Hann á bíl, sem
hann kemur á í .vinnuna' og hann
rekur umfangsmikil lánaviðskipti
gegn háum' vöxlum.
Þetta kom ekki í Ijós fyrr en
hann var handtekinn í sambandi
við götuóeirðir. Manuel, sem
sjálfsagt hefur verið að halda
upp á vel unnið ,dagsverk’, var
Á vegi hvers manns verður tæki
færið, oftar en rnenn sjá það, en
hva margir okkar grípa það?
A
REYNSLAN kennir okknr, að
reynslan kennir ókkur ekki neitt.
handtekinn fyrir ölvun. Rannsókn
leiddi í ljós, að hann átti tvo
bankareikninga — sem opnaðir
höfðu verið árið 1939 — og voru
innstæður í þeim samtals 5.900
dollarar — 253.700 krónur. Enn-
fremur kom í ljós, að hann hafði
átt marga bíla og að hann hafði
með lánastarfsemi sinni marg-
faldað hinar upprunalegu upp-
hæðir.
Manuel var látinn laus og held-
ur starfi sínu áfram, en það
stendur þó tæplega lengi. Yfir
völdin hafa ákveðið að ganga milli
bols og höfuðs á betlara-plág-
unni á götum borgarinnar, og að-
gerðir eru þegar hafnar.
Annars þarf raunar ekki að
fara alla leið til Perú til að finna
velstæða betlara. Lögreglan í Li-
ege í Belgíu fann nýlega 330.000
llll
krónur í herbergi betlarans Jean
Mathíot að honum látnum. Hann
var líka vel þekktur meðal borg-
arbúa og varð auk þess enn betur
þekktur, er hann á sínum tíma
skrifaði Liliane prinsessu (sem
gift er Leopold fyrrverandi kon-
ungi) og bað hana um peninga
fyrir fölskum tönnum upp í sig.
Þegar lögreglan rannsakaði her-
bergi hans að honum látnum, fann
hún afrit af þessu bréfi ásamt
peningunum.
Ný bað-
I fatatízka
g Þetta er nýjasta nýtt í bað-
H fatatízkunni, Bolur með
! ermum og talsverðum
1 skálmum, að ckki sé nú
B minnzt á hið fróðlega
p mynztur og minnir talsvert
J á tízkuna milli 1920 og 1930
m Tekið er fram, að bolurinn
U ,sé sérlega hentugur til að
gt nota við iðkun vatnaskíða-
jj íþróttar. Hins vegar er ekki
Bj tekið fram hvernig halda á
p hattinum á höfðinu við þær
B iðkanir.
ii^uiíiiiiuiJiiuuiiuiiiiiuiiusuuiiiiiiiiuiiHiiiiiiiiuiiuiiuinL'iiiHiinii’j'iiiiuiiiiíuiiiiuiimuiiiiiiiiiuiiiiuuiiiiituiiiiJiiiiuiiiiiii
/