Alþýðublaðið - 08.12.1964, Síða 9
/ /
!|S Rj!j|l K18111HH! p!!i! Rfllli I J!«i ^4 l!IH 0mi Rlnlr Ki!H! | ljrn pila l^ill |íhí! ^ iflli R®
selja. — Ekki þarf nema eitt kg.
af dún í eina góða sæng.
„Nú tekur hýrna um hólma og-
sker,
hreiðrar sig blikinn og æðurin
fer”,
kveður skáldið. — Já, það er
vissulega sjón, sem gleður augað,
að horfa yfir stórt æðarvarp. —
Æðarkollan liggur fast á eggjum
sinum, en blikinn stendur eða sit-
ur hjá, henni til samlætis. En alls
konar hættur steðja að varpinu.
Vargarnir, hrafn, valur og veiði-
bjalla sitja um að ræna þessi
sómahjón eggjum þeirra og ung-
um. Svartbakurinn hefur verið
staðinn að því að gleypa lifandi
æðarunga, þegar þeir eru ný-
skriðnir úr eggjunum, 'eru að
byrja að læra að synda. Þess vegna
er fé lagt til höfuðs fjanda þess-
um og verðlaun greidd fyrir hvern
hægri væng af honum, sem fram-
vísað er hjá viðkomandi yfirvaldi.
Æðarfuglinn er eina andategund
in hér, sem nær eingöngu dvelst
við sjó, og lifir þar allan sinn
aldur. Að vísu æðarvörp á
nokkiam stöðum hér á landi, sem
eru alllangt frá sjó, en frekar eru
það vndantekningar. Æðarfuglinn
er dýraæta og lifir mest á smá-
dýrum, skelfiski, kröbbum og orm-
um, sem til næst við botn,' þar
sem grunnt er. Hann er duglegur
kafari, enda stærstur af andafugl-
unum. Fullorðinn æðarbliki er með
fallegustu fuglum, sem hér getur
að líta, svartur og hvítur og skipt-
ir vel litum. Æðurin er dökk-
móleit hið ytra, en gráleitari að
neðan. Að afloknum varptíma fara
bæði hjónin í „felubúning” all-
dökkan og er þá oft erfitt að
greina blika frá kollu. Erfiðlega
hefur gengið að temja æðarfugl-
inn. Þó má nú sjá á syðri tjörn-
inni í Reykjavík nokkuð af æð-
arfugli, sem alinn hefur verið þar
upp og virðist þrífast vel. Að vísu
eru þeir ennþá innan girðingar,
en gaman verður að sjá frjálsa
fugla innan um hinar Tjarnarend-
urnar. Vonandi ekki innan mjög
langs tíma.
um risarækj-
í Malajsíu
alla Asíu fyrir bragðgæði og nær
ingargildi. Hins vegar hefur eng
um tekizt að rækta hana, fyrr
én dr. Ling fór að fást við vanda
málið.
í tilraunastofu á eynni Penang
hefur dr. Ling ásamt samstarfs
mönnum sinum loks tekizt að fá
þessa rækju til að láta uppi
leyndarmál sith Eftir látlausar
tilraunir, mistök, nýjar tilraun
ir, vonbrigði og ýmis kátleg at-
Vik hafa þessijr örfáu vfsinda-
menn aflað sér upplýsinga um
lifnaðarhætti rækjunnar, sem
gera munu ræktun hcnnar í stór
um stíl mögulega.
Fyrsti og stærsti tálminn var
skorturinn á vitneskju um líf-
fræði og venjur rækjunnar, eink
anlega á fyrsta lífsskeiðinu.
Rækju-ungarnir eða réttara sagt
lirfurnar eru í afarstórum hóp-
urn á hryggnisvæðunum, en hvað
gerist eftir það, hafa menn ekki
vitað með neinni vissu fyrr en
nýlega. Þegar þessar rækjur ná
fullri stærð hefur þeim ævinlega
fækkað tll mikilla muna.
• Dr. Ling reyndi *yrst atf kynna
sér æxlunarvenjur rækjunnar.
Hann varð nálega strax fyrir von
brigðum. þegar fallegur karlfisk
ur var látinn í ker með fallegum
kvenfiski — og gleypti hann sam
stundis. Eftir ýmis frekari mis-
tök af þessu taki, komust vísinda
mennirnir að raun um það, að
karlfiskurinn laðast einvörðungu
að kvenfiskipum á því örstutta
skeiði, þegar kvenfiskurinn skipt
ir um skel og nýja skelin er að
harðna. Þá getur axlunin átt sér
stað — nema því aðeins að kven
fiskurinn verði fyrir árás keppi-
nauta sinna. Þessu næst reyndu
vísindamennirnir að ganga úr
skugga um, við hvaða aðstæður
eggin klektust út með heilbrigð
ustum hætti og yi'ðu að sterkum
lirfum, og síðan við hvaða skil-
yrði lirfurnar ættu bezt með að
þroskast og vaxa. Fyrstu lirfurn
ar voru aldar i fersku vatni, og
þær dóu 4 — 5 dögum eftir klakn
inguna. Eftir sex mánaða til-
raunir afréð dr. Ling að blanda
örlitlu magni af sjó (enda þótt
þessar rækjur séu ósvikin vatVa
dýr þegar þær eru fullvaxnar).
Lirfunum gekk betur að lifa í
hálfsalta vatninu og lifðu því
lengur þeim mun meiri sjó sem
var blandað í vatnið. Eftir
tveggja ára tilraunir lifði hópur
af lirfum loks af uppvaxtrskeið
ið og varð að fullþroska rækj-
um.
Annað vandamál var fæðan.
Reyndar voru margvíslegar fæðu
tegundir, en rækjurnar fussuðu
við því öllu. Dr. Ling reyndi lika
svif úr sjónum, en það reyndist
ekki hagkyæmt. Betur gekk með
fiskihrogn, en það varð einnig
of dýrt. Um síðir gerði hann sér
ljóst, að lausnin var alveg við
höndina, eins og oft vill verða.
Á markaðnum í Penang eru dag
lega á boðstólum fiskbollur úr
smóhökkuðum fiski. Væru þess
ar fiskbollur hakkaður, urðu
þær ágæt og ódýr fæða handa
rækjunum hans dr. Lings. Hann
gerði tilraun með að krydda
þær með sojasósu, og það virt-
ist falla rækjunum mjög vei í
geð.
Vandamálið var samt ekki með
öllu leyst ennþá. Það er tvennt
ólíkt að gera velkeppnaðar til-
raunir í góðum rannsóknarstof-
um og að rækta rækjur í stór-
um 'stíl. Það varð að finna al-
gildar reglur, áður en venju-
legir fiskimenn eða bóndakonur
gætu lagt út i að rækta rækjur
til að drýgja tekjur heimilisins.
Framhald á 10 síðu
JOfKULL JAKOBSSOIf
BALTASAR
Síðasta skip suður
Fegursta bók ársins og merkur áfangi í
sögu íslenzkrar bókagerðar. Lifandi saga
hverfandi byggðar í Breiðafjarðareyjum
í listrænni frásögn Jökuls og frábærum
teikningum Baltasars.
g>feál()olt uf.
Jólapakkar
Að gefnum tilefnum skal þess getið, að
starfsfólki flugfélaganna er bannað að
taka bréf eða pakka í eigin vörzlu til flutn-
ings milli landa.
Lág flutningsgjöld og góð fyrirgreiðsla
Ifyggja viðskiptavinum flugfélaganna að
jólasendingar þeirra komist örugglega áleið-
is, og er þess vegna þarfleysa að biðja fluglið
eða afgreiðslufólk að brjóta þær reglur, er
. því hafa verið settar.
Fiugfélag íslands h.f.
Loftleiðir h.f.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. des. 1964 9