Alþýðublaðið - 12.12.1964, Page 13

Alþýðublaðið - 12.12.1964, Page 13
Hannes á horninu Framhald af 2. síðu vafa um þetta. Það var aðeins átt við bækur kvenrithöfunda. VITANLEGA ERU bækur kvenna mjög misj'afnar, en við eig um ágæta kvenrithöfunda eins og Elínborgu Lárusdóttur og Ragn- heiði Jónsdóttur, og við eigum líka ósköp lélega kvenrithöfunda. En þannig er þetta einnig um karl- mennina. Gæði bóka fara ekki eftir kynferði höfunda. Þar koma hæfileikarnir fyrst og fremst til greina, og þeir eru ekki skammt aðir jafnt. HEIMURINN- HEFUR ÁTT fjöl marga afburða kvenrithöfunda. Og okkar land hefur jíka átt afburða góða kvenrithöfunda. Þó að eitt hvað bókaforlag hirði lítið um gildi bóka sinna og hæfni höfunda sinna, þá er það undantekning ög það nær ekki nokkurri átt, að grípa til orða, breyta merkingu þeirra og stimplá konur sérstaklega smán inni um leið og reynt er að koma höggi á útgefandann. ÉG GERI ÞETTA AÐ umtals- efni vegna þess, að þetta gamla orð er nú hent á Jofti í nýrri merk ingu. Þetta lýsir hrokafullum hugs unarhætti, menntasnobbi og lítil- mennsku. ,,Getur ekkert gert vel gengur þó með sperrt stél“. Hannes á horninu Polarís Framhald af síðu 16. skipum hins nýja kjarnorku- flota meinaður aðgangur að Eystrasalti, og að sjálfsögðu verður þeim einnig bannað að sigla í landhelgi Frakklands, bæði á Ermarsundi og Miðjarð- arhafi. Búizt er við að kjarnorkuflot- inn fái bækistöðvar í Bretlandi og ef til vill á Spáni. Þar hafa Bandaríkjamenn nú þegar stóra höfn fyrir kjarnorkukaf- báta í Rota, sem er 60 mílur norður af Gíbraltar. Á Miðjarð arhafssvæðinu mundu Mar- okkó, Alsír, Líbía, Sýrland, Al- banía, Júgóslavía og Arabíska sambandslýðveldið ekki leyfa skipunum að sigla í landhelgi (þó yrði þehn leyft að sigla um Súez-skurðinn). Ms. „Dronning Alexandrine" fer frá Reýkjavík þann 17. des. n.k. til Færeyja og Kaupmanna hafnar. Tilkynningar um flutn ing óskast sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. HúsgagnaverzL Austurbæjar LYSTA VERÐ KR. 15.950.00 SÓFASETTIÐ Falleg húsgögn gera heimilið aðlaðandi. ★ Prýð- ið heimilið með húsgögnum frá HÚSGAGNAVERZLUN AUSTURBÆJAR Skólavörðustíg 16 — Sími 24629. OPIÐ TIL KLUKKAN 6 Í DAG. Hamrafell Framh. af 1. síðu. er langt undir heimsmarkaðsverði en Hamrafellið stóð til boða til sömu flutninga fyrir 33 sh. Töldu eigendur Hamrafells skipið ekki geta flutt olíuna fyrir lægra verð enda viðurkenndu Rússar að þeir stórtöpuðu á þessum flutningum. Fyrir þessar sakir hefur ekki litið vel út með verkefni fyrir Hamrafellið á næsta ári. Eigendur þess áttu um þá kostl að velja að leigja skipið eða selja sem mun einföld leið -og auðfarin Tekin var ákvörðun um að klóra í bakkann og halda skipinu áfram undir íslenzkum fána, að því kemur að þörf verður á Hamra- fellinu til að flytja olíu til Is- lands. Undanfarin ár hefur Ha^nra- fellið flutt til landsins 3-4 farma af olíu fyrir Olíufélagið, frá Suð- ur-Ameríku, sem fer á Keflavík- urflugvöll. Verður þeim flutning um haldið áfram og reynt að leigja skipið milli þeirra ferða. Eins mun það á árinu fara í 4-6 vikna klös'-un. Góðar vonir standa til að unnt verði að halda skip- inu úti með þessu móti næsta ár og eftir það verði um örugga flutn inga að ræða. RUSK SMUBSTðeiH Sætúni 4 - Sími 16-2-27 Billtna ar smnrffur Ojótt og vcl •djina allwr togtmdir atammlte Framhald af 1. síffu áhugamál en að verja öllum stund- um til að kryfja vandamálin og finna á þeim heilladrjúga lausn. Ætla mætti, að Kennedy forseti liefði þekkt Dean Rusk náið, þeg- ar hann útnefndi hann í hið vanda sama embætti utanríkismálaráð- herra, en svo var ekki. Fundum þeirra bar ekki saman fyrri en fá- einum dögum fyrir útnefninguna. Hlnsvegar þekkti Kennedy hann af orðspori, því að Rusk hafði lengi starfað að alþjóðamálum við ágætan orðstír, þótt aldrei léti hann bera á sér. Dean Rusk fæddist í Georgíu- fylki 9. febrúar 1909. Var faðir hans prestur sem jók tekjur sínar með kennslu, en þegar meinsemd í hálsi varð til þess, að hann missti röddina, gerðist hann bréf- beri til að sjá heimili sínu far- 'vHELGAS0N/_ _ A . SÖOBRyoO 20 !•>/ GRANlT leqsteínap oq ° plÖtUK ° ■ borða. Og þrátt fyrir þröngan efnahag kom hann fimm börnum sínum til mennta. Dean var ágæt- ur námsmaður og hlaut meðal ann- ars styrk í Oxford fyrir frábæran námsárangur, og jafnskjótt og þann kom heim frá framhalds- námi í Oxford og Berlín árið 1934, var hann ráðinn aðstoðar- prófessor í stjórnvísindum og al- þjóðasamskiptum við Mills Col- lege í Oakland í Kaliforníu. Rusk gegndi herþjónustu í heimstyrjöldinni — var m. a. varaformaður í foringjaráði Jo- seph Stillwells í Burma — en að stríðinu loknu gerðist hann starfs- maður hermálaráðunéytisins í Washington. í janúar 1948 gekk liann í þjónustu utanríkisráðu- neytisins og naut þar vaxandi álits og trúnaðar, meðan Harry S. Tru- mann gegndi forsetastorfum. Hann sagði af sér, þegar Dwight Eisen- hower tók við 1953, en var þó ráð- gjafi John Foster Dulles í ýmsum málum. Þegar hann hætti störfum í ráðuneytinu, gerðist hann forseti Rockefellerstofnunarinnar og var í því starfi. þegar John F. Kennedy óskaði eftir, að stjórn hans mætti njóta starfskrafta hans. Dean Rusk er maður kvæntur og eiga þau hjón þrjú börn. Eiginmaður minn Kristján Jónsson bifreiffastjóri Suffurgötu 50, Hafnarfirffl andaðist að heimili sínu 11. þessa mánaðar Klara Hjartardóttir og synir; Innilegt þakklæti til allra þeirra mörgu, nær og fjær, sem auðsýndu okkur vinsemd og hluttekningu við andlát og jarðarför Halldórs H. Snæhólm* Elín Guffmundsdóttir Snæhólm. Börn, tengdabörn og barnabörn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. des. 1964 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.