Alþýðublaðið - 22.12.1964, Side 1

Alþýðublaðið - 22.12.1964, Side 1
HÆKKUNIN ER EKKIBROT Á JUNI-SAMKOMUIAGINU sagbi Emil Jónsson í útvarpsumræbum Emil Jónsson hefði þessi söluskattshækkun ekkl þurft að koma til framkvæmda sagði hann. Það kerfi sem nú rík- ir í þessum efnum fær ekki stað- izt til frambúðar, en samt verður að tryggja bændum sæmilega af- komu og fella landbúnaðinn að öðrum þáttum þjóðfélagsins. Ræddi Emil síðan um framlög hins opinbera til sjávarútvegsmála á síðastliðnu ári og fór nokkrum orð um um þann vanda sem við er att etja á þeim sviðum. Emil sagði að lokum, að and- mæli stjórnarandstöðunnar gegn þessu frumvarpi væru óraunhaef- ur áróður og yrðu að skoðast sartj, kvæmt því. Skrifstofa Happdrætt is Alþýðublaðsins að Hverfisgötu 4 verður opin til miðnættis á Þorláksmessu, sími 22710. Það verður dregið tun tvo bíla. Rambler-fólksbíl og og Landrover. Gylfi Þ. Gíslason ræðu sinni sagði Gylfi meðal ann- ars: Þegar ákvörðun var tekin um það að láta liækkun innlendu land búnaðarafurðanna ekki koma til j framkvæmda á síðastliðnu hausti, heldur auka niðurgreiðslur úr rík- issjóði, þá voru engar ráðstafanir gerðar til þess samtímis að auka tekjur ríkissjóðs sem hinum auknu niðurgreiðsiu svaraði. Þetta hlaut öllum að vera ljóst, stjórnarand- stæðingum jafnt sem stuðnings- mönnum ríkisstjórnarinnar, með- limum verkalýðsfélaganna og for- ustumönnum þeirra jafnt sem at- vinnurekendum. Ef ríkisstjórnin hefði ekki ákveðið að auka niður- greiðslumar á síðastliðnu hausti, heldur hefði látið umsamda hækk- un landbúnaðarverðsins valda hækkun verðlags, þá hefði vísitala framfærslukostnaðar af þeim sök- um hækkað um 6 stig og kaup- gjald þar af leiðandi um 3-4% síð- ar um haustið. En það taldi ríkis- stjórnin ekki æskilegt. Öllum vitibornum mönnum hef- ur því hlotið að vera ljóst, að eitt af þrennu hlyti að gerast, í síðasta lagi nú um áramótin: í fyrsta lagi, að verðlag innlendra landbúnaðar afurða stórhækkaði, í öðru lagi, að lagðir yrðu á einhverjir nýir skatt- ar til þess að standa undir hinum auknu niðurgreiðslum og í þriðja lagi, að dregið yrði verulega úr út- gjöldum ríkissjóðs. — Þótt við deildum hart um. þessa hækkun söluskattsins, sagði viðskiptamálaráðherra, að við ekki rpættum gleyma þeim verkefnum sem framundan væru. Hann kvaðst einkum telja að fjögur atriði þyrfti að athuga í sambandi við lausn þeirra vandamála, sem við væri að etja. í fyrsta lagi þyrfti að halda áfram viðleitni til stytt- ingar vinnutíma, endurskoða þyrfti skattalöggjöf, athuga um lækkun tolla, sem væru hærri hér en víðast annarsstaðar og í fjórða lagi þyrfti að endurskoða stefn- Framnald á 14. síðu MIKIÐ TJON AF ELDI Rvík, 21. des. ÓTJ. MIKEÐ tjón varð í eldsvoða S Rlesugróf í nótt, er lítill skúr brann til kaldra kola: í honum var ný Ramblerbifreið, og' ýmis dýr mætur efnisviður. Hvort tveggja gereyðilagðist. Slökkvilliðið var ballað að Heiði Frh. á 14. síðu. Reykjavík, 21. des. - EG — Sú hækkun söluskattsins, sem nú, er ráðgerð, er næstum alveg hin sama og sú liækkun, sem verð ur á niðurgreiðslum vegna hækk- unar landbúnaðarafurða í haust, sagði Emil Jónsson fclagsmálaráð- herra í útvarpsumræðunum í kvöld, en hann talaði af hálfu Al- þýðuflokksins í fyrri ræðuumferð- inni. Emil sagði, að ódýrasta og hag- kvæmasta leiðin til að mæta þess- ari útgjaldaaukningu væri að hækka söluskattinn. Þetta væri ekki aðeins skoðun manna hér, heldur hefði hið sama orðið ofan á í grannlöndum okkar og minnti Aiann á að söluskatturinn í Noregi hefði nýlega verið hækkaður úr 10% í 12%. Jafnframt væri þessi leiðin að allra dómi léttbærust fyrir atvinnuvegina af þeim sem til greina hefðu komið, sagði hann. Það væri sameiginlegt hagsmuna mál allra, sagði ráðherrann, að niðurgreiðslum væri ekki hætt, og auðveldasta leiðin til að halda þeim áfram í núverandi formi væri einmitt sú að afla tekna til þeirra á þennan hátt. Félagsmálaráðherra sagði, að allar staðhæfingar um að þessi hækkun væri brot á júnísamkomu- laginu og öll brigzl um það væru úr lausu lofti gripin. Emil minnti á, að hér greiðum við hærra verð fyrir landbúnaðar- vörur heldur en tilfellið er í ná- grannalöndum okkar og heildar- útgjöld ríkissjóðs vegna niður- greiðsina á landbúnaðarvörum og útflutningsbóta væru 674 millj- ónir á ári og jafngilti það um eitt hundrað þúsund krónum á býli. Emil gat þess, að útflutningsverð á smjöri væri 34 krónur fyrir kiló- ið, en neytendur hér yrðu hins- vegar að greiða 90 krónur fyrir kílóið en ríkissjóður greiddi það samt niður um 67 krónur á kíló. Ég vil ekki segja að bændur séu ofhlaðnir af því verði sem þeir fá, sagði Emil en ég vil varpa þeirri spurningu fram hvort þjóðarbú- skapurinn þoli þetta án þess að aðrir þættir hans sligist. Ef landbúnaðarafurðirnar hefðu ekki hækkað síðastliðið haust JÓL.A1.JOS1N kvikna nú hvert af öðru, og borgin tekur á sig hátíðlegri blæ. Marglit ljós eru víða komin á hús og jólatrén skarta sínu fegursta. Þessa skemmtilegu mynd tók ljósmyndari blaðs- ins Jóhann Vilberg í gær. FORÐAST VERÐUR NÝJA Reykjavík, 21. des. - EG — Ég er mjög eindregið þeirrar skoðunar, að stytting vinnutíma, endurbætur í skatta- og tollamál- tmi, og skynsamlegar breytingar á stefnunni í landbúnaðarmálum mundu verða íslenzkum launþeg- uin varanlegri kjarabót en óraun- hæf hækkun kaupgjalds í krónum. Ég tel það fyrst og fremst hags- munamál launþeganna sjálfra, að í kjölfar launasamninganna á miðju næsta ári sigli ekki ný verð- bólgualda, sagði Gylfi Þ. Gíslason ráðherra í útvarpsumræðunum um söluskattsfrumvarpið í kvöld. í VERÐBOLGUÖLDU sagði Gylfi Þ. Gíslason í útvarpsumræðum

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.