Alþýðublaðið - 22.12.1964, Side 9
í réttarhöldunum í Egyptalandi
var höfðað mál gegn tveim mönn-
um að þeim fjarstöddum og var
John Darling annar þeirra. Hann
komst undan ásamt Hans nokkr-
um Frank. ísraelska leyniþjónust-
an hafði upp á Frank í Vín 1957
og hafði hann á brott með sér til
ísraels, þar sem hann var dæmdur
í tólf ára fangelsi.
Af þessu hlauzt pólitískt
hneyksli, sem bæði Ben Gurion
og Lavon landvarnaráðherra voru
viðriðnir. í ljós virtist koma, að í
rauninni hefði það verið Ben Guri-
on sjálfur, sem ábyrgð bar á hin-
um misheppnuðu aðgerðum í
Egyptalandi, þótt Lavon bæri
ábyrgðina að náfninu til.
★ „PÓLITÍSKUR DRATJGUR”
Árið 1954 tók Lavon sjálfur af-
stöðu gegn „nokkrum aðgerðum”,
sem hann sagði að deild í ráðu-
neyti hans hefði látið framkvæma
án sinnar vitundai. Hann kvaðst
enga ábyrgð bera á þessum að-
: gerðum og kallaði þær viðurstyggi.
legar og heimskulegar.
Lavon hóf eigin rannsókn í
‘ málinu, en komst að raun um, að
margir háttsettir liðsforingjar
dreifðu út orðrómi um, að hann
hefði vitað um aðgerðirnar frá
upphafi. Hann fór þvi þess á leit
við Moshe Sharett, sem þá var
tekinn við forsætisráðherraemb-
ættinu, að fyrirskipa opinbera
rannsókn.
Lavon reyndi að neyða mann
þann, sem hann taldi hafa dreift
út orðrómi um sig, til að segja
af sér. En Sharett hélt hlífiskildi
yfir honum og Lavon varð sjálf-
ur að segja af sér í ársbyrjun 1955.
Málinu var þó síður en svo lok-
fð. Lavon og Ben Gurion héldu
áfram gagnkvæmum ásökunum.
Nokkrir liðsforingjar flæktust í
málið og tveim var vikið úr starfi.
Skjöl hurfu og önnur virtust föls- •
uð. Málið hefur verið nokkurs kon-
ar „draugur” í ísraelskum stjórn-
málum.
Það var Lavon-málið, sem varð
stjórn Ben Gurions að falli 1961,
þegar hann neitaði að fallast á ósk-
ir stjórnar sinnar um að hreinsa
Lavon af sök.
Árið 1960 veitti sjö manna
nefnd, sem Levi Eskhol átti sæti í,
Lavon uppreisn æru. Nefndin
, gerði þetta á grundvelli nýrra
Phinas Lavon.
rannsókna, en Ben Gurion rök-
styður kröfu sína um enn aðra
rannsókn í málinu með tilvísun til
nýrra skjala, sem komið hafi fram
í dagsljósið.
★ KLOFNIN GUR
Lavon-málið hefur valdið alvar-
legum klofningi í Mapaiflokknum,
sem er stærsti stjórnmálaflokkur-
inn í ísrael og hefur 42 sæti af
120 á þinginu, Knesset. Krafa Ben
Gurions leiddi nýlega til þess, að
svokallaður Lavon-armur flokks-
ins sem kallaður er Min Hayesso,
sagði sig úr honum. Hin öfluga
verkalýðshreyfing Histadruth styð
ur Lavon.
En margir áhrifamiklir menn í
flokknum eru andvígir Levi Esk-
Moshe Dayan.
Levi Eshkol
hol, og aðrir minni spámenn ótt-
ast. að flokknum muni vegna illa
í næstu kosningum, verði Ben Gu-
rion ekki í framboði. Helzti and-
stæðingur Eskhols er Moshe Day-
an hershöfðingi, hetjan úr Súez-
stríðinu, sem nýlega sagði af sér
sem landbúnaðarráðerra. Hann
virðist nú hafa safnað um sig
klíku einbeittra manna, sem eru
sammála Ben Gurion. Einn stuðn-
ingsmanna Dayans er Joseph
Amogi húsnæðismálaráðherra, sem
er yfirmaður deildar flokksins í
Haifa.
Eskhol forsætisráðherra hefur
fallizt á að halda áfram störfum
ásamt stjórn sinni til bráðabirgða
unz ný ríkisstjórn verður mynduð.
Eskhoi er einnig fús til að mynda
nýja samsteypustjórn gegn því
skilyrði, að hinn hófsami armur
hans í Mapai-flokknum láti Lavon-
málið kyrrt liggja og þessi af-
staða hans virðist njóta stuðnings
meirihluta þjóðarinnar.
Reynt verður í lengstu lög að
forðast nýjar kosningar vegna
klofningsins í flokknum. Auk þess
er enn ekki lokið samninga-um-
leitunum við hinn sósíalistaflokk
landsins, Abhut-Havoda, um sam-
starf, sem styrkja mundi stöðu Ma
pai-flokkins. Abhut Havoda, er
flokkur manna, sem klufu sig úr
Mapai-flokknum á sínum tíma.
★ IIÖRÐ BARÁTTA
Ekki er ólíklegt að fall stjómar-
innar verði til þess, að Mapai-
Framhald á 13. síðu.
Nýta mætti betur skólahús
til gistihalds á sumrin
Á árinu 1959 skipaði mennta-
málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason,
nefnd til að athuga möguleika á
því að hagnýta heimavistarskóla
landsins til gistihalds að sumr-
inu til. í nefnd þes ari voru skip-
aðir: Helgi Elíasson, fræðslumála
stjóri, Jónas B. Jónsson, fræð.lu-
stjéri, Óskar Hallgrímsson, fram
(kvæmdastjóri Alþýðusambands-
íslands, Lárus Ottesen, fram
kvæmdastjóri Ferðafélags íslands
j'og Þorleifur Þórðarson, forstjóri
i Ferðaskrifstofu ríkissins.
Nefndin athugaði áðbúnað og
aðstæður til gistihúsahalds í mörg
um heimavistarskólum landsins.
Var það samdóma álit hennar, að
hægt væri í þessu skyni að nýta
þetta skólahúsnæði miklu meira
en gert hefði verið, en þó því að-
eins að gerðar yrðu allmiklar
endurbætur á húsnæði skólanna
og nýr húsbúnaður fenginn. Gerði
nefndin um þetta álit og tiljögur.
Vorið 19-32 ákvað fjármálaráð
herra, Gunnar Thoroddsen, í sam
vinnu við meajntemálaráðherka,
Gylfa Þ. Gíslason, og samgöngu-
málaráðherra, Ingólf Jónsson að
leggja fram fé til nauðsynlegra
endurbóta á hú_búnaði og hús-
næði heimavistarskóla til þess að
þeir mættu verða sem hæfastir
til gistinýtingar að sumrinu tilt
jafnframt því sem bætt yrði um
leið úr brýnni þörf skólanna til
sæmilegs búnaðar fyrir nemend-
ur þeirra.
Ráðuneytin, í sameiningu, fólu
þeim Aðalsteini Eiríkssyni, fjár
Framhald á 13. síðu.
Til jólagjafa
SNYRTIVÖRUR í gjafakössum.
SNYRTITÖSKUR
ILMVÖTN
BAÐOLÍUR — BAÐSÖLT
PÚÐURDÓSIR úr málmi
SNYRTIVÖRUR frá:
INNOXA — DIOR — MAX FACTOR
— SAN SOUCIS — ORLANE —
REVLON — CUTEX o. fl.
Bankastræfi 3
Regnhakkar
Vetrarfrakkar
mjög fjölbreytt
úrval.
\
GEYSIR h.f.
Fatadeildin
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. des. 1964 9