Alþýðublaðið - 22.12.1964, Qupperneq 11
ÍSLÁNDSMÓTIÐ í HANDKNATTLEIK:
Spennandi leikir
og óvænt úrslit
---------------------------r—^---------TiniiiirTi^rr ifrBjiUWi.piB^q
ÍSLANDSMÖTIÐ í handknattleik
hófst að Hólogalandi síðastliðið
föstudagskvöld. Ásbjörn Signrjóns
son, formaður HSÍ, setti mótið
með stuttri ræðu.
Fyrsta kvöld mótsins voru háðir
tveir leikir í 1. deild karla, milli
Víkings og KR og Fram og Ár-
manns. Báðir leikirnir voru tví-
sýnir mjög og úrslit komu nokkuð,
á óvænt. Ekki var útséð um úr-
slit leikjanna fyrr en á síðustu
sekúndunum.
Leikur Víkings og KR var mjög
jafn allan leiktimann, en l>ó
höfðu KR-ingar frekar yfirhönd-
Ina. En Víkingur gaf sig ekki og
tókst að jafna metin á síðustu sek-
úndunum. Eftir atvikum má segja,
að úrslitin 17:17 hafi verið nokk-
uð sanngjörn, þó að KR-ingar hafi
verið nær sigri, 1
★ Fram tapar.
Lið Ármanns hefur verið í stöð-
ugri framför undanfarin ár, en þó
verður að segja, að sigur yfir ís-
jjiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiU
| KNATTSPYRNUSPIL
| KÖRFUBOLTASPIL
IBORÐTENNIS |
f UMFERÐASPIL
| HOLUTENNIS
.! TAFLMENN
! TAFLBORÐ
: 5 - =
I HELLAS
jjj í =
I Skólavörðustíg 17,‘
I ♦
xiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiiiiimiiirilitnniiiiiniiit
landsmeisturum Fram hafi nokk-
uð komið á óvænt, sérstaklega þar
sem Einar Sigurðsson og Lúðvík
Lúðvíksson vantaði í liðið. í lið
Fram vantaði Gylxana tvo. Tveir
leikmenn Ármaxms, þeir Þorsteinn
Björnsson og Hörður Kristinsson
báru af og má öðrum fremur
þakka þeirn hinn verðskuldaða sig-
ur. Lokatölurnar voru 24:22 Ár-
manni í vil.
íslandsmótið hélt áfram á sunnu
dag og þá fóru m. a. fram tveir
leikir í II. deild. Fyrst léku ÍR og
Keflvíkingar. Leikurinn var mjög ,
jafn allan tímann og aldrei mun- j
aði nema tveim mörkum á annan
hvorn veginn. ÍR-ingar höfðu þó
oftar yfirhöndina og segja má, að
þeir hafi verið einstaklega klaufsk-
ir að tryggja sér ekki bæði stigin.
Undir lokin náðu Keflvíkingar
tveim mörkum yfir og ÍR tókst að
jafna á síðustu mínútunum og með
tilliti til þess, má segja að jafn-
tefli 25:25 hafi verið sanngjarnt.
Lið Keflvíkinga undir stjórn Pét-
urs Bjarnasonar hefur tekið ótrú-
legum framförum, en beztu menn-
irnir voru Magnús Torfason og
markvörðurinn.
★ Heppnir Valsmenn.
Valsmenn áttu í miklum erfið-
leikum með Þrótt og sigurinn hékk
á bláþræði og reyndar má segja,
að sigurmarkið hafi verið hreint
lieppnismark. Þróttur hefði átt
fyllilega skilið að hljóta annað
stigið. Þegar tvær mínútur voru
eftir var staðan 19:18 Þrótti í vil,
en þá fengu Þróttarar á sig tvÖ
klaufamörk, sem gerði út úm allar
vonir þeirra. Valsliðið er skemmti-
legt og mjög jafnt, en beztur er
fyrirliðinn Sigurður Dagsson,
markmennirnir stóðu sig einnig
vel. Guðmundur Gústavsson var
langbeztur í Þróttarliðinu.
í 3. flokki karla vann FH ÍBK
með 7:4. íslandsmótið heldur á-
fraxn á sunnudaginn.
mwuwmwwwmwuww
WMMMMMMMMMMXMMW
Skozk blöð
Jofa Þóráif
ÞÖRÓLFUR Beck lék með
Rangers á laugardag, er liðið
vann Third Lanark með 5-0.
Skozku blöðin hrósa Þórólfi
mjög fyrir leikinn, hann skor-
aði eitt ágætt mark og sýndi
yfirleitt mjög jákvæðan leik.
Glasgow Rangers færir sig stöð
ugt ofar í afrekaskrá 1. deild-
ar og er í 4. sæti eins og er,
en efst er Hearts frá Edin-
borg.
MMMtMMlMMMMMMMMMM
HKT, Finnlandi sigraði Gladsaxe,
Danmörku í Evrópubikarkeppn-
inni í körfuknattleik 127-53 í sið-
ari leik félaganna. Finnarnir mæta
Real Madrid í næstu umferð, en
Real sigraði í keppninni í fyrra.
■' ' ' ' -- -****-< — ... -* A-1.IW V , ,*- * . * - .
Sigurður Dagsson, Val átti góðan leik gegn Þrótti.
R vann Coilegi-
ans með 63:47
ÍR-INGAR LEIKA VIÐ FRÖNSKU
MEISTARANA í 2. UMFERÐ
SÍÐARI leikur ÍR og Collegians
basketball club í Evrópubikar-
keppninni fór fram í Belfast sl.
laugardag. ÍR sigraði eins og
vænta mátti, en munurinn var
minni en í fyrri leiknum hér
heima, eða 63 stig gegn 47.
ÍR byrjaði leikinn glæsilega
og komust í 14-2, en þá taka
írarnir ágætan sprett og tókst
að jafna metin 22-22. í leik-
hléi hafði ÍR þó betur 30-26.
ÍR tryggði sér þó öruggan sig-
ur í síðari hálfleik og munurinn
var 16 stig í lokin.
Leikurinn fór fram í badmin-
ton höll og settar voru upp
bráðabirgðakörfur og algjör-
vanir og hafði þetta að sjálf-
sögðu, sín áhrif.
Beztur ÍR-inga var hinn 16
ára gamli leikmaður, Birgir
Jakobssön, sem skoraði flest
stigin eða 25 alls. ÍR heldur nú
áfram keppni og mætir frönsku
meisturunum, sem eru frá Ly-
on, í 2. umferð. Þetta er í fyrsta
sinn, sem íslenzkt lið kemst í
Evrópubikarkeppni.
v
mÓTTAFHÉTTIR
STÚTtUM
DREGIÐ var um það fyrir helgi
hvaða lið leika saman í næstu um-
ferð evrópubikarkeppninnar í
knattspyrnu, en eftirtalin lið voru
dregin saman:
Glasgow Rangers - Inter,
Benfie - Real Madrid,
Liverpool - FC Köln,
Vasas, Búdapest - D. W. S. Am-
sterdam.
RÚMENAR sigruðu Vestur-Þjóð-
verja í handknattleik um helgina
með 22-14.
DENIS Law var kjörinn bezti
knattspyrnumaður Evrópu árið
1964 í atkvæðagreiðslu, sem
„France Football“ gekkst fyrir.
Hann hlaut 61 stig, eða 18 fleiri en
Suarez, Inter, sem var næstur.
Þriðji var Amancio, Real Madrid
með 38 stig. Jimmy Greaves, Tot-
tenham varð sjötti með 19 stig.
Glæsilegt úr-
val af
VETRARKAPUM, REGNKAPUM,
REGNHLÍFUM, REGNHÖTTUM,
TÖSKUM og FÓÐRUÐUM
SKINNHÖNZKUM.
BERNHARÐ LAXDAL
Kjörgarði.
Auglýsingasíminn er 14906
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. des. 1964 %%