BFÖ-blaðið - 01.03.1981, Blaðsíða 5

BFÖ-blaðið - 01.03.1981, Blaðsíða 5
Ö*° \e\Kn* í sumar voru 23 Ökuleikniskeppnir haldnar um landið. Þátttaka var mjög góð og kepptu alls um 250 ökumenn. Þetta er þó nokkur aukning frá því í fyrra. Þó sakna forráðamenn keppninnar þess að sjá ekki fleiri en 6 konur sem keppendur í allri keppninni. BFÖ vill færa þeim sérstakar þakkir sem gerðu fram- kvæmd keppnanna mögulega, en það eru sérstaklega þeir sem stóðu að undirbúningi á hverjum stað. BFÖ vareinnig ísamvinnu viðdagblaðiðVísi, sem birti myndir og úrslit frá hverri keppni og hefur það verið ómetanlegur styrkur að hafa svo góða samvinnu við fjölmiðil. Þann 12. sept. s.l. var síðan úrslitakeppnin haldin og lánaðí S(S véladeild nýjan Opel Kadett til keppninnar. Keppt var við Laugarnesskóla í Reykjavík og voru 18 mættir af þeim 23 keppendum sem rétt höfðu til að taka þátt í úrslitunum. Keppnin hófst kl. 9.00 fyrir hádegi með kynningu og umferðarspurningum sem voru bæði erfiðari og viðameiri en í undankeppnunum. Að þeim loknum & fengu keppendur að æfa sig á keppnisbílnum fram að hádegi. Þá bauð Ábyrgð hf. keppendum og starfsmönnum í hádegisverð að Hótel Esju og skal forsvarsmönnum Ábyrgðar hf. þakkað sérstaklega fyrir höfðinglegt boð. Eftir hádegið hófst sjálf keppnin á þrautaplaninu. Eknar voru tvær umferðir. Eftirfyrri umferðina var ísfirðingur- inn Einar Halldórsson lang fyrstur en hart var barist um annað og þriðja sætið og var bróðir Einars í öðru sæti eftir fyrri umferð. Þegar seinni umferð lauk var Einar langefstur en Árni Óli Friðriksson sem bæði varð Is- landsmeistari og Norðurlandameistari í fyrra og var í fjórða sæti eftir fyrri umferð varð í öðru sæti. í þriðja sæti varð bróðir Einars, Jón S. Halldórsson. Verðlaunaafhending fór fram í kaffisamsæti í Templarahöllinni í boði Reykjavíkurdeildar BFÖ og er deildinni sérstaklega þakkað veglegt boð. SÍS véladeild gaf glæsilega bikara fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið Auk verðlauna frá Sambandinu unnu þeir Einar og Árni ferð til Þýskalands dagana 24. okt. - 1. nóv. n.k. þar sem þeir verða fulltrúar islands í norrænu Ökuleikninni sem fram mun fara ÍOpel verksmiðjunum í Þýskalandi í boði General Motors. Þar munu því mæta og leiða saman hesta sína sigurvegarar i Ökuleiknum á hinum norðurlöndunumog verðurspennandi aðfylgjast með hvort Islendingar haldi Norðurlandameistaratitl- inum þriðja árið í röð. '..',:' :,.:¦!; '¦: ' > ,:

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.