BFÖ-blaðið - 01.03.1981, Blaðsíða 8

BFÖ-blaðið - 01.03.1981, Blaðsíða 8
Nýr bíll keyptur Eins og flestum félagsmönnum BFÖ er kunnugt, þá hefur verið mikill uppgangur í ökuleikniskeppnum félagsins. í fyrra tókst samstarf við Vísi og keppnir voru skipulagðar víða um land. Þá varðfljótt Ijóstaðerfittyrði að skipuleggja þessar ferðir án þess að hafa bíl til umráða. Ráðist var í að kaupa Volkswagen rúgbrauð árgerð 1971. Kaupverð bílsins var fjármagnað að miklu leyti með auglýsingum er settar voru á hann. Þegar skipulagnin ferðanna í sumar stóð yfir, þá varð það fljótt Ijóst að keppnirnar yrðu mun víðar um landið en áður. Vegna þess hve Volkswagninn var orðinn gamall, þá vildu menn athuga möguleikana á því að yngja hann upp. Útkoman varð sú, að gengið var til kaups á velmeðförnum og tiltölulega lítið eknum bíl, Toyota Hiace árgerð 1977. Verðmunur var kr. 33.000. Mismunurinn var sem fyrr fjármagnaður með auglýsingum á bílinn, lánum og síðast en ekki síst góðumskammtiaf bjartsýni. BÍHinn hefurstaðiðsig með eindæmum vel og fjármálin virðast í höfn. Áður en lagt var á stað þurfti að innrétta bílinn og sprauta Þá vinnu unnu félagar í BFÖ í sjálboðavinnu. Það er ómetanlegt þegar lagt er í hringferð með fyrirfram ákveðnum keppnisstöðum og dögum, að hafa bíl er treysta má á. Einnig er mikið auglýsingagildi fyrir félagið að bíll með merkjum þess aki um götur. Það minnir á félagið og sýnir að það er í fullum krafti. Við skulum bara vona að ökumaðurinn virði allar reglur umferðarinnar. Annað sæmir ekki BFÖurum né bílum þeirra. Gamli bíll BFÖ Nýr bíll BFÖ.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.