BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Side 1

BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Side 1
□□ í.-2.’82 Félagsrit Bindindisfélags Ökumanna rr^“^rnnaL49múia6 Ritstjóraarþaukar Hér kemur fyrsta tölublað BFÖ-frétta á þessu ári. Mikil seinkun hefur orðið á útkomu þesa blaðs. Það hefur verið stefna BFÖ að koma út fjórum blöðum á ári. Það er Ijóst að það tekst ekki þetta árið. Ritstjóri tekur þar alla sök á sig. Miklar annir hafa verið hjá honum fyrri hluta ársins og sumartíminn fer yfirleitt í annað en að koma út blaði. Nú er ætlunin að gera bragarbót, um leið og afsökunar er beðið. Eins og sjá má er þetta venju fremur myndarlegt blað. Víða er komið við en þó lögð áhersla á að greina sem best frá mjög svo kröftugu starfi BFÖ á þessu herrans ári 1982. Óhætt er að segja að mörg járn hafi verið ( eldinum, þó að ökuleiknin beri þar langhæst. Nú þeg- ar það virðist vera landlæg tíska að keppa í alls konar röllum, með aðaláhersluna á hraða og spennu, þá hefur BFÖ haldið sínu striki. Aldrei hefur verið kvikað frá því að það væri áhersluatriði númer eitt í umferð- inni, að hafa fullkomið vald yfir bifreið sinni. Þekkja hana út í gegn, hafa til að bera ökuleikni. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á að auka umfang ökuleikni- keppna BFÖ frá ári til árs. Fjölga þeim, bæta þær. Nú á þessu ári var í fyrsta sinn keppt ( sérstökum kvenna- flokki og tókst sú nýbreytni mjög vel. Eins og fyrri ár var farið víða um land. Framkvæmd keppnanna tókst mjög vel og á framkvæmdastjóri BFÖ sérstakar þakkir skyldar fyrir dugnaðinn. Að venju var stjórn BFÖ stór- huga og endurbætti bílakost sinn. Það er reyndar for- senda fyrir því að hægt sé að halda keppnum sem þessum úti, að aðstaða stjórnanda sé góð og að bif- reiðin verði aldrei til þess að fella þurfi niður keppni. Nánar er greint frá bílakaupunum á öðrum stað í blaðinu. Rétt er að geta þess að BFÖ stjórnaði ( sam- vinnu við Umferðarráð og Æskulýðsráð vélhjóla- keppnum á 8 stöðum víðsvegar um landið. Það sam- starf tókst mjög vel. Einnig starfar á vegum BFÖ reið- hjólahópur og fór ( sumar fram brautakeppni á hans vegum. Á þessu má sjá að skipulagning og fram- kvæmd keppna í hinum ýmsu greinum umferðarinnar er orðinn geysilega viðamikið starf og sem sífellt eykst. Af mörgu fleiru er að taka úr starfinu en þetta er það sem hæst ber en þessir þættir starfsins koma nánar fram á innsíðum blaðsins. Nú er komið haust, birtu tekið að bregða og börnin farin að sækja skólann enn á ný. Það er orðið árvisst að með haustdögum skellur yfir okkur slysaalda. Akst- ursskilyrði versna og umferð gangandi eykst. Öku- menn aka ennþá miðað við bestu skilyrði sumarsins. Hvað er hægt að gera til varnar þessum árvissu slysa- bylgjum? Herða viðurlög auka áróður, auka eftirlit? Eitthvað af öllu þessu þarf efalaust að koma til. Fyrst og fremst þarf ökumaðurinn þó að vera þess meðvit- aður að hann situr við stjórn stórhættulegs tækis og að hann megi eiga von á því hverja stund, að nú þurfi hann að framkvæma neyðarráðstafanir. Ef slfk vitneskja byggi með hverjum ökumanni væri stórt skref stigið. Annað þarf að koma til. Stórlega hert viðurlög. Lögreglan verður að hafa heimild til að taka ökuskír- teini af mönnum ef þeir sýna vítavert gáleysi við akstur. Ég veit til þess að lögreglumenn í Danmörku hafa heimild til að krefjast sektargreiðslu á staðnum. Á það t.d. við akstur yfir gatnamót á móti rauðu Ijósi. Eins eru aðilar er ekki nota bílbeltin látnir greiða sekt- ina á staðnum og hefur það eflaust átt sinn þátt í hve notkun öryggisbelta varð fljótt almenn ( Danmörku. Eins hafði ég fregnir af manni í Frakklandi er ók yfir gatnamót á móti rauðu Ijósi. Hann var staðinn að verki og ökuskírteinið var tekið af honum á staðnum og hann síðan sviptur þvi (tvo mánuði. Aðgerðir sem þessar skapa aga og virðingu fyrir reglunum, en þá þarf líka að vera samræmi í framkvæmdinni. Það er Ijóst að sú málamyndasamþykkt um lögleið- ingu notkunar á bílbeltum er Alþingi gerði, dugar skammt. það verður að koma til skylda um notkun. Fyrr verður nýting ekki almenn. Eins telur undirritaður að rétt sé að fara að dæmi Svía og lögleiða stöðuga notkun bllljósa. Það er alveg víst að slíkt myndi draga mikið úr slysatíðni. Það er algeng afsökun/skýring við árekstur „ég sá bara engan bíl". Þetta eru nokkur dæmi um aðgerðir sem áreiðanlega drægju úr fjölda slysa. Margt annað þarf að koma til. BFÖ mun berjast fyrir betri umferðarmenningu og halda áfram um ók- omin ár, sem hingað til, að benda á úrbætur á því sem betur má fara. Við verðum að vinna minnug þess að dropinn holar steininn. Sv.H.Sk.

x

BFÖ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.