BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Page 4

BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Page 4
Áðali*uiiclur i\rAT S7.-S9. ágúst 1982 BFÖ er aöili að norrænum samtökum bræðrafélaga á Norðurlöndum. Samtök þessi heita Nordisk Union for Alkoholfri Trafik (NUAT). NUAT hélt aðalfund sinn í Stokkhólmi dagana 27. - 29. ágúst s.l. Sam- hliða aðalfundi NUAT var haldinn aðalfundur IAMA, (International Abstaining Motorists1 Association), sem eru alþjóðasamtök byggð á sama grunni og NUAT. IAMA var stofnað 1978 fyrir forgöngu NUAT og var þetta fyrsti aðalfundur IAMA. Hugmyndin að baki IAMA var að stofna sterk félög bíleigenda, er ekki neyta áfengra drykkja, í fleiri löndum en á Norðurlönd- um. Fvrirmvndin að félöaunum er tekin úr starfi félaa- anna á Norðurlöndum og von manna er sú, að þetta verði til að styrkja bindindisstarf í þeim löndum er félög þessi starfa í. Ansvar hefur stutt dyggilega við bakið á starfi IAMA fyrstu fjögur árin og hefur starfsemin farið nokkuð vel af stað. Á aðalfund NUAT fóru Sigurður Rúnar Jónmunds- son, forseti BFÖ og Sveinn H. Skúlason fyrrum forseti BFÖ. Sveinn átti sæti í varastjórn NUAT s.l. tímabil. Á föstudeginum, fyrsta degi fundarins voru flutt þrjú er- indi um bílinn og áfengið. Prófessor M. Valverius greindi frá ýmsum rannsóknum er fram hefðu farið í Svíþjóð um áhrif áfengis á mannslíkamann og hve fljótt maðurinn missti hæfni sína til aksturs vélknúinna ökutækja, eftir að hafa neytt áfengra drykkja. Ljóst er að krafan um að lækka mörk leyfilegs áfengismangs f blóði niður í núllmarkið verður sífellt sterkari í hinum vestrænu löndum. Rune nokkur Andreasson flutti stór- fróðlegt erindi um bílamenningu í þróunarlöndunum. Ljóst er að á næstu árum og áratugum á bílum eftir að fjölga mikið í þróunarlöndunum. Bílamenningin er þar mjög frumstæð og í fæstum landanna er spurt um hvort ökumaður sé undir áhrifum áfengis eða ekki. Þetta eru stór vandamál og ekki síst vegna þess að framleiðendur bifreiða sjá í þessum löndum markað sinn um marga ókomna áratugi. Síðasta erindið flutti Bandaríkjamaðurinn W. Plymot. Hann er stofnandi tryggingafélags fyrir bind- indismenn. Tryggingarfélag þetta heitir Preferred Risk Mutual Insurance Company og tryggingartakar þess eru um 500.000. í máli hans kom fram, að um 33% bandarísku þjóðarinnar eru bindindismenn. Þessar upplýsingar komu mjög á óvart hjá mörgum fundar- manna, en voru staðfestar af fulltrúum Ansvar á fund- inum, en Ansvar hefur látið kanna bandaríska mark- aðinn með stofnun tryggingarfélags í huga. Skýringin á þessum mikla fjölda bindindismanna er m.a. hve trúarfélög ýmiskonar eru sterk víða um Bandaríkin. Á þetta þó sérstaklega við í hinum dreifðari byggðum. Samræmt bindindisstarf á þó erfitt uppdráttar vestan hafs. Astæðan fyrir því eru hin mörgu ríki, mismunur á lögum í þeim og jafnvel hugsanahætti. Þessar staðreyndir gera líka erfitt fyrir, hvað varðar að byggja upp samræmda refsilöggjöf vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Hvert ríki ræður sínum málum. Sumsstaðar eru einhverjar hömlur, annars staðar er allt galopið. Stór árangur náðist þó á síðasta ári í baráttunni gegn 4 áfengisakstri. Þingmönnum beggja deilda í Banda- ríska þinginu var farið að blöskra hvað sannanlega í mörgum tilfella dauðaslysa, ástæðan var akstur ölv- aðs ökumanns. Um tveir þriðju allra þingmanna á al- ríkisþinginu skrifuðu undir áskorun til Reagans forseta um að aðhafast eitthvað gegn þessum (voða) vanda. Undirskriftalistinn varð til þess að forsetinn skipaði nefnd er skildi gera tillögur til úrbóta. Ræða hins bandaríska gests var öll hin merkilegasta. Margt fleira merkilegt kom fram í henni, en í lokin lýsti hann mikl- um áhuga á auknu samstarfi við IAMA og hét að hafa forgöngu um að svo myndi verða. Mr. W. Plymot á einmitt sæti í fyrrnefndri nefnd er Reagan setti á lagg- irnar. Á laugardeginum var gengið til kosningu stjórnar fyrir bæði NUAT og IAMA. Torleif Karlsen sem verið hefur form. NUAT mörg undanfarin ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Formaður í hans stað var kjörinn Elver Jonsson fyrrum formaður MHF-Ungdom. Sú breyting varð á lögum NUAT að nú eru stjórnarmenn 5 í stað 3ja áður. Tillaga um þessa breytingu kom frá sænsk- um fulltrúa. Rökstuddi hann tillöguna með því að fulltrúar litlu fél- aganna fylltu yfirleitt alltaf varamannasæti stjórnarinnar og að það væri ekki eðlilegt í svokölluðu norrænu sam- starfi. Formaður MA í Noregi studdi tillögu þessa mjög ákveðið. Breytingin gerði það að BFÖ eignaðistfulltrúa í stjórn NUAT og er það Gunnar Þorláksson, fyrrum forseti BFÖ. Breyting þessi er mjög ánægjuleg fyrir okkur í BFÖ. Hún tryggir að við eigum alltaf stjórnarmann í NUAT og gerir gott samstarf félaganna á Norðurlöndunum enn betra. Það sem ef til vill var ánægjulegast við þessa óvæntu breytingu á lögum NUAT var að sænskur fulltrúi flutti tillöguna og hún fékk mjög sterkan stuðning norsku fulltrúanna. Hvað er svo ánægjulegt við það? Jú, breyt- ingin þýddi óbreyttan fulltrúafjölda norska og sænska sambandsins í stjórn NUAT, en stóraukinn kostnað við rekstur NUAT. Sá kostnaður lendir beint á stóru félögun- um í auknum gjöldum til NUAT. Alliraðilargerðu sérfulla grein fyrir þessu, en töldu þetta eðlilegt fyrirkomulag ef NUAT ætti að teljast samnefnari hinna norrænu félaga. Á þessum fundi var einnig kosin stjórn fyrir IAMA. Englendingur að nafni McPhearson var kjörinn for- maður. Maður þessi situr í stjórn Ansvar í Bretlandi. Það sem mörgum fannst nú einna mest spennandi við hann, er að hann er formaður knattspyrnufélagsins Nottingham Forest. McPhearson er stóriðjuhöldur og ferðast mjög víða, bæði vegna starfa síns og sem form. Notthingham Forest. Hann hittir fólk f fjölda landa og getur á þann hátt örugglega unnið málstaðn- um mikið gagn. Á sunnudeginum 29. ágúst tóku þingfulltrúar þátt í hátíðarhöldum í tilefni 50 ára afmælis Ansvars. Hátíða- höld þessi fóru fram á Skansinum, skemmtigarði þeirra Stokkhólmsbúa. Hátíðin var utanhúss og var hún með ívafi alvöru og gleði. Þekktir skemmtikraftar komu fram og voru þeir allir bindindismenn. Síðan var á milli atriða skotið

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.