BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 7

BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 7
r N I sumar eins og undanfarin sumur stóð Bindindisfé- lag ökumanna fyrir Ökuleikni [ samvinnu við Dagblað- ið & Vísi ásamt Sambandinu, véladeild, sem eins og kunnugt er hefur umboð fyrir Opel á fslandi. BFÖ stóð fyrir öllum undirbúningi og framkvæmd, en DV birti úrslit keppnanna. Þáttur Sambandsins var annars vegar að leggja til hluta af því fé, sem til þurfti vegna framkvæmda keppnanna, og hins vegar að leggja til tvo Opel Kadett sem notaðir voru í úrslitakeppninni. Keppnir urðu alls 24 talsins og var gífurleg aukning frá því í fyrra. Nú tóku alls 307 keppendur þátt í keppnunum en 250 í fyrra. Hafa því um 1000 kepp- endur tekið þátt í Ökuleikni frá því henni var hleypt af stokkunum 1978. Það geta verið margar ástæður fyrir auknum vin- sældum Ökuleikniskeppnanna. Eflaust vegur þyngst að hver sem hefur bílpróf og skoðunarhæfan bíl, getur verið með, því ekki er krafist neins aukabúnaðar enda er engin hætta fólgin í þátttöku í Ökuleikni. Hún bygg- ist fyrst og fremst á nákvæmni og leikni ökumanns ásamt þekkingu í umferðarlögunum. Úrslitakeppnin var haldin þann 11. september f Reykjavík. Keppt var í tveimur riðlum, karla- og kvennariðli. Úrslitakeppnin var mun viðameiri en undankeppnirnar og hófst dagskrá hennar kl. 9.00 að morgni og lauk með kvöldverðarboði, sem tryggingar- félagið Ábyrgð hélt til heiðurs þátttakendum, sem komnir voru alls staðar að af landinu. Mun meiri krafa var gerð til þátttakenda í úrslitakeppninni en í for- keppninni enda samankomið lið bestu keppenda af landinu. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og ekki hægt að sjá hver myndi sigra fyrr en á síðustu mínútum keppninnar og fór svo að einn félagi úr BFÖ sigraði. Hann heitir Jón S. Halldórsson úr Reykjavík og í öðru Einar Guðmundsson framkv.stj. BFÖ stjórnaði í sumar 26 ökulelkniskeppnum, 9 vélhjólakeppnum og 2 reiðhjóla- keppnum. • • Okuleikui ’8S Ökuleikni í Galtalækjarskógi. Frá úrslitum vélhjólakeppninnar í Reykjavik. Reiðhjólarall í Hafnarfirði. sæti var Ingvar Ágústsson frá (safirði. I þriðja sæti varð Þór Árdal frá Blönduósi. I kvennariðli varð efst systir Jóns, Fríða Halldórsdóttir og í öðru sæti varð Kristín Birna Garðarsdóttir. Þau Jón, Ingvar og Fríða munu verða fulltrúar íslands í norrænu Ökuleikninni sem að þessu sinni mun fara fram á Spáni í nóvem- ber n.k. Eins og áður hefur komið fram standa bræðrafélög BFÖ á hinum Norðurlöndunum fyrir sams- konar keppni hvert í sínu landi. Þau munu senda full- trúa sína til Opel-verksmiðja sem nýreistar haffa verið ( borginni Saragossa á Spáni. GM-OPEL munu standa fyrir þeirri keppni. Við islendingar erum bjart- sýnir um að ná góðum árangri á Spáni í haust. Kvennaökuleini Þegar BFÖ hafði haldið 23 keppnir var Ijóst að að- eins voru 18 konur af þeim 180 keppendum sem þátt höfðu tekið í keppninni. Til að jafna þetta svolítið var ákveðið að halda sérstaka kvennakeppni. Ekki voru forráðamenn keppninnar mjög bjartsýnir á að fjöl- mennt yrði í henni, enda ekki við öðru að búast, með tilliti til þátttöku kvenna fyrr um sumarið. Þótti mönnum því allt í lagi að halda hana í miðri viku, síðast í ágúst, þar sem myrkur skellur ekki á á þeim tíma fyrr en eftir 9 á kvöldin. Þar skjátlaðist forráðamönnum keppninnar hrapa- lega, því 27 konur mættu og hefur ökuleikniskeppni aldrei verið jafn fjölmenn og þessi. Fjöldi keppenda varð til þess að fresta varð keppni vegna myrkurs og halda áfram daginn eftir. Ekki létu konurnar það á sig fá og greinilegt er að kvennaökuleikni á fyllilega rétt á sér. Vegna fjöldans varð að senda 5 fulltrúa úr kvenna- keppninni í kvennariðilinn í úrslitakeppninni og stóðu þær sig vel. Slgurvegararnir I ökulelkni '82. Vélhjólakappi. Frá Galtalækjarskógi. Lagt í’ann. V 6 / 7

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað: 1.-2. tölublað (01.01.1982)
https://timarit.is/issue/179574

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1.-2. tölublað (01.01.1982)

Aðgerðir: