BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Blaðsíða 11
inn í öflun nýrra félaga úti á landsbyggðinni, en von-
andi bætir framhald þessa starfs úr því og þeir sem
kynnast félaginu sjái ástæðu til að gerast félagar og
leggja lið. Lokapunktur hverrar keppni er þátttaka sig-
urvegara í norrænni ökuleikni sem haldin hefur verið í
samvinnu við General Motors í Þýskalandi s.l. tvö ár.
Mikill ávinningur var að þeirri þátttöku sem jók víðsýni
og reynslu bæði keppenda og fararstjóra. Nokkur
kostnaður fylgdi utanferðum, en sem oftar kom
Ábyrgð hf. myndarlega til móts við vandann og verði
ferðirnar mögulegar. Góðaksturskeppni var haldin í
umsjá Reykjavíkurdeildar, sem gengið hefur vel. Þá
annaðist félagið framkvæmd ökuleikniatriða á þjóðhá-
tíðardaginn 17. júní 1980, en þátttakendur voru allir
félagar í Fornbílaklúbbi íslands, og kepptu á eldri
bílum. Þetta var liður í hátíðahöldum þjóðhátíðardags-
ins og vakti töluverða athygli.
FÉLAGAFJÖLGUN
Snemma þessa árs samþykkti stjórn BFÖ að efna
til herferðar er fékk yfirskriftina „Ég safna nýjum félög-
um“ og stóð hún yfir um þriggja mánaða skeið. Öllum
félögum BFÖ var send lítil blökk með eyðublöðum fyrir
nýja félaga. í tengslum við söfnunina var efnt til happ-
drættis, þar sem þeir einir fengu miða sem gerðust
nýjir félagar eða söfnuðu þeim. Átak þetta færði félag-
inu yfir 60 nýja félaga, en félagar eru nú 120 fleiri en í
upphafi starfstímabils.
LOKAORÐ
Ég hefi tekið þann kost að vera ekki langorður í
skýrslu stjórnar. Ég lít svo á að útsending stjórnarf-
undargerða og fundargerða framkvæmdaráðs hafi
heldur verið rök fyrir því, þar sem stjórnarmenn og
deildarstjórarnir geta með þeim hætti fylgst með starfi
stjórnar jafnóðum. Ég tel nauðsynlegt að þetta þing
ræði svo sem kostur er hvað betur mátti fara, og
byggi á þeirri reynslu umræður um framtíðarverkefni
félagsins. Að fortíð skal huggja er framtíð skal byggja.
Margt hefðum við viljat gera meira og betur. Margar
hugmyndir hafa ekki náð fram að ganga vegna tíma-
skorts, en við skulum reyna að nýta þær á næsta
starfstímabili.
Ég hef ákveðið að láta af starfi forseta BFÖ á
þessu þingi. Starfstímabilið hefur veitt mér mikla
ánægju og samstarf við samstarfsmenn verið mjög
gott. Ég ber engan kviða fyrir áframhaldandi starfi
BFÖ þótt einhverjar mannabreytingar verði í stjórn.
Til þess er mannaval of mikið og sá starfsandi
sem ríkt hefur ráðið ferðinni. Um leið
og ég þakka fyrir það tækifæri sem mér var veitt
í forystuhlutverki, vil ég þakka þeim sem með mér hafa
starfað og oftlega bjargað mínu skinni í timans önn
og amstri. Ég undrast oft þá fórnfýsi sem félagar hafa
sýnt er starfað er að málefnum félagsins, en trúlega
er það sú kenning sem ræður að vitundin um að góðu
málefni er lagt lið, er meiri hvíld en nokkurn grunar og
svo hitt að velgengni í góðri samvinnu er hvatning til
enn meiri starfa.
Hvetjum aðra til þátttöku í starfi að bindindi og
bættri umferðarmenningu. Gunnar Þorláksson.
Eftirtaldir aðilar hafa styrkt Öku-
leikni BFÖ 1982 og færum við
þeim bestu þakkir fyrir.
Pennaviðgeröin, Ingólfsstræti 2, 101 Rvík,
S.13271
Prenthúsið sf., Barónsstíg 11 b, 101 R.,
S.26380
Radíóstofa Vilbergs og Þorsteins,
Laugavegi 80, 105 Rvik, S. 10259
Rafeindaiðjan, Skeifunni 4, 108 Rvík, S. 83311
Rafgeymasalan hf., Dalshrauni 1,220 Hafnarf.
S.51275
Ragnar Björnsson-húsgagnabólstrun,
Dalshrauni 6, 220 Hafnarf. S. 50397
Regnbogaplast-Skiltagerð og plastiðnaður,
Hverfisgötu 74, 101 Rvík S. 25570
Samvinnutryggingar gt, Ármúla3, 105 Rvík,
S.81411
Sjónvarpssmíðastöðin sf., Síöumúla 2,
105 Rvík.S. 39090
Studíó Guðmundar, Einholti 2, 105 Rvík,
S. 20900
Söluturninn Hárið, Efstalandi 26, 108 Rvík,
S. 39522
Söluturninn v/Sogaveg, Sogavegi 1, 108 Rvík
S. 31060
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Aðalstræti 6,
101 Rvik, S. 22280
Tómas Einarsson-tannlæknastofa, Æsufelli 6.
109 Rvík, S. 75708
Þumalína-barnafataverslun,
Tumi Þumall-matvöruverslun
Leifsgötu 32, 101 Rvík, S. 22544
Úðafoss-fatapressa, Vitastíg 13, 101 Rvik,
S. 12301
Vatnsvirkinn hf., Ármúla 21,105 Rvík,
S. 85966
Verkfræðistofan Itak hf., Melhaga 5,
107 Rvik, S. 26305
Verzlunarbanki Islands hf., S. 27200
Verslunin Anna Maria, Laugavegi 11,
101 Rvík, S. 29430
Verslunin Blóm og kerti, Eddufelli 2,
109 Rvík, S. 78100
Verslunin Casa, Borgartúni 29, 105 Rvík
S.20640
Vougehf., Skólavörðustíg 12, 101 Rvik,
S.82871
Skoifunni 17
108 Roykjavík — tcoland
R»nl - A . Car • Tat.: • 81300 • 813S7 • (7*000 • 43205)
BMALEíGA
Bjðrn & Jón sf.,
c/o Bilaryðvðrn hf.,
11