BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 3
Óli H. Þórðarson:
„Ég fer í fríið ...“
Þvílík tilfinning. Nú skal ég sko njóta
lífsins, slappa af og láta mér líða vel. Svo hef
ég nægan tíma til þess að gera ýmislegt sem
lengi hefur staðið til, dytta að húsinu, vinna í
garðinum o.s.frv. Nú svo auðvitað að skreppa
út fyrir borgarmörkin og njóta friðsællar dval-
ar í sveit, íjarri ys og þys. Já - ég hlakka til.
Hversu margir hafa ekki hugsað eitthvað
svipað á þessum árstíma. Tilhlökkunin, þessi
dýrlegi eiginleiki, ræður ríkjum og allt er svo
óumræðanlega fagurt. En hvað ætli þeir séu
margir sem alls ekki geta leyft sér þann mun-
að að taka sér sumarleyfi af íjárhags- eða
félagslegum ástæðum.
A mér brennur og spurningin: Hversu
margir hafa ekki haldið út á vegi landsins
með tilhlökkun í brjósti - en ferðalokin orðið
önnur en ætlað var. Sumarleyfi hafa breyst í
hörmungar alvarlegs umferðarslyss, brjóst
með tilhlökkun orðið að krömdu líffæri, e.t.v.
einu af mörgum, áfangastaður í sumri og sól
orðið að hvítmálaðri sjúkrastofu. Græni litur-
inn sem vera átti í öndvegi varð rauður. Mað-
urinn á leið í frelsi náttúrunnar situr nú í
ófrelsi hjólastóls eða liggur og ímyndar sér
himinblámann þegar hann horfir upp í loft
sjúkrastofunnar. Hann kann utanað alla
drætti í málningunni og hugsar hvað það sé
nú í raun lítið mál að spartla í sprunguna út
frá ljósastæðinu - hefði hann bara mátt í bein-
um.
Imyndunaraflið heltekur hann. Málningar-
vinnan færist út af spítalanum. Fyrr en varir
er hann farinn að skeyta brotum úr bíl sínum
saman, og hann dregur spartlið yfir ójöfnurn-
ar og það er svo skrýtið hvað þetta er allt sam-
an auðvelt. Slípivélin hristist í höndum hans
og það er ólýsanlega þægileg tilfinning. Það er
máttur í vélinni - máttur sem breytist í
ímyndað þrek hjá honum sjálfum. Og þarna er
suða sem þarf að jafna. Slípirokkinn í gang.
Þetta stórkostlega hljóð sem hann heyrir fyrir
sér hefur yfir sér einhvern unað er minnir á
kraft og heilbrigði. Neistaflugið kveikir innri
eld í krömdu brjósti hans. Það kemur móða
innan á gleraugun og hann fellur í mók.
Komið var að lokum vinnuviku — föstudag-
ur. Veðrið var eins og best verður á kosið.
Maðurinn á smurstöðinni hafði orð á því að
hann vildi sjálfur vera á leið upp í sveit. Stúlk-
an sem afgreiddi hann á bensínstöðinni var
léttklædd og hún gantaðist við hann á meðan
hún fyllti geyminn. Konan var búin að taka til
nestið og allt tilheyrandi þegar hann kom
heim. Hann hafði snör handtök við að koma
tjaldinu og öllu því er fylgir útilegu og fríi í
sveit fyrir í bílnum. „Eg fer í fríið“ heyrði
hann sungið í útvarpinu. Hversu oft hafði
hann ekki heyrt þetta og öfundað þá er voru að
fara í frí, en nú var komið að honum sjálfum -
langþráð sumarleyfi framundan. Fyrsta helg-
in í júlí.
Bíllinn bókstaflega lék í höndunum á
honum. Það hvein öðruvísi í honum þegar út á
mölina var komið. Þetta var góður bíll - sá
besti sem hann hafði nokkurn tíma átt. Hann
fann ilminn af nýglóðuðum kótilettum. „Ek-
urðu ekki of hratt góði minn“ heyrði hann allt
í einu sagt. Hann var vanur því að heyra
svona athugasemdir við og við í hverri ferð.
En samt vildi hún helst aldrei setjast undir
stýri. „Þú ert miklu öruggari bílstjóri elsk-
an mín“ sagði hún, og líklega var það alveg
rétt hjá henni. A.m.k. hafði hann mun meiri
reynslu. „Heyrðirðu fréttirnar klukkan
fjögurV" spurði hún, „það skildi enginn í því að
hann siíipp lifandi“ hélt hún áfram. „Hann
sagði að bílbeltið hefði án efa bjargað sér -
bíllinn fór margar veltur.“ Það var heilmikill
sannfæringarkraftur í rödd hennar. „Heyrðu
- finnst þér ekki að þú ættir að breyta um
skoðun á bílbeltunum - þeir segja að svo til
alltaf séu þau til góðs.“ Þetta hafði hann heyrt
áður, og hann kunni framhaldið orðrétt. „Eg
er a.m.k. sannfærð um gildi þeirra.“ Hann tók
eftir að hún lagði áherslu á orð sín með því að
taka í beltið fyrir framan sig. Auðvitað var
BFÖ-BLAÐIÐ
Útgefandi: Bindindisfélag ökumanna,
Lágmúla 5, 108 Reykjavík, sími 83533
Ritnefnd: Sigurður Rúnar Jónmundsson (ritsj. ogáb.m.),
Halldór Árnason og Jónas Ragnarsson
Myndir: Guðjón Einarsson o. fl.
Setning: Ljóshnit
Prentun: Libris JUU
Bókband: Arnarfell Upplag: 3200