BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 5

BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 5
Ökuleiknin er hafin Bindindisfélag ökumanna mun í sumar, eins og undanfarin sumur, standa fyrir keppni í ÖKULEIKNI. Árið 1985 var metár í 8 ára sögu ÖKU- LEIKNINNAR. Þá voru keppendur rúmlega 600 og hafa nú 2100 ökumenn tekið þátt í öku- leikni frá upphafi, árið 1978. Nokkur íjölgun verður á keppnisstöðum í ár, en keppt verður á 33 stöðum um landið að íslandsmeistarakeppninni meðtalinni. í Öku- leikninni verður keppt í karlariðli og kvenna- riðli en auk þess verður á hverjum stað haldin reiðhjólakeppni, og keppt þar í tveim riðlum, annars vegar á aldrinum 9-11 ára og hins vegar á aldrinum 12 ára og eldri. Bindindisfélag ökumanna hefur fengið til liðs við sig í Ökuleikninni MAZDA umboðið BÍLABORG hf. sem mun gefa vegleg verðlaun í íslandsmeistarakeppninni, MAZDA 626 árgerð 1987. Einnig mun umboðið lána bíla til úrslitakeppninnar, ásamt íjárhagslegum stuðningi. í reiðhjólakeppninni fékk félagið reiðhjólaverslunina FÁLKANN hf. til liðs við sig. Mun Fálkinn meðal annars gefa öll verð- laun í hverri hinna 32 keppna og auk þess gefa tvö gullfalleg reiðhjól, sem tveir heppnir keppendur fá í haust. Þá lét Fálkinn hf. í té reiðhjól, sem notað verður við reiðhjólakeppn- ina í sumar. Fyrsta keppnin fór fram þriðjudaginn 10. júní en það var svokölluð pressukeppni, þar sem mættu fulltrúar allra fjölmiðlanna og spreyttu sig. Fyrsta almenna keppnin var haldin í Reykjavík laugardaginn 14. júní. Ökuleiknin byggist á tveimur þáttum aðallega, annars vegar á umferðarspurningum, og hins vegar á þrautaakstri, þar sem hæfnin skiptir mestu máli. Allir er hafa ökuleyfi og skoðunarhæfan bíl, geta tekið þátt í keppninni, gegn vægu þátttökugjaldi, og ekki er nein hætta á að bíl- ar skemmist í keppninni. Miðvikudaginn 18. júní hófst hringferð ökuleikninnar og var byrjað á því að fara aust- ur um og keppt á Hellu. Auglýsingar verða hengdar upp á hverjum stað, þegar þar að kemur. Sigurvegarar úr hvorum riðli munu fara í úrslitakeppnina þann 6. september og eins og fyrr sagði, verða vegleg verðlaun. Sigurvegar- ar fá utanlandsferð með Arnarflugi auk bikarverðlauna. Sá er þá ekur villulaust í gegnum þrautaplanið, hlýtur MAZDA bílinn að launum. Keppnisáætlun 1986 Þriðjud. lO.júní Pressukeppni Reykjavík laugard. 14. júní Reykjavík miðvikud. 18. júní Hella fimmtud. 19.júní Höfn föstud. 20. júní F áskrúðsQörður laugard. 21. júní Eskifjörður sunnud. 22. júní Seyðisfjörður mánud. 23.júní Egilsstaðir þriðjud. 24. júní Vopnafjörður miðvikud. 25.júní Húsavík fimmtud. 26. júní Akureyri föstud. 27. júní Dalvík laugard. 28. júní Sauðárkrókur sunnud. 29. júní Blönduós mánud. 30. júní Búðardalur þriðjud. l.júlí Ólafsvík miðvikud. 2. júlí Stykkishólmur fimmtud. 3. júlí Patreksfjörður föstud. 4. júlí Þingeyri laugard. 5. júlí Flateyri sunnud. 6-júlí ísafjörður mánud. 7. júlí Hólmavík þriðjud. 8. júlí Borgarnes mánud. 14. júlí Keflavík þriðjud. 15. júlí Akranes miðvikúd. 16. júlí Selfoss fimmtud. 17. júlí Garður mánud. 21. júlí Kópavogur þriðjud. 22. júlí Grindavík miðvikud. 23. júlí Þorlákshöfn fimmtud. 24. júlí Hafnarfjörður laugard. 2. ágúst Galtalækur íslandsmeistarakeppni verður síðan í Reykja- vík laugardaginn 6. september. Á forsíðu er rnynd frá „Pressukeppninni“ í Reykjavík, 10. júní, en þar sigraði Ómar Ragnarsson í reiðhjólakeppninni.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.