BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 8

BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 8
I sumarfríi um hverja helgi Rætt við Torfa Ágústsson, áhugamann um útivist Einn af þeim félagsmönnum BFÖ, sem stunda útivist af kappi er Torfi Agústsson verslunarmaður. Hann hefur starfað í bind- indissamtökum um árabil og verið hrókur alls fagnaðar hvort sem um er að ræða skemmti- kvöld eða skemmtiferðir. Við báðum Torfa að gefa lesendum góð ráð í sumarbyrjun. Hvað er það sem gerir útivist og náttúru- skoðun eftirsóknarverða? Útivist er vítamín fyrir sál og líkama. Ef maður er þreyttur, þá er hvíld í því að ganga með sjó eða upp til fjalla. Allir geta ferðast, en verða að velja ferðamáta eftir getu. Ég hef stundað Qallferðir frá því um fermingu. Fyrst með Farfuglum, síðan mikið með ungtempl- urum og svo ýmsum ferðafélögum. Núna fer fjölskyldan öll saman í tjaldútilegu og höfum við hjónin látið drengina okkar sofa í tjaldi strax á fyrsta ári. Góðir ferðafélagar, hæfileg áreynsla, útsýni og „að sigra tindinn“ skilur mikið eftir, og jafnt 2 ára sem sjötugir geta notið þess að ganga á „fjöH“ þótt lítil hæð dugi veikum fótum. Er þetta ekki dýrt áhugamál á tímum tíma- leysis vegna lífsgæðakapphlaups? Dýrt, það þarf ekki að vera dýrt, en ef allt sem til þarf er keypt í einu lagi og valdar dýrar ferðir er auðvitað hægt að reikna út háar kostnaðartölur. Það sem þarf til að stunda fjallaferðir er raunverulega aðeins áhugi og góðir ferðafé- lagar. Við þurfum öll að eiga fatnað fyrir íslenskt vetrarveður og þá vantar bara góða gönguskó. Ég er ennþá að eignast góðan ferða- útbúnað eftir rúmlega 25 ára ferðamennsku, bakpokinn minn hefir enst í 20 ár, svefnpok- inn í 15 ár. Helgarferð með Ferðafélaginu, eða bensín á bílinn kostar jú dálítið, en frá því mætti draga t.d. kostnað vegna reykinga og drykkju og ánægjan er ólíkt meiri. Ég hef kynnst fleiri góðum félögum í einni helgarferð heldur en með þaulsetu á danshúsi heilan vetur. í erfiðri ferð bindast ótrúlega 8 sterk vináttubönd, sem endast lengi. Okkur grunar að áhugi þinn á útivist sé ekki bundinn við sumartímann. Nei, það er satt, vetrarveður á íslandi er ekki eins slæmt og okkur finnst þegar við sitj- um í hlýjum húsum og horfum út um gluggann. Við förum oft á veturna upp í Skálafell, fyrst sem unglingar í ævintýraleit. Ungtemplarar byggðu skíðaskála Hrannar í Skálafelli, þar gistum við oft, og frá því að drengirnir fæddust hafa þeir dvalið þar með okkur. Fyrst drógum við þá á þotum í burðar- rúmi og létum þá sofa við brekkurótina meðan við renndum okkur. Þriggja ára byrja þeir svo á skíðum. Anægjan skín úr svip 5 ára polla sem stendur rjóður í kinnum á brekkubrún og horfir yfir iðandi skíðabrekku, til Þingvalla og á Hengilinn, rennir sér svo niður brekkuna og vill eina ferðina enn. Við hjónin förum á gönguskíði um miðjan daginn þegar biðraðir myndast við lyfturnar. Það er gaman að sjá hve þeim Qölgar sem maður mætir á göngu- brautinni á hverju ári. Eru ferðafélagar þínir allir bindindismenn? Nei, reyndar var ég í ferðahóp fyrir 20 árum, sem fór margar Qallaferðir og þar var aldrei haft áfengi með og þegar ég fór að stunda danshúsin varð ég undrandi að hitta þar félaga úr þessum hópi undir áhrifum áfengis. Ég hafði ekki hugleitt það að flest í glaðværum hópi í Hrafntinnuskeri, á „Laugaveginum", milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.