BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 9

BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 9
Torfi á Hágöngu við Sprengisandsleið. Horfir til Vonar- skarðs. þeirra neyttu áfengis. Ég á reyndar mjög marga ferðafélaga sem eru bindindismenn en það er regla í flestum þeim ferðum sem ég fer að hafa ekki áfengi með og sem betur fer er það t.d. venjan hjá Ferðafélagi íslands og öðr- um virtum ferðahópum. Hvernig samrýmist áfengisneysla útivist, t.d. íÞórsmerkurferðum? Undantekning frá góðum ferðum eru fyrir- tækisferðir, og það er ömurlegt að vera inni í Þórsmörk með eða nálægt „venjulegri“ fylli- ríisferð eins og þar sést stundum. Fyrirtækis- ferðir með fylliríi þurfa að leggjast niður. Ferðafélag íslands, Skógræktin og sýslu- menn þurfa að taka höndum saman og vernda staði eins og t.d. Þórsmörk. Þessir aðilar eiga að sjálfsögðu ekki sök á fylliríinu, en gætu gert meira til verndar. Þeir sem hafa verið í Galtalækjarskógi um Verslunarmannahelg- ina undrast að svo margir geta unað sér vel í útilegu. Það er hægt ef aðbúnaður er góður og ef ekki er fyllirí. Hinn „nýi lífsstíll“ leggur áherslu á heil- brigða sál í hraustum líkama. Hefur orðið breytingá viðhorfi útivistarfólks til bindindis- semi? Já og nei, sumir sem hafa tekið upp á því að trimma og rækta sál og líkama telja áfengi sjálfsagt, hressandi og jafnvel bráðhollt. Eg tel að þeir horfi þó aðeins á eina hlið málsins. Ef maður spyr suma þessara um drykkju barna og unglinga þá fallast þeim hendur, málið er alvarlegt, það verða einhverjir að gera eitthvað. Menn vilja vernda börnin, forða unglingunum frá voðanum, reyna að hækka aldurinn þegar þau byrja. Auðvitað væri for- dæmi fullorðinna áhrifaríkt. En bíðum nú við, verð „ég“ að vera fordæmi fyrir barnið mitt? Kannski þarf nú heilbrigð sál í hraustum lík- ama að fara að hugsa líka. Hvaða gildi hefur þátttaka þín í bindindis- starfi haft áþig og fjölskyldu þína? Það að starfa í félagsskap með jákvæð markmið er mjög gott, en fyrst og fremst leita menn eftir góðum félagsskap. Ég byrjaði að starfa með ungtemplurum sautján ára, þar kynntist ég mörgum af mínum bestu vinum. Þegar við höfðum sinnt okkar áhugamálum til skemmtunar varð þörf fyrir alvarlegra starf við stjórnun, fræðslu og hugsjónir. Það er ómetanleg reynsla og ómæld ánægja sem fæst út úr slíku starfi. Við hjónin störfum nú í Skíðadeild Hrannar. Þar njóta börnin sín líka. Við erum í ferðaklúbbi þar sem áfengi er útilokað, þar koma börnin með. Við störfum í Hjónaklúbbi bindindismanna, vöknum á sunnudags- morgni eftir skemmtun án timburmanna, börnin venjast því að eftirköst skemmtana eru góðar minningar. Vonandi er þetta gott veganesti. Hvað vilt þú ráðleggja þeim sem hafa litla reynslu í útivistarferðum? Ef þú átt lítið barn farðu niður í fjöru með leikföng (skóflu, fötu, bíla). Gakktu með á eða læk (í Reykjavík t.d. Elliðaánum), gáðu að fuglum og blómum. Viðurkenndu strax að ullarnærföt og vind- held hlífðarföt er eðlilegur sumarfatnaður á íslandi. Það er sjaldan „vont veður“ en oft „illa klætt fólk“. Góður skófatnaður er nauðsynlegur, liprir gönguskór í skemmtiferðir, harður sóli í erfið- ari ferðir. Landakort og áttavita geta menn þjálfað sig í að nota, en í óbyggðaferðum er nauðsynlegt að kunna vel að átta sig. Dagsferðir og helgar- ferðir með félögum eins og Ferðafélagi íslands er góður skóli, þar leiðbeina fararstjórar. Það nauðsynlegasta er áhugi, og næst kemur góð- ur ferðafélagi. Góða ferð. 9

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.