BFÖ-blaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 6

BFÖ-blaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 6
leiðin til að gera sér grein fyrir hversu mikill mengunarvaldur hver bílvél er. Bifreiðaskoðun og mengunarmælingar Reyndar stendur til að Bifreiðaskoðun íslands hf. hefji mælingar á kolsýrlingi í út- blæstri bíla eftir næstu áramót. Það eitt, sam- fara settum hámarksgildum fyrir kolsýrling, getur jafnvel orðið til þess að ná undraverðum árangri í hreinsun útblásturslofts frá bílum. Með þessu móti verða margir þeirra sem lengi hafa trassað viðhald bílsins síns skikkaðir til þess að fara með hann í vélarstillingu til þess að komast í gegnum skoðun. Það mun hafa bæði hreinna loft og minni eldsneytiseyðslu í fór með sér. í ljósi árangurs þessara aðgerða má síðan vega og meta hvort ástæða sé til að gera kröfu um hvarfa á öllum nýjum bílum frá og með 1. janúar 1992. Núna, þegar mengun og þó sérstaklega mengunarvarnir í formi hreinsibúnaðar fyrir útblástur er orðið tískuhugtak, er sú hætta fyllilega fyrir hendi að það gleymist að til eru fleiri mengunarvaldar sem tengjast bílum. Sumir þeirra standa okkur ólíkt nær heldur en óbrunnin kolvetni í afgasi. Hvað til dæmis með hljóðmengun og olíulekamengun frá öku- tækjum? Hvað með óþarfa reykmengun frá díselbílum? Hvað með tjöruþvottinn sem dag- lega á sér stað á bílþvottastöðinni beint fyrir utan gluggann minn í vinnunni þar sem tjöru- eyðirinn rennur óhindrað ofan í jörðina eða ofan í holræsakerfi borgarinnar? Tjöruþvotta- fólkið heldur því fram, að ekki fari að bera á tjöru á bílum fyrr en byrjað er að salta á haust- in. Og hvað þá með saltmoksturinn? Samt er þetta allt saman kannski hjóm og hismi gagnvart þeim mengunarvaldi sem lík- ast til á mest eftir að breiða úr sér í framtíð- inni en hefur til skamms tíma verið álitinn hinn mesti meinleysingi, koltvísýringurinn. Gegn myndun hans og þeim gróðurhúsaáhrif- um sem hann veldur eru aðeins tvö ráð til, að brenna minna eldsneyti eða rækta meiri skóg. í þeim efnum verður áreiðanlega mun fljót- virkara að minnka bruna, t.d. með því að stór- skerða eða taka alfarið fyrir notkun bíla með brunavélum heldur en að rækta nýjan skóg. Eftirtaldir aðilar senda lesendum bestujóla- og nýársóskir Vélaverkstæði J. Kjartanssonar Helluhrauni 4 • Hafnarfirði V erslunarmannafélag Reykjavíkur Kringlunni 7 • Reykjavík Vélsmiðja Bolungarvíkur hf. Hafnargötu 53 • Bolungarvík Verslunarmannafélag Suðurnesja Hafnargötu 28 ■ Reykjavík Vélsmiðja Sigurðar H. Þórðarsonar Skemmuvegi M16 • Kópavogi Verslunin Hornið • Hringbraut 99 • Keflavík Verslunin Hvammsval • Hlíðarvegi 29 • Kópavogi Vélstjórafélag íslands • Borgartúni 18 ■ Reykjavík Verkamannafélagið Dagsbrún Lindargötu 9 • Reykjavík Vinnufatabúðin • Hverfisgötu 26 • Laugavegi 76 og Kringlunni • Reykjavík Visa-Island ■ Höfðabakka 9 • Reykjavík Verkamannafélagið Hlíf Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði Vörubílastöðin Þróttur Verkfræðistofa Braga Þorsteinssonar og Eyvindar Valdimarssonar Bergstaðarstræti 28a • Reykjavík Borgartúni 33 • Reykjavík Vöruhappdrætti SÍBS Suðurgötu 10 • Reykjavík V erslunarmannafélag Hafnarfjarðar Strandgötu 33 • Hafnarfirði Öryrkjabandalag íslands Hátúni 10 ■ Reykjavík

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.