BFÖ-blaðið - 01.12.1989, Side 9
2. Ég geri ráð fyrir, að það sé
einna brýnast, hvað áfengisvarn-
ir varðar, að breyta þessu við-
horfi. Það þarf að vera þannig, að
það sé sjálfsagt að vera bindindis-
maður. Auðvitað eigum við að
beita öllum þekktum ráðum við
áfengisbölið. Hugarfarsbreyting
meðal æskufólks er aðalatriðið.
Hlutverk foreldra og kennara
skiptir mestu máli. Börnin okkar
þurfa að læra og vita, að það er
ekkert „spes“ að drekka ekki. Það
er það, sem er eðlilegt.
Gísli Sigurbjörnsson
forstjóri:
1. Áfengi er bölvaldur, sem eyði-
leggur líf og hamingju. Þess
vegna er ég því andvígur og tel, að
áfengisflóðaldan sé mikil ógæfa
fyrir okkar þjóð.
2. Reyna verður með öllum til-
tækum ráðum að opna augu þjóð-
arinnar fyrir þessari ógæfu, sem
nú ógnar öllum heimi. Áfengið er
þjóðarböl.
Pétur Sigurgeirsson
biskup:
1. Það hefur verið sérstaklega
brýnt fyrir ungu fólki að ánetjast
ekki vímugjöfum, áfengi og öðr-
um nautnalyfjum. Áfengið er
hættulegur drykkur eins og önn-
ur vímuefni. Ég vara þig, ungi
vinur, við því böli, sem af því get-
ur leitt að drekka áfengi. Nú er að
vakna hreyfing í landinu til að
forða unglingum og öllum mönn-
um frá drykkjuskap og böli þess.
Besta leiðin til þess að forðast
áfengisbölið er að byrja aldrei á að
drekka áfengi. Ég tók ungur þá
ákvörðun að hafna áfenginu og
hef óteljandi sinnum orðið að
segja: Nei takk! - þegar mér er
boðið áfengi. Ég tel það vera eitt
af mínum gæfusporum í lífinu.
„Sérhver, sem tekur þátt í
kappleikjum, er bindindissamur í
öllu.“ (I. Korintubréf, 9. kafli, 25.
vers). Áfengið skemmir vöðva-
frumur hjartans, veldur skemmd-
um á heilavef og orsakar lifrar-
þenslu. En verst er þó að áfengið
getur auðveldlega gert manninn
ósjálfbjarga. í ölæði gera margir
það, sem þeir myndu aldrei hafa
gert ódrukknir. Varastu að fikta
við allt, sem heitir fíkniefni, láttu
engan fá þig til þess að prófa þá
hluti. „Vökum og verum algáðir.“
(I. Þessalonikubréf, 5. kafli, 6.
vers). Heilræðin eru til þess að
halda þau. Boð og bönn eru til
þess að lifa eftir þeim. „Varðveit
þú, son minn, boðorð föður þíns og
hafna eigi viðvörun móður þinn-
ar.“ (Orðskviðirnir, 6. kafli, 20.
vers).
Feðgar óku eitt sinn í bíl sínum
um Miklubraut í Reykjavík. Fað-
irinn sat við stýrið og stillti þann-
ig hraða bílsins, að hann fékk allt-
af grænt ljós götuvitans og hélt
viðstöðulaust áfram. Sonurinn
tók eftir þessu og sagði: „Pabbi,
það er eins og ljósmerkin séu gerð
fyrir okkur." Þannig er því farið
1. Hver er afstaða þín til áfengis
og hvað ræður henni?
2. Hvað finnstþér brýnast aðgera
í áfengisvörnum?
með frelsið, sem okkur er gefið og
er svo dýrmætt. En það er ekki án
takamarkana, sem þeir verða
sjálfir að temja sér og leggja á sig,
sem frelsis njóta.
Ég varð þess strax áskynja sem
unglingur, að heillavænlegast
væri að forðast áfengi. Má þar
nefna til barnastúkur og skátafé-
lagsskap og þann anda sem ríkti á
heimili mínu. Síðan, þegar ég
reyndi að feta veginn með öðrum,
lagði ég áherslu á að best væri fyr-
ir unglinga að neita sér algerlega
um áfengi og vildi reyna að vera
fyrirmynd að þessu leyti og
aðhyllast bindindi.
í nútíma þjóðfélagi þar sem
árvekni er miklu þýðingarmeiri
en áður er mikilvægt að fólk sé
alls gáð. Það er ákaflega mikil
þversögn, að mesta gróðafyrir-
tæki ríkisins skuli vera Áfeng-
isverslunin.
2. Þar sem áfengir drykkir eru
boðnir, ættu óáfengir drykkir
jafnframt að vera á boðstólum. Þá
er ekki síður mikilvægt, að börn
átti sig á því þegar þau vaxa úr
grasi að ekki eigi að nota áfengi.
Hinir eldri ættu að reyna að vera
hinum yngri fordæmi í að rækta
þann siðferðisstyrk að nota ekki
áfengi.