BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Page 8
Heilbrigt líf - án áfengis, 4. hluti:
Lífsstíll til fyrirmyndar
í síðustu þremur blöðum höfum
við birt svör þrjátíu þekktra
íslendinga við spurningum um
bindindi og áfengisvarnir. Hér
bætast við svör fjórtán karla og
kvenna. í næsta blaði lýkur þess-
um þætti í blaðinu og í næsta
blaði þar á eftir verður tekið sam-
an það helsta sem fram hefur
komið.
Spurt er:
1. Hver er afstaða þín til áfengis
og hvað ræður henni?
2. Hvað finnstþér brýnast aðgera
í áfengisvörnum?
Árný Jóhannsdóttir,
umsjónarmaður
Töfraglugga Ríkis-
sjónvarpsins:
1. Ég veit, að áfengi er skaðvald-
ur. Mér þykir of vænt um sjálfa
mig til þess að vera ekki ég sjálf,
og ég þarf ekki á því að halda að
neinu leyti. Áfengi er aldrei lausn.
2. Fólk ætti að fá að sjá og heyra
meira um hvers konar skaðvaldur
áfengi er, bæði manneskjunni
sjálfri og líkamanum, sem og
umhverfinu. Mikilvægt er að
meiri upplýsingar séu til fyrir
unglingana, því þeir eru næsta
kynslóð sem á að taka við af
okkur. Áfengi leysir ekki nein
þjóðfélagsleg vandamál. Brýnt er
að hafa uppi áróður fyrir ungling-
ana, þar sem þeir eru svo áhrifa-
gjarnir og sýna þeim fram á,
hversu mikið böl áfengið sé. Ég
hefi aldrei heyrt talað um áfeng-
isblessun.
Benedikt Sveinsson,
læknir:
1. Afstaða mín til áfengis byggist
á þeirri trú, að það sé hollast
hverjum einstaklingi að temja sér
jákvætt hugarfar, forðast að bæla
tilfinningar, vera opinn og veita
öðrum gleði. Sá, sem ræktar þessa
eiginleika, þarf hvorki áfengi né
aðra vímugjafa til að líða vel og
finna hamingjuna.
2. Aðalaupphraustaogjákvæða
æsku. Að foreldrar og aðrir uppal-
endur gefi sér góðan tíma til að
ræða við börn og unglinga þessa
lands og sýni þeim traust og
umburðarlyndi, en umfram allt
gott fordæmi.
Eðvarð Ingólfsson,
rithöfundur:
1. Ég hef aldrei haft áhuga á að
ganga í félag með þeim sem trúa á
að Bakkus færi þeim meiri ham-
ingju, betri skemmtun og gleggri
dómgreind en áður. Það er and-
stætt lífsskoðunum mínum. Ég lít
svo á að lífið sé Guðsgjöf og okkur
beri skylda til að fara vel með það.
Besta leiðin í því sambandi er að
forðast allt það sem brýtur sálar-
heill niður en einbeita sér þeim
mun meira að því sem byggir
hana upp. Ég hef ekki ennþá hitt