BFÖ-blaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 9

BFÖ-blaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 9
Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík: „Ég er hlynntur því að þessi mörk séu færð niður eins langt og hægt er. Kjarninn í þessu máli er að menn setjist ekki undir stýri hafi þeir neytt áfengis.“ Egill Stefánsson formaður Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM): „Persónulega er ég hlynntur því að færa þessi mörk niður. Við þekkjum það vel innan okkar hóps hvaða afleiðingar ölvunarakstur hefur. Það mætti þess vegna þyngja refsingar og hækka sektir. Það er of vægt tekið á ölvun- arakstri nú. Það er líka spurning hvort ekki á að hækka aldursmörk við ökupróf.“ Guðbrandur Bogason formaður Ökukennarafélags íslands: „í greinargerð með frumvarpinu er sagt að því sé ætlað að taka af allan vafa um að neysla áfengis og akstur fari ekki saman. Hér á aðeins að gilda ein regla: Hafi menn neytt áfengis eiga þeir ekki að aka. Gæta verður að því að þessi ráðstöfun verði ekki einungis til þess að þeim fjölgi sem teknir eru vegna ölvunaraksturs og til að auka sekt- arfé sem fer í ríkishítina heldur þarf að útrýma ölvunarakstri. Þess vegna þarf, sam- hliða þessari ráðstöfun, að auka verulega almannafræðslu um það hvenær og hve lang- an tíma það tekur líkamann að losa sig við áfengisáhrif. Það er staðreynd að mikill fjöldi fólks gerir sér alls ekki grein fyrir því hve langur hann er. Ég styð þetta frumvarp.“ Guðfinna Eydal sálfræðingur í Sálfræðistöðinni: „Ég er fylgjandi þessu frumvarpi. Það hefur tvímælalaust gildi að mörkin í þessu séu afdráttarlaus. Það hefur mikið uppeldislegt gildi, einkum fyrir ungt fólk sem ekki hefur enn næga innri stjórn. Því getur reynst erfitt að meta hvenær það hefur drukkið of mikið til að aka ef boðið er upp á þann möguleika í lögunum á annað borð. Til að ungir ökumenn læri að áfengi og akstur fer ekki saman þarf skýrar línur um boð og bönn þannig að ekki fari á milli mála að akstur komi ekki til greina eftir að einhvers áfengis hefur verið neytt. Unglingar líða oft fyrir agaleysi í uppeldinu, þó að það sé auðvit- að misjafnt, og þurfa því aðhald í umferðinni. Ekki síst á það við hér á landi.“ Guðmundur Þorsteinsson námsstjóri í umferðarfræðslu: „Ég er fylgandi frumvarpinu vegna þess að það auðveldar sumum að taka afstöðu ef þeir eru í vafa og með tilliti til tíðra slysa vegna ölvunaraksturs er þetta frumvarp kærkomið. Með tilkomu bjórsins lendir fólk oftar í vafa en áður. Honum þarf að eyða.“ Hannes Hafstein forstjóri Slysavarnarfélags íslands: „Það hlýtur að valda öllum kvíða hve ölv- unarakstur er algengur og fer vaxandi. Þess vegna er þetta sjálfsögð ráðstöfun. Ef tekst með þessu að gera fólk betur meðvitað um að ölvun og akstur fer ekki saman þá er það gott. Frá sjónarhóli Slysavarnarfélagsins fer ekki á milli mála að þetta er spor í rétta átt. Þess vegna hlýt ég að vera hlynntur þessu frumvarpi.“ Ólafur Guðmundsson formaður Landssambands íslenskra aksturs- íþróttafélaga: „Landssamband íslenskra akstursíþrótta- félaga (LÍA) lýsir yfir stuðningi við fyrirhug- aða breytingu á lögum um að leyfileg mörk í blóði ökumanna verði lækkuð. 9

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.