BFÖ-blaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 10
Áramótakveðjur til félagsmanna Bifreiðastöð Hafnarfjarðar, BSH, Reykjavíkurvegi 58, Hafnarfirði Söluturninn Sómi — BS, opið allan sólarhringinn, Reykjavíkurvegi 58, Hafnarfirði S GuðjónÓ hf. Áfengi og íþróttir eiga ekki saman og enn síður áfengi og akstur ökutækja. LÍA berst fyrir því að hraðakstur og keppni sé ekki stunduð í almennri umferð, heldur á af- mörkuðum svæðum þar sem fyllsta öryggis er gætt. Með öðrum orðum, að keppa á réttum stað á réttum tíma. Sama á við um akstur og neyslu áfengis. Stjórna ökutæki eða neyta áfengis á réttum stað á réttum tíma. Það er alveg ljóst að ef menn neyta áfengis þá er staðurinn ekki und- ir stýri og tíminn ekki heldur. Magnið á ekki að vera lítið, heldur ekkert. Menn eiga ekki að þurfa að meta þetta sjálfir frekar en lyfja- neyslu í íþróttum. Þetta á einfaldlega ekki saman!“ Ólafur Ólafsson landlæknir: „Ég lýsi yfir eindregnum stuðningi við til- lögur Árna Gunnarssonar alþingismanns og félaga um 0,25 prómill vínandamörk við bif- reiðaakstur. Það er staðreynd að áfengi er til í landinu og það vill meirihluti þjóðarinnar svo okkur er hollast að læra að umgangast það. Meðal þess er að skilja að eftir að hafa drukkið áfengi aki menn ekki bíl.“ Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðaráðs: „Aðalatriðið er að verði þetta frumvarp að lögum er tekið ótvírætt af skarið með það hvort ökumenn geta neytt einhvers áfengis eða ekki. Með núgildandi lögum er erfitt að segja við fólk að það megi ekki smakka áfengi því að áfengisneysla og akstur fari ekki saman. Fólk getur þá sagt á móti og vitnað til laga: En mér er nú óhætt að bragða það aðeins. Með þessu eykst þekking og skilningur á því að akstur og áfengi eiga enga samleið.“ Ómar Smári Ármannsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn: „Þar sem megintilgangur frumvarpsins er að draga skarpari línur á milli áfengisneyslu fólks og aksturs og draga þannig úr líkum á óhöppum og slysum í umferðinni er ég fylgj- andi því. Frumvarpið snýst fyrst og fremst um for- varnir, þ.e. að vekja fólk til vitundar um að akstur og neysla áfengis fari aldrei saman.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.