BFÖ-blaðið - 01.12.1990, Side 11

BFÖ-blaðið - 01.12.1990, Side 11
Með lækkun leyfilegs áfengismagns í blóði þarf fólk ekki lengur að velkjast í vafa um hversu mikið áfengi það megi innbyrða áður en leyíilegum mörkum sleppir. Það er enginn valmöguleiki lengur. Með breytingunni er verið að segja þessu fólki, svart á hvítu, að hafi það drukkið eitthvert áfengi skuli það einfald- lega ekki aka. Hártoganir í þessum málum eru ekki til góðs. Þær eru til þess eins fallnar að draga úr virðingu fólks fyrir ákvæðum laga og reglna.“ Ragnheiður Davíðsdóttir úr Áhugahópi um bætta umferðarmenningu: „Loksins. Loksins. Þessi fleygu orð komu upp í huga mér þegar ég heyrði þau gleðilegu tíðindi að fyrir Alþingi lægi frumvarp sem kveður á um lækkun á leyfilegu áfengismagni í blóði ökumanna úr 0,50 í 0,25 prómill. Ef frumvarpið nær fram að ganga þurfa öku- menn ekki lengur að velkjast í vafa - þá er einfaldlega bannað að aka eftir að áfengis hef- ur verið neytt. Ég er sannfærð um að með þessum breyt- ingum á umferðarlögum fækkar ölvunar- aksturstilfellum og þá um leið hryggilegum og tilgangslausum umferðarslysum. Eg skora því á fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi að veita þessu merka frumvarpi brautargengi og leggja þannig sitt af mörkum til þess að sporna gegn þeirri miklu vá sem ölvunarakstur er. Líf og limir okkar allra er í húfi. Þess vegna vil ég Bakkus burt undan stýri.“ Þorkell Jóhannesson forstöðumaður Rannsóknastofu í lyfjafræði í Háskóla íslands: Árni Gunnarsson, alþingismaður, ræddi við mig fyrir nokkrum vikum í síma um frumvarp sitt og félaga þess efnis, að lækka skyldi við- miðunarmörk etanóls í blóði ökumanna vél- knúinna ökutækja þeim til sektar eða sýknu við grun um ölvun. Af þessu tilefni sagði ég Árna tvennt eftirfarandi: 1. Lækkun viðmiðunarmarka frá því sem nú er, skiptir litlu máli, en ég gæti ekki verið á móti lagabreytingu í þessa átt. 2. Ef ákvarða á magn etanóls í blóði, sem er 0,2%c eða minna, þarf meiri nákvæmni við ákvarðanir en nú er og þær myndu auk þess verða dýrari. Ef alþingismenn og stjórnvöld vilja breyta lögum líkt og Árni Gunnarsson og félagar hans leggja til, er mín tillaga sú að mörkin verði miðuð við miðtölugildið 0,3%c og með 0,l%c vikmörkum, þ.e.a.s. miðtölugildið gæti verið við ystu mörk staðtölulegs líkindareikn- ings ýmist 0,2%c eða 0,4%c. Til rökstuðnings þessari tillögu skal eftir- farandi tekið fram: 1. Við ákvörðun á magni etanóls í blóði, sem er að meðaltali 0,3%c, þarf lítið eða ekki að breyta þeirri aðferð til etanólákvarðana, sem nú er notuð, og ákvarðanir etanóls yrðu þar af leiðandi ekki dýrari. 2. Ólíklegt er, að maður sem hefði 0,3%c etan- ól í blóði, gæti hafa náð því magni nema eftir neyslu áfengra drykkja. Ef miðað er við efri vikmörkin, 0,4%c, myndi slíkt magn alltaf eða nær alltaf benda til neyslu áfengis. 3. Mjög ólíklegt er að geta ökumanna til þess að stjórna vélknúnu ökutæki sé marktækt skert af því einu, að þeir séu með 0,4%c etanól í blóðinu. Ályktun umferðarþings sem haldið var 22.-23. nóvember 1990: Umferðarþing 1990 styður frumvarp Árna Gunnarssonar o.fl. um lækkun á leyfllegu prómillmarki í blóði ökumanna úr 0,50 próm- ill í 0,25 prómill. Með þessu skrefi er tekinn af allur vafi um að neysla áfengra drykkja og akstur fer aldrei saman.

x

BFÖ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.