BFÖ-blaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 12

BFÖ-blaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 12
12 Niðurstaða úr könnun Hagvangs fyrir Umferðaráð í nóvember 1990: Meirihluti vill lækkun prómillmarkanna Hagvangur gerði skoðanakönnun fyrir Um- ferðarráð dagana 29. nóv.-5. des. 1990 þar sem m.a. var spurt um afstöðu fólks til frum- varps Arna Gunnarssonar. Helstu niðurstöð- ur voru þessar: - Af þeim sem tóku afstöðu vildu 55% lækkun á prómillmörkum, 45% vildu ekki breytingu á lögunum. - Mun fleiri konur vilja lækka mörkin en karlar. Um 64% kvenna vilja lækka mörkin, 45% karla. — Um 51% íbúa höfuðborgarsvæðisins vill lækkun á mörkunum, 60% íbúa á landsbyggð- inni. — Fylgi við lækkun eykst með aldri en þó er meirihluti fyrir lækkun í öllum aldursflokk- um. Á.E. NOTIIM ENDURSKiNS- MERKI! Þaufásti apótekum og viðar. IUMFERÐAR 'RÁÐ Einar Guðmundsson: Er raunhæft að lækka prómillmörkin í blóði ökumanna? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þess efnis að lækka magn áfengis í blóði ökumanna úr 0,5 prómillum í 0,25 prómill. í umferðarlögunum er skýrt greint frá því að ökumönnum sé ekki leyft að nota vímuefni við akstur. „Enginn má neyta áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna við stjórn vélknúins ökutækis“, segir í 44. gr. umferðar- laga. En umferðarlögin taka afstöðu til þess hvenær ökumaður er undir áhrifum. Sam- kvæmt lögunum er hann undir áhrifum ef vínandinn er 0,5 prómill eða meira. Nýjar rannsóknir sýna að hæfni ökumanna til að stjórna ökutæki, sé skert mun fyrr og því mætti ætla að ökumenn væru undir áhrifum mun neðar en 0,5 prómill. Hæfni þess sem neytt hefur áfengis fer eftir mörgum þáttum. Aldur ökumanna er veigamikill þáttur. Ungir ökumenn eru í meiri hættu en eldri. Þá hefur drykkjumynstur ökumanna áhrif. Hæfni þess sem neytir áfengis sjaldan skerðist meira en þess sem neytir meira áfengis og oftar. Annað líkamlegt ástand hefur einnig áhrif á hversu mikið áfengi skerðir hæfni ökumanns. Við hljótum því að spyrja? Einstaklingur sem ætlar að neyta áfengis og aka á eftir, við hvað á hann að miða hvort hann sé hæfur eða ekki? Mjög erfitt er að svara þessu á einfaldan hátt. Frá sjónarmiði umferðaröryggis getur það ekki verið æskilegt að ökumenn þurfi að taka slíka ákvörðun. Þá er ógetið þess að ökumaður með áfengismagn í blóði er með lakari við- brögð og með skerta dómgreind til að taka mikilvægar ákvarðanir á sekúndubroti, sem hver einasti ökumaður verður að gera nokkr- um sinnum í hverri ferð. Heyra má þá gagnrýni að ef prómillmörkin verði færð niður sé verið að skerða frelsi ein- staklinga og jafnvel ekki hægt að neyta pilsn- ers eða áfengs konfekts. Slík gagnrýni ber

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.