BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 3

BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 3
Ragnar Jónasson: Börn við stýrið Eru sautján ára unglingar of ungir til að taka bílpróf? Líklega væru svör flestra ungl- inga á einn veg því hver vill ekki taka bíl- próf sem fyrst. En fullorðið fólk liti væntan- lega öðrum augum á hlutina. Það vill draga það sem lengst að hleypa „börnunum“ út í umferðina, en gleymir eftirvæntingu ungl- ingsáranna. Enginn láir þeim það. Sá sem er sautján telur sig geta sigrað heiminn, en í raun eru alls ekki allir nógu þroskaðir til að taka bílpróf. En það er eitthvað sem enginn unglingur myndi viðurkenna hvað varðar sjálfan sig og unglingar virðast telja hverjir öðrum trú um að allir verði að fara út á ak- brautirnar strax, eins og virðist vera ákveð- inn misskilningur þegar ungt fólk kemur sam- an og hver manar annan upp. Meðan þetta er markið hljóta allir að verða að virða það. Hinir fullorðnu verða að virða óskir unglinganna og hlaupa undir bagga með þeim hvað varðar peninga og ráðgjöf. Ekki má gleyma því að helsta hlutverk þeirra er að vara þá við þeim hættum sem oft vilja leynast í heimi umferðarinnar - þeim hætt- um sem oft vilja gleymast í huga unglings sem er nýorðinn sautján ára og heldur af stað niður í bæ í fyrsta sinn. En þegar talað er um aldur í þessu tilliti verður að gera sér ljóst að ákveðnir einstak- lingar virðast vera hæfari til að aka en aðrir, sama hver aldurinn er, en í langflestum til- vikum kemur hæfileikinn með reynslunni. Vegna þess að bæði munar á reynslu og öðrum hæfileikum eru engir tveir ökumenn eins, og hverjum og einum er nauðsynlegt að líta vel í kringum sig, í óeiginlegri merk- ingu, og virða þá sem eru ferðafélagar hans í umferðinni þá stundina. Hjálpsemi og óeig- Ragnar Jónasson er nemandi i Verslunar- skóla íslands. Hann er nýlega oröinn 17 ára. ingirni borgar sig því þegar allt kemur til alls munar oft aðeins nokkrum sekúndum — sem annars heíðu getað orðið afdrifaríkar. Það vottar fyrir vissum metingi meðal unglinga sem taka ökupróf — metingi um hver þarf flesta eða fæsta ökutímana og svo framvegis. Maður kemst ekki hjá því að spyrja sig hvaða máli það skipti fyrir fram- tíðina hver var fljótastur í gegnum prófið. Þetta er svipað og þegar tveir fulorðnir ein- staklingar metast um hvor hafi verið fljótari að komast til Akureyrar frá höfuðstaðnum. Annað gott dæmi er hvernig sumir heyra ef til vill að nú eigi að fara að þyngja ökupróf- ið. Það heyrir til undantekninga ef einhver hugsar: „Vonandi taka breytingarnar gildi áður en ég tek prófið, svo að ég kunni meira áður en ég fer út í umferðina." Fleiri vona að þeir sleppi í gegn áður en prófið þyngist. „Ég spjara mig hvort sem er! Þetta myndi ekki gera mig að betri ökumanni. Þetta tæki bara meiri tíma frá mér.“ Því miður eru líklega fleiri en færri sem hugsa svona. Og þótt í fyrstu viðurkenni fullorðnir það ekki þá finnst svona hugarfar líka hjá þeim. Besta dæmið er þegar fullorðnir ökumenn taka óþarfa áhættu í umferðinni og hugsa bara: „Þetta reddast“. Þannig verða slysin. Eins og allir vita þarf góður ökumaður að láta kúplinguna og bensíngjöfina vinna rétt saman til að komst eitthvað áfram. Eins þurfa hugur og hönd að vera fullkomlega samstillt til að bíllinn og ökumaðurinn kom- ist á áfangastað. Besta ráðið fyrir reynda ökumenn er að taka tillit til allra í umferð- inni, því hver veit nema í næsta bíl sé óör- uggur byrjandi. En nýir ökumenn mega aldrei treysta fullkomlega á næsta bíl, því hann gæti verið búinn að steingleyma svitaperl- unum á enninu fyrsta daginn í umferðinni. Og jafnframt gæti hann hafa gleymt tillit- seminni. Og henni má ekki gleyma. Aldrei. Astvinirnir okkar treysta á að við komumst öll heil heim. Itl Ö-bi.iútú • 2/1*»»» • Jnlí • 2. tbl. 21. árg. Utgefandi: Bindindisfélag ökumanna, Lágmúla 5, 108 Reykjavík, sími 679070. Ritnefnd: Sigurður R. Jónmundsson (ritstj. og ábm.), Halldór Arnason og Jónas Ragnarsson. Aðstoð: Pétur Þorsteinsson, Ami Einarsson o.fl. Myndir: Tómas Jónasson o.fl. Prentun: Hjá GuðjónÓ hf. Upplag: 3.500 eintök. 3

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.