BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Qupperneq 7

BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Qupperneq 7
ekki af trú sinni en tóku margt úr hinum nýja átrúnaði og iðkuðu þær helgiathafnir sem þeim þótti best við eiga hverju sinni. — Um ein milljón Japana er kristinnar trúar. Japönum finnst ekkert athugavert við að láta skíra barn að kristnum sið, halda brúð- kaup að hætti Shinto-trúar og jarðsetja að venju Búddista. Æ fleiri taka raunar upp vestræna brúðkaupssiði. Ymis trúartákn eru við á heimilum fólks og hvarvetna í almenningsgörðum. Bygging- ar til helgihalds að Shinto-sið og Búddatrú eru iðulega hlið við hlið, Oft eru útimarkaðir og verslanir á sama svæði. Við spurðum starfsmann Toyota, ungan mann, hver væri trú hans. „Ég er auðvitað Búddatrúar,“ sagði hann, „en Japanir trúa ekki á neitt.“ „Nema sjálfa sig?“ spurði Loftur, fylgdar- maður okkar. „Já, kannski..." svaraði hann. Einangrun og aðlögun I Nagoya skoðum við auk annars mikil- fenglegan kastala samnefndan borginni. Hann var upprunalega reistur 1603 af Toku- gawa, voldugum herstjóra (shogun). I heims- styrjöldinni síðari var kastalinn gjörsamlega eyðilagður - eins og ótal byggingar og jafn- vel borgir að öllu. 1959 var hann endurreist- ur eftir hinni fornu fyrirmynd. Japanskir kastalar eru sérstæðir að bygg- ingarlagi. Hinir fyrstu þeirra voru gerðir á 15. öld og þá sem virki. A sautjándu öld var einnig farið að nota þá til íbúðar. Umhverfis þá flesta voru tvö síki. A valdatíma Tokugawa-ættarinnar (1603- 1867) var landið einangrað frá viðskiptum við aðrar þjóðir að boði stjórnarherranna. Kristniboðum og erlendum kaupmönnum var vísað úr landi. Japanir vildu þá hafa sitt fyrir sig og láta aðra um það sem þeirra var. Þeir eru enn sjálfum sér nægir um flesta hluti - en sjá nú ekki ástæðu til annars en nýta sér þekkingu víða að úr heiminum og bæta síðan um betur... Átti þetta ekki að vera eitthvað um bíla...? Jú, raunar! Við vorum í Japan af því að við fylltum út seðil á sýningu P. Samúelssonar hf., um- boðsaðilja Toyota-fyrirtækisins á Islandi - og sá seðill var dreginn úr hlaðanum... Vinningur: Flug til Japans, dvöl á hótel- um og ferð til fróðleiks og skemmtunar í viku! Við sáum bíla - setta saman, sundur- tekna - til allra nota, ótal gerðir - framúr- stefnu — og forna bíla. Og það var þannig fram sett að kona mín, sem hélt að sá þáttur yrði henni þraut, hefur undrast síðan hve skemmtilegt geti verið að skoða bíla, í byggingu og búna til aksturs! Toyota framleiddi 4.090.000 - fjórar millj- ónir og níutíuþúsund! — bifreiðar 1991. Af þeim voru 1700 þúsund fluttar út. Toyota selst mest bifreiðategunda þar í landi - eins og hér! Við gengum um eina af verksmiðjum fyr- irtækisins í Toyota-borg. Þar eru bifreiðar settar saman. Toyota-menn voru fyrstir til að taka upp þann hátt að framleiða margar gerðir í einu í sömu verksmiðju og fá alla hluti sem til þarf senda daglega frá undir- verktökum. Hver bifreiðin eftir aðra rennur á færiböndum um verksmiðjuna og starfs- menn (og vélmenni) grípa þá hluti sem við eiga og smella á sinn stað. Á hverri bifreið er spjald og af því lesa menn hvað gera skal. Lína liggur með hverju færibandi. Ef eitt- hvað fer úrskeiðis getur hver starfsmanna sem er togað í línuna til að stöðva það. Fram- leiða ber ákveðinn fjölda bifreiða á dag. Á stórum skjám birtist jafnóðum hve margar hafa verið fullgerðar og hvaða hlutfalli dags- framleiðslunnar hefur verið náð. Ef hraðinn 7

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.