BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 8

BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 8
hefur ekki verið nægur verða menn að vinna lengur til að fylla töluna... Við fórum líka í bílasafn Toyota. Þar er saga bifreiðarinnar rakin með sýnishornum frá upphafi bílaaldar. Ýmsir bílanna hafa verið endurgerðir af einstakri snilli Japana en aðra hafa þeir keypt í frumgerðum, m.a. einkabifreið Roosevelts Bandaríkjaforseta. Við sáum ótal bíla, allt frá þriggja hjóla Benz 1886 til nýjustu hátækni-gerða Toy- ota... í stuttu máli Japanir eru iðin og vinnusöm þjóð. Þeir eru þegnhollir, kurteisir og tillitssamir en ekki síður kappsamir. Þeir hafa tileinkað sér margt úr verk- og tæknikunnáttu annarra þjóða og leggja sig í líma um að ná betri ár- angri en þær. Þeir eru ein ríkasta þjóð heims. Japanir halda tryggð við margar fornar venjur en taka sér þó ýmislegt til fyrirmynd- ar úr menningu annarra þjóða. Allir kann- ast við Sumo-glímuna og júdó, þjóðaríþrótt- irnar - en vinsælasta íþróttagreinin er hafna- bolti. ... Og teygðu úr tánum í lok lauslegra þanka ber þess að geta að ferðin var að sjálfsögðu afar ánægjuleg og skipulagning öll hin ágætasta. Loftur Ag- ústsson, auglýsingastjóri P. Samúelssonar hfi, var traustur og skemmtilegur fylgdar- maður okkar allan tímann og Yamada úr- vals leiðsögukona. Raunar fórum við ofurlítið hjá okkur þeg- ar við sáum hana í flugstöðinni ytra með spjald á lofti. Á það var letrað: Islensku Toy- ota-verðlaunahafarnir! Við framrúðu bifreið- arinnar, sem okkur fjórum var ekið í (rúm- góðri 9 manna...), haíði sams konar spjaldi verið komið fyrir. En játa verður að ferða- löngunum leið eins og fyrirmennum þegar þeir voru sestir í þægilega sjálfrennireið og teygðu úr tánum eftir all-langa ferð! Og ótalmargt áhugavert og forvitnilegt þar hinum megin á hnettinum lifir að sjálf- sögðu lengur í minningunni en dálítið stremb- inn níu stunda tímamunur á Islandi og í Japan - tólf stunda flug frá Tokýó til Kaup- mannahafnar og sólarhrings ferð af hóteli í heimsborg milljónanna til höfuðborgar af hóflegri stærð... Karl Helgason er ritstjóri Æskunnar. Afangar í umferðarmálum 1914. Samþykkt voru á Alþingi lög þar sem m.a. var kveðið á að enginn mætti stýra bifreið nema hann væri orðinn 21. árs, og einnig að ávallt skyldi tempra ökuhraða til að komast hjá slysum. 1925. Fyrstu bílasímarnir voru kynntir í Þýskalandi. 1927. Fyrstu sjálfvirku umferðarljósin í Bretlandi voru sett upp. 1932. Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, var stofnað. 1935. Bretar kynntu próf fyrir verðandi ökumenn. Þar átti meðal annars að at- huga hæfni þeirra til að stjórna ökutæki, sjón þeirra og þekkingu á umferðarregl- um. 1936. Volkswagen, bíll fólksins, var kynnt- ur í Þýskalandi. Hönnuður hans var Ferdinand Porsche. 1957. Fyrstu stöðumælarnir í Reykjavík voru teknir í notkun, alls á annað hundr- að talsins. 1958. Hámarkshraði bifreiða í Reykjavík var hækkaður úr 25 kílómetrum á klukkustund í 35 kílómetra og í 45 kíló- metra hraða á nokkrum stöðum. 1968. Islendingar skiptu úr vinstri um- ferð yfir í hægri umferð. 1975. Fyrsta rall á íslandi. 1979. Noktun öryggisbelta í framsætum bíla lögboðin á Islandi. 1983. Maður að nafni Noble náði rúmlega 1000 kílómetra hraða í bílnum Thrust 2. 1987. Bugatti Royal frá árinu 1931 var seldur fyrir um 580 milljónir íslenskra króna á uppboði í Royal Albert Hall, en enginn bíll haíði verið seldur svo dýru verði áður. 1988. Islenskir ökumenn voru skyldaðir, samkvæmt nýjum umferðarlögum, til að aka með ljós allan sólarhringinn. R.J. 8

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.