BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Page 11

BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Page 11
Af þessu má sjá að afstaða mín til áfengis er í raun eðlileg afleiðing þess sem ég hef kynnst í leik og starfi. Eg hef séð afleiðingarnar og þreifað á þeim. Sá maður má teljast í meira lagi vitlaus, sem ekki læt- ur slíkt hafa áhrif á sig. Eg held að það hljóti því miður að vera öllum ungum áfengisneytend- um nauðsynlegt með einhveij- um hætti að fá tækifæri til þess að skynja þann skaða sem áfengi veldur fólki. Ekki er ólíklegt að einhverjum snérist þá hugur og hefðu ekki áhuga á að taka þátt í þeim drykkjusiðum landans sem nú eru viðhafðir. 2. Mér finnst brýnt að Alþingi staðfesti vímuvarnafrumvarp heilbrigðisráðherra, en í því opnast í raun möguleiki á mark- vissri samhæfðri stefnumörkun stjórnvalda í áfengisvörnum, nokkuð sem ekki hefur verið til staðar hingað til hér á landi. Almenn viðhorfsmótun gegn áfengisneyslu ungs fólks er nauðsynleg, þ.e. að ungu fólki verði gerð grein fyrir og því gert kleift að vera það sjálft. Flest ungt fólk er skynsamt í eðli sínu og ef því eru gerðar kunn- ar ákveðnar staðreyndir um skaðsemi áfengis með ákveðnu verklagi jafnframt því sem al- menn viðhorfsmótun gegn notk- un þess fari fram með sérstakri þátttöku foreldra og annarra uppalenda. Því miður er ekki um auðugan garð að gresja þar sem foreldrar eru annars vegar því margir þeirra eru langt í frá að vera góðar fyrirmyndir bama sinna. Það gengur aldrei að þeir beini jákvæðum tilmælum til barna sinna þegar breytni þeirra er síðan allt önnur. Bömin em skynsamari en svo að þau sjái ekki í gegnum slíkt. Almenn við- horfsmótun kostar mikla vinnu, þolinmæði og tíma. Afengisvarnarstefna stjórn- valda er nauðsynleg og ekki síð- ur að ráðamenn þjóðarinnar, hvort sem þeir starfa að sveita- félagsmálum eða landsmálum, gangi á undan með góðu for- dæmi. Andstæðingar áfengis mættu láta af óraunhæfum áróðri og taka virkan þátt í uppbygginga- vinnunni, aðlaga sig raunhæfu ástandi og tileinka sér þá mögu- leika, sem í boði eru. Alger af- neitun hjálpar lítt í þessum mál- um. Mikilvægt er að ungt fólk verði „alið upp“ með tilliti til um- gengni við áfengi og áfengisnotk- un og skemmtanahald, t.d. hjá framhaldsskólanemum verði tek- ið til gaumgæfilegrar athugunar af öllum hluteigandi aðilum. Ymislegt annað má nefna, en það verður ekki gert hér. Von- andi bera þeir aðilar er sinna forvamastarfi í áfengisvömum gæfu til þess að samhæfa krafta sína, þekkingu og fjármagn til þess að árangurinn geti orðið sem mestur þegar til lengri tíma er litið. Ef ekkert verður að gert er víst að ástandið í þessum málum hér á landi eigi eftir að versna til mikilla muna á næst- unni. Súsanna Svavarsdóttir bladamaður: 1. Því fylgir töluverð ábyrgð að neyta áfengis og á unglings- árunum skapast oft mikil spenna í kringum neyslu þess. Sá sem neytir áfengis þarf að temja sér heiðarleika gagnvart þessu hugarfarsbreytandi efni; þora að horfast í augu við þá stað- reynd að fyrr eða síðar getur neysla hans bitnað á fjölskyldu hans, vinnuveitanda og honum sjálfum. Það sem ræður afstöðu minni er sú ótrúlega fáfræði sem ég hef rekið mig á, varðandi eðli áfengis og áfengissýki. Að kenna áfenginu um allt það böl sem neyslu þess fylgi firrir neytand- ann aldrei ábyrgð. Abyrgðarleysi í áfengisneyslu kallar á ábyrgðarleysi á öðrum sviðum mannlífsins. 2. Fordómalaus og ofstækis- laus fræðsla, allt niður í grunn- skóla, held ég að sé besta lausn- in til frambúðar. En til þess þarf fólk með staðgóða þekk- ingu á eðli áfengissýki. Fyrsta skrefið hlýtur því að vera að kosta menntun fólks, safna sam- an og dreifa upplýsingum, gera fræðsluþætti fyrir útvarp og sjónvarp og síðast en ekki síst að innræta börnum okkar að þau beri fyrst og fremst ábyrgð á sjálfum sér; orðum sínum og athöfnum, aðrir bera ábyrgð á sér. 11

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.