BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 10
2. Áróður - áróður og meiri áróður er það sem þarf. Tökum áfengisáróður jafn föstum tök- um og gert var þegar áróðurinn gegn reykingum var hvað öflug- astur og árangurinn lét ekki á sér standa. Veitum börnunum okkar gott veganesti, verum þeim góð fyrirmynd - þau eiga það skilið. Lárus Sigurðsson sveitar- stjóri á Breiðdalsvík: 1. Eg hef aldrei haft neinn áhuga fyrir áfengi en þó er ég ekki fanatískur. Eg geri ráð fyrir að afstaða mín mótist að einhveiju leyti af uppeldi og síðan reynslu. Þrátt fyrir feimni á ungl- ingsárum vildi ég heldur berj- ast við hana heldur en sulla í áfengi, var raunar með þeim ósköpum gerður að ég haföi eng- an áhuga fyrir því. Síðar stóð ég ásamt fleirum fyrir dansleik- jahaldi um nokkurt skeið, þá var ekki óalgengt að ég þyrfti á allri minni þolinmæði að halda til að tala við drukkna menn. Ætli ég hafi þá ekki endanlega sannfærst um að mitt áhuga- svið lægi annars staðar. Eg hef 1. Hver er afstaða þín til áfengis og hvað ræður henni? 2. Hvað finnst þér brýnast að gera í áfengisvörnum? ávallt frá því ég tók bílpróf 17 ára gamall verið bílstjóri á þau mannamót sem ég hef sótt og eitt hef ég alveg á hreinu að áfengi og akstur fara ekki sam- an. 2. Eg tel að það þurfi að reka miklu meiri áróður í skólum og í sjónvarpi gegn áfengi og áfeng- isnotkun, þar þarf að koma sem best til skila og vekja rækilega athygli á þeim hörmungum sem notkun áfengis leiðir oft til. Að mínu áliti er ofnotkun áfengis eitthvert mesta vandamál þjóð- félagsins í dag. Samt er sú ímynd ríkjandi að maður sem ætlar út að skemmta sér verði að drekka talsvert til að teljast maður með mönnum - sé vart samkvæmishæfur öðruvísi. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþj ónn, forvarnadeild lögregunnar í Reykjavík og formaður [ vímuvarnarnefndar Hafnar- fjarðar: 1. Eg hef verið svo lánsamur að afstaða mín gagnvart áfeng- isneyslu hefur eiginlega mótast af sjálfu sér. Eg byrjaði eins og margir aðrir í mína tíð að bragða áfengi í menntaskóla, mest til þess að „vera með“ í skemmtun- um félaganna. Þeir drukku marg- ir ótæpilega, en fljótlega kom í ljós að ég sá afskaplega lítinn til- gang með drykkjunni. Eg haföi vítin til þess að varast þau þar sem hegðun félaganna var ann- ars vegar, auk þess sem mér fannst áfengi yfir höfuð vont á bragðið. Oft reyndu ölvaðir fél- agarnir að þröngva áfengi upp á mig þegar þannig stóð á, senni- lega vegna þess að þeir fundu til einhvers konar vanmáttar- kenndar yfir því að einhver þeirra skuli þurfa að vera edrú, en þeir ölvaðir. Innst inni vissu þeir að hegðun þeirra var eitt- hvað andstæð mannlegu eðli, en skildu ekki tilganginn. Þessi þröngvun gerði mig enn stað- fastari í því að láta ekki aðra ákveða fyrir mig hvort eða hvenær ég drykki ef svo byði við að horfa. Eg ákvað því að ef ég drykki áfengi þá drykki ég það fyrir mig, en ekki aðra. Á menntaskólaárunum vann ég fyrir mér sem dyravörður á vínveitingahúsi og kynntist því enn betur skaðsemi áfengisins og ekki varð það til þess að auka áhuga minn á neyslu þess. Þá vann ég sem afleysinga- maður í lögreglunni í Reykjavík sumarið áður en ég útskrifaðist og gekk síðan í lögregluna að útskrift lokinni. I lögreglunni hef ég kynnst á enn gleggri hátt en annars er unnt skaðsemi áfengisins. Stór hluti af starfi lögreglumannsins snýst um ölv- að fólk og að bregðast við atvik- um tengdum ölvuðu fólki. Lík- amsmeiðingar, slagsmál, átök, slys, heimilisófriður, ósætti, nið- urlæging og mannleg eymd eru hugtök samofin áfengisneyslu þess fólks sem þeim tengjast. 10

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.