BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 6

BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 6
Karl Helgason: Meðal milljónanna - ferðaþankar frá fjarlægu landi... Það var örtröð í sýningarbásnum á laug- ardag. Líka sunnudag. Við gengum þar um og dáðumst af Toyota Corolla. Okkar, sídrif- in, aldrifm skutbifreið, var komin í 86 þús- und km. Mál að skipta. Gaman að fá að grípa í nýja. En þannig hugsuðu margir og okkur þótti biðin eftir reynsluakstri of löng. Við vorum enn á ferðinni á mánudag og þurftum þá ekki að bíða svo að neinu næmi. Okum hring. Auðvitað reyndist hún afbragð. Þegar við höfðum skilað stúlku lyklinum snerumst við á hæli að ræða við aðra. „Ætlarðu ekki að fylla út?“ spurði hún. „Ha, jú, ég get það svo sem,“ svaraði ég og merkti á blað við þau atriði sem mér þótti mestu varða að einkenndu góða bifreið... Eftirlíking - en eilitlu betri ... og við erum allt í einu komin um hálfan hnöttinn og göngum um götur í tólf milljón íbúa borginni Tokýó í Japan. Skimum upp eftir háhýsum í skrifstofu- og verslanahverf- um, störum á straumelfi fólks á leið frá vinnu milli klukkan sjö og tíu að kvöldi: Karlmenn í dökkum jakkafótum, hvítum skyrtum með bindi — alla ámóta klædda — konur í dökkum drögtum, á háum hælum, með „seltsemgull“-spennur á skóm, -lokka í eyrum, -nælur í barmi, og svipar öllum sam- an í klæðaburði. Við förum í Tókýó-turn sem er eins og Eiffel-turninn, einungis nokkrum metrum hærri; þar efst er flókinn fjarskipta- og end- urvarpsbúnaður. Okkur er bent á móttökuhöll fyrir erlenda þjóðhöfðingja en hún hefur verið gerð sem Versalir hið ytra en Buckingham-höll að innan! Hvort tveggja er lýsandi dæmi um eftirlíkingaáráttu Japana. „Finnst ykkur þetta ekkert athugavert?“ spyrjum við leiðsögukonu okkar. „Nei, alls ekki! Það er sjálfsagt að líkja eftir því sem vel hefur verið gert - en við viljum alltaf ná eilitlu betri árangri en aðrir!“ Trúarbrögð og tækifærissinnar Við ökum til Kamakura og dáumst að Búddalíkneskinu mikla sem reist var 1252 og er úr bronsi. Umhverfis var mikið hof en geysileg flóðbylgja braut það niður 1495. Líkneskið stendur enn. Það vegur 121 tonn. Við skoðum hof og trúarlegar byggingar á ýmsum stöðum og horfum á fólkið klappa saman höndum til að ná athygli guðanna, hneigja sig þrisvar og kasta peningi niður um rist til að sýna hollustu. Upprunaleg trú Japana nefnist Shinto og er nokkurs konar náttúrudýrkun. Þeim tengj- ast ekki heimspeki- eða siðfræðikenningar. Hinum yfirnáttúrulegu öflum er sýnd virð- ing með hreinsun líkama og sálar eftir á- kveðnum siðum. Fólk hreinsar til að mynda munn og hendur úr vatni sem streymir í brunna við helgistaði. En þeir eru tækifærissinnaðir hvað varðar trúarbrögð - eins og margt annað. Búddatrú breiddist einnig út í landinu. Menn létu þó iV' X 1 f; “ 3 -->■ mnrii p 1){í\ir\f% 6

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.