Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 2
2 SKOLABLAÐIÐ kennilegur að mörgu leyti. Er hjer eigi rúm til að rekja það til rótar. Nýkomin er ein ljóðsaga hans, ^Bónd- inn«, í íslenskri þýðingu eftir Matth- ías Jochumson. Er það saga Sunn- mærabóndans frá vöggu til grafar og fljettaðar þar inn í gullfagrar lýsingar á æskulífi og náttúru á Sunnmæri. Er það eiguleg bók í alla staði og eigi síst sökum þess, að þar kynnumst vjer skáldi, er ann íslandi og öllu því, sem gott er Og þjóðlegt í fari voru. Er hennar getið á öðrum stað í blaðinu. Hovden var einn af kennaraleiðangurs- mönnunum norrænu, er hingað komu í fyrra sumar. Nýjar bækur. Anders Hovden: Bóndinn. Ljóðabálkur. Matth. fochumsson íslenskaði. R.vík Prentsmiðia D. Östlunds 1^07. Hovdens er minst stuttlega á öðr- um stað í »Skólabl.« í dag. Ljóða- bálkur sá, er hjer birtist í íslenskri þýðingu, er að miklu leyti æfisaga hans sjálfs, föður hanj og forfeðra, sunnmærabændanna, er oftast eiga við ramman reip að draga bæði á sjó og landi. Hefir Hovden sjálfur reynt líf það, er hann lýsir hjer; sótti hann sjó í æsku með föður sínum, ogliðu þeir skipbrot ásamt mörgum öðrum ofviðrisnótt eina, en komust þó af með lífi. Hefir líf þetta snemma mótað sál hans og hug og stilt hina dýpri strengi skáldhörpu hans. Minna þeir því æ um hafið. Enda kallar hann eina Ijóðabók sína »Pungöldu« (Tungalda). Ljóðsaga þessi, Bóndinn, er í 15 sundurlausum þáttum, er þóallirfalla svo vel inn í söguheildina, að engin vandkvæði verðaáþví að halda »þræð- inum« frá upphafi til enda. Sagan hefst með hjartnæmu kvæði um móður höfundarins látna. Er það einskonar kveðja til átthaganna, áður en hann fer að rekja sögu þeirra. Inn á milli sjálfra söguþáttanna eru víða gullfallegar náttúrulýsingar frá Sunnmæri, lýsingar á stórfundum ung- mennafjelaganna og hinum eldheitu áhugamálum æskulýðsins, er þar kem- ur saman o. m. fl, Mun íslensk alþýða víða kenna sjálfa sig aftur í sögu þessari, því margt er líkt með skyldum, og sama má segja um lífskjör og lifnaðarháttu á Sunnmæri. Enda vóru forfeður vorir margir frá þeim hluta landsins. Norðmenn eru á síðari árum farnir að gefa sig talsvert við íslenskum bókmentum á frummálinu. Er því eigi nema skylt, að vjer tökum vel bókmentum þeirra hvort heldur er í íslenskri þýóing eður á nýnorsku (sveitamálinu norska). Munu allflest- Ár íslendingar harlá ókunnir nýnorsku- bókmentunum, og er það bæði skömm og skaði. Rita mörg ágæt skáld á nýnorska tungu, og eru bækur þeirra lesnar víða um heim og þýddar bæði á þýsku, frönsku og önnur tungu- mál. Má hjer nefna Arna Garborg höfund »Týnda föðursins« og »Hul- iðsheima.* Jens Tvedt, Vetle Visli, Hans Seland, Per Sivle (dáinn), An- ders Hovden, Sven Moren, Rasmus Löland (dáinn) o. m. fl. Er oss íslendingum því eigi vansa- laust að þekkja svo lítið af bókment- um þessum, og það því fremur sem nýnorska er mál svo líkt íslensku, að flestir íslendingar munu komast nið- ur í því tilsagnarlítið. — — — Síra Matthías Jochumsson hefir ís- lenskað Ijóðabálk þenna, Bóndann, sem hjer er um að ræða. Eru þýð- ingar hans löngu þjóðkunnar, og þá eigi síst á bókmentum Norðmanna. Hefir hann lagt sjerstaka rækt við þær. En svo er um síra Matth. sem oss aðra, að hann eldist, þótt ótrú- lega lítið beri á því. Bera þó verk hans stundum vott þessa, eins og eðlilegt er. Fer svo hjer í »Bóndan- um«. Skortir þar víða það andans eldheita fjör og stæling, er einkendi Matth. á besta skeiði — og nauðsyn- legt er til að ná hinum rjetta blæ og hljómi í kvæðum Hovdens. En hvergi sjást þó merki þess, að maður á átt- ræðisaldri hafi fjallað um verkið, og gegnir slíkt furðu í jafnmiklu verki, sem unnið er á allskömmum tíma. Mörg kvæðanna eru aftur á móti svo snildarlega þýdd, að maður skyldi ætla þau frumkveðin af stórskáldi, og veit eg það, að Andrjesi frá Höfða mun þykja »íslenski búningurinn« fara þeim vel. A því síra Matthías þökk mikla skilið fyrir verk þetta, er hann hefir unnið æskulýð og alþýðu ís- lands. Ætti starfsemi hans, kraftur og fjör að vera oss fögur fyrirmynd. Og því er oss, æskulýð íslands, skylt að votta honum inn'legt þakklæti fyr- ir alt skáldlíf hans. Enda eru það bestu launin, er gamalmenni getur fengið, að vita og finna til þess, að æskulýður þjóðarinnar ber virðingu, ást og þakklæti til hans. Allur frágangur bókar þessarar er hinn vandaðasti og besti. Pappír ó- venjulega góður. Framan við bókina er ágæt mynd af höfundinum, og utan á kápunni mynd af sunnmærskri bygð, þar sem bóndi plægir jarðepli upp úr akri sínum. Líkisl það mjög fæðingarsveit Hovdens á Sunnmæri, og mun ef til vill vera það. Bókin er 120 bls. og kostar kr. 1,50. Sigurbjörn Sveinsson: Bernskan. I. — Útgefandi Pórh. Bjarnarson Ak- ureyri. Eigi hefir verið um auðugan garð garð að gresja í íslenskum bókment- úm hvað frumsömdum bamasögum Viðvíkur. Hefir ekkert; skálda vorra svo eg muni, fengist við þessháttar ritstörf, enda mun það eigi öllum hent Parf til þess sjerstaka skáld- gáfu, og er hún tiltölulega sjaldgæf. Nú er stigið örlítið spor í þessa áttina með bók þeirri, sem nefnd er hjer að framan. Höfundurinn er Hún- vetnmgur, er fært hefir í letur bernsku- minningar sínar til að bæta úr tilfinn- anlegum skorti á alíslenskum barna- sögum. Býst hann við, að bókin komi út í tveimur heftum. Segir hann sjálfur svo frá í formálanum: »Atburð- irnir, sem getið er um í »Bernsku- minningum«, eru sannir, og gerðust á árunum 1883 — 1893. — Eg færði bernskuminningar mínar allflestar í letur árið 1899. Síðan geymdi eg handritið, eða hvað eg nú á að kalla það, eins og sjáaldur auga míns, en leit þó einstöku sinnum í það að gamni mínu til þess að rifja upp fyr- ir mjer endurminningar bernskuár- anna, því altaf þótti mjer hálf vænt um þær. — — — Margir hafa kvart- að um tilfinnanlega vöntun á alíslensk- um barnasögum. Úr þessari vöntun langar mig til að bæta að einhverju levti og bið menn að taka viljann fyrir verkið — — —. Alls eru sögurnar 35. Kennir þar margra grasa, og kannast íslensk sveitabörn við þau öll. Efnisyfirlitið er svona: 1. Lækurinn. 2. Samsöng- ur. 3. Góður drykkur. 4. Barnsleg- ar hugmyndir. 5. Himnaglugginn brotinn. 6. Eftirtekt. 7. Kirkjurækni. 8. Ungu hjónin. 9. Huldufólkið. 10. Rauðir stafir. 11. Hreiðrið. 12. Sef- ur þú, þegar þú átt að vaka? 13. Svanasöngur. 14. Refsingin. 15. Tár- in mín. 16. Nýtt tungumál. 17. Sám- ur. 18. Friðarsamningur. 19. Ein- vígið. 20. Söngmærin. 21. Verð- launaglíman. 22. Skáldskapur og rauð- grautur. 23. Vængjablak. 24. Næt- urgestur. 25. Kirkjufólkið. 26. Skemti- leg nótt. 27. Steini grætur. 28. Yfir ána. 29. Bænheyrsla. 30. Rjúpan. 31. Rjettardagurinn. 32. Viltu ekki verma þig? 33. Öskudagurinn. 34. Sápukúlan. 35. Fermingardagurinn. Sögur þessar eru ekkert listaverk, eins og varla er við að búast af frum- smíði viðvanings. En margt er þar vel sagt, og barnslegur blær yfir því flestu. Eru auðvitað sumar mjög efnislitlar eða efnislausar — aðeins ofurlítið atriði en engin saga. Aftur eru aðrar efnismeiri og skemtilegar og munu flest börn lesa þær með mikilli gleði. Og þó þykist eg vita, að tak- marki liðfundar sje náð. En það sem mest er í varið, er hinn góði og hlýi blær — hjartalag og hugarþel höfund- arins — er andar útúr sögum þess- um: Heit ást til foreldra sinna, sjer- staklega móður sinnar, — og barns- leg tru og traust á Guð. Er þetta tveflt máttarviðirnir í sálarlífi barnsins, og nái það þroska með aldri verður það undirstaða lífshamingju þess. --

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.