Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 8
8 SKOLABLAÐIÐ ísknskar íþróttir, Danska myndablaðið »Krig og Fred« flutti nýlega mynd af íþróttamanninum Jóhannesi Jósefssyni verslunarstjóra. Fara útlendingar smámsaman að gá að því, að enn muni líf í íslendingum á þann veg sem annan. Og mun vart iangt að bíða þess, að íslenskar glímur verði kunnar um víða veröld. Er það einmitt Jóhannes Jósefsson, sem manna mest hefir stutt að því, að nú má vænta með vissu, að vjer íslendingar verðum innan skams íþrótta- þjóð á ný. Og hefðum vjer vit á að nota oss áhuga hans og kappgirni, mundi þjóð vor hafa ómetanlegt gagn af honum og heiður mikinn. Er hann sem skapaður til að vera forgöngumaður í alskyns íþróttum. nýtt unamcnnafjelaa er „fjvöt" nefnist, var stofnað 22 des. f. á. í Grímsnesi í Árnessýslu með 10 fjelögum. Síðan hafa bæst 5 fjelagar við. Formaður er Páll kennari Bjarnarson frá Traðarholti. f Ungmcnnafjelaainu á Vatnsleysuströnd eru þegar orðnir 34 fjelagar. í Stykkisbólmi var stofnað myndarlegt ungmennafjelag á Jónasarhátíð, er haldin var 16 nóv. Eru fjelagar um 70, flest ungir menn og flestir þeirra »templarar«. Vóru samin bráðabirgðalög, er gilda skulu til 1. mars. Skal þá aðalfundur haldinn, og stjórn kosin. Formaðurinn er, sem stendur, Sigurður prófastur Gunnarsson, eldheitur áhugamaður og ungur í anda, þó bráðum sje 60 að aldri. Er vonandi, að »hólmverjar« gangi brátt í lið með oss öðrum ungmennafje- lögum og gerist einn hlekkur í festi Ú. M. F. í. er hið bráðasta á að um- kringja alt ísland. Ganga kauptún og kaupstaðir hjer eðlilega á undan. Verðum vjer kaupstaðarbúar að styðja að því eftir megni, að fjelagskapur þessi k'omist sem fyrst á upp til sveita. Pví óefað er það, að engin fjelög munu reinast hollari til þjóðþrifa en Ú. M. F. í., ef þau stefna beint og drengilega að takmarki sínu. Citla skáldið í lambatúni. Upp við urðarteiginn, um inndæl lambatún, er selstöð mín, þá sólin rís sjáfar-upp við brún. En vegna hvers er vakan á vorsins morgunstund svo bráðasnemma byrjuð í blómgum steinalund? Mig heillar óvart urðin og óðul hennar mæt: þar ómar fugls í friði svo fjörleg rödd og sæt. F>ar skrikjan sólar syngur, og sest á lítinn stein, og hreldu sinni svalar, og sigrar vökumein. Hún sendist um og syngur þar sumarlangan dag. Eg elska hreimljúft hennar hvert eitt og einast lag. Þú skáldið litla, ljúfa ljóðar um sælu og yl og bjartar bernsku vonir, það besta’, er áttu til. Og síðast, þegar sólin sest við jökulbrún, þú syngur eins og áður um urð og lambatún. Og loks þá heim eg hörfa mjer höfug falla’ um brár til þín fyrir þýða sönginn þakklætisins tár. Og verði bágt til bjargar, og barrið hyljist snjá, þá skal eg skáld mitt reyna þjer skjól við matborð ljá. Sig. Arngrimsson. Skólafrjettir. Danmörk. Alþýðukennarafjelagið í Kaupmannahöfn hefir nýlega sótt til bæjarstjórnarinnar um launabreytingu. Eru hin núverandi laun þeirra í upphafi 1500 kr. og hækka smám- saman á 15 árum alt að 3000 kr.; en kennarafjelagið stingur upp á, að byrjenda- Iaunin séu 2000 og hækki á 15 árum alt að 4000 kr. Eru öll Iíkindi til, að bæjarstjórnin gangi inn á breyting þessa, því í samanburði við kennaralaun víðsvegar í Danmörku er 4000 kr. eigi of há laun í Kaupm.höfn, þegar tekið er tillit til þess, hve miklu dýrara er að lifa þar en annarstaðar. Gjöld Kaupm.hafnar-borgar til skóla- þarfa fyrir fjárhagstímabilið 1908 -- ’09 eru talin 3,643,000 kr. í Ccipzia á Pjóðverjalandi starfa kennarar 30 stundir á viku — 5 st. á dag í skóla, og þykir það enda full nóg, ef þeir eíga að hafa nægar stundir til heimastarfa, undirbúnings og sjálfsmentunar. Skólaaarðar. í Akurshjeraði nálægt Kristjaníu í Noregi á í vor að setja á stofn 4 skólagarða, og gera tilraun í þá átt við marga aðra skóla þar í nágrenninu. Hefir fólk þar um slóðir sýnt áhuga mikinn í þeim efnum. Hamaskólar í Kristjaníu. Samkvæmt skólaskýrslu fyrir árið 1906 — ’07 vóru »skólaskyldug« börn 35,807, og vóru 29,640 þeirra í alþýðuskólunum, 6080 gengu í aðra skóla eða nutu heima- kenslu, 87 nutu engrar kenslu. Kennarafjöldi var sem greinir: Yfirkenn- arar og skólastjórar 20, handiðnarkenslu- forstjóri 1, kennarar í hærri launaflokki 58, af lægra flokki 114, kenslukonur af hærra flokki 203, af lægra flokki 404. stundakennarar 10, stundakenslukonur 1. (En á íslandi eru stundakennaramir langflestir!) Skólareikningarnir sýna að gjöld til skólanna hafa verið 1,747,183,78 kr., og er þá meðtalinn kostnaður við fæði handa fátækum börnum,100,484,99 kr.og tilraunir með útileika 1000 kr. Tekjur vóru 317,- 063,44 kr. Borgarstjórnin greiðir því úr borgarsjóði 1,430,120,84kr. Kostar þannig hvert barn borgarsjóð 45,27 °g er þó eigi fæðisgjaldið talið með. HELGI VATÝSSON: BLÝANTSMYNDIR VÍSUR O G LJÓÐ er nýkomið út og verður til sölu innan skamms. Bókin er 68 bls. og kostar 75 au. Prent$ml5ja fiafnarfjarðar. Helgi Valtýsson: Lfkamsmentun. Pýtt og frumsantið. Kaupbætisrit Skólablaðsins, er sent öllum skilvísum kaupendum þess. Fæst einnig keypt í afgreiðslu Skólablaðsins innan skamms. Ca. 50 bls. Verð 25 au. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Útgefendur: HELGl VALTÝSSON. KENNARAR FLENSBORGARSKÓLANS. PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.