Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 1
Skólablaðið. Annar áreanofur ö^Xiö 1-2. blað. Kemur út tvisvar í mánuðí. Kostar 2 kr. á ári. ${eykjavík 31. janúar. Auglýsingaverð: I kr. þmí. Afgr. Hafnarfirði. 1908.. own, Andrjesfrá Höfða mundum vjer ís- lendingar kalla hann. — Hann er ein- hver sá langnorskasti Norðmaður, er eg hefi kynst á 10 ára dvöl minni í Noregi. Eru þó margir meðal yngri Norðmanna svo norskir í anda, að oss íslendingum mundi þykjanógum, ef þjóðerni og frelsisþrá skipuðu svo öndvegi í brjóstum vorra ungmenna bæði í ræðu og riti. Margir og fríðir eru flokkar þeir, er starfa af kappi að endurreisn lands og þjóðar á norskum grundvelli,— starfa að því að reisa og byggja Noreg hinn nýja, fagran og frjálsan bústað hrausts og þjóðrækins lýðs. Meðal foringja æskulýðsflokka þess- arasjest Anders Hovden framarlega í fylkingar broddi, og lýsir og ijómar af honum um land alt. Enda er hann fæddur til framsóknar og sjálfkjörinn foringi þjóðrækins æskulýðs. Anders Hovden er fæddur í Höfða- sveit á Sunnmæri 1860. Hinu megin við »Höfðann« er bærinn Ás, fæðing- arstaður Ivar Asen (ívars í Ási), mál- fræðingsins nafnfræga ogaðalfrömuðs nýnorskunnar. Á Sunnmæri hefir nýnorskan (sveita- málið norska) margar dýpstu og bestu rætur sínar, og Sunnmæra-náttúran er fljettuð og tvinnuð úr því fegursta og stórfenglegasta, sem norsk náttúra á til. Hovden er því rótum runninn úr rammnorskum jarðvegi — og er í þrengri merkingu Sunnmœringur fremur en Norðmaður. Hann er lifandi ímynd Sunnmæris í hug oghjarta. Oghann finnur það vel sjálfur, er hann segir svo fagurlega: — — »Þó frýs eg ei á feðra minna gröf, nje fárast vil um liðnar skapatíðir, mín lífsvon grær, sem glói sól um höf og gylli hvert það strá, sem leiðin prýðir. Sunnmærahlíð, eg heyri þytinn þinn, og þýðir fuglasöngvar heim mjer bjóða, og firðir þínir falla í brjóst mjer inn, og fjöllin þín mjer táp og stórhug ljóða, og bólstrar þínir fá míns hugar form, eg fanga hafblik þitt og vetrarstorm.« Anders Hovden er talinn af gamalli höfðingjaætt á Sunnmæri. Faðir hans dó sncmma, og fátækt varð eftir í heimahúsum. Anders var mjög fyrir bókina og var því settur til náms, og munu fáir hafa lifað af skornara skamti eða i öðru eins basli og bágindum og hann á skólaárum sínum. Hugðist hann þá helst verða herforingi, en móðir hans, góð og guðhrædd kona, hafði altaf alið þá ósk og von í barmi að sjá hann Anders »á stólnum«, og fór -því að hennar vilja, og tók And- ers guðfræðispróf. Var hann lýðhá- skólakennari um stund, en síðan prestur. Anders Hovden er ræðuskörungur mikill. Um það ber öllum saman, þótt skiftar hafi verið skoðanir um kennimensku hans, þvi hann er mað- ur frjálslyndur mjög og sjálfstæður í skoðunum sínum, og þolist þessháttar oft miður innan vjebanda kirkjunnar. — Hann er þjóðkunnur sem skáld og ræðumaður. Ritar hann og ræðir á nýnorsku (»landsmálinu«) og gengur, eins og áður er drepið á, einna fremst í broddi fylkingar «landsmálsmanna«. Leiftrar og Ijómar þá af honum karl- menska og vígahugur, og er hann þá í essi sínu, er hann fær höggið á aðra hlið, en lagt á hina. Á ársfundum norsku ungmenna- fjelaganna er hann >fastur« ræðumað- ur, og fer hann oft landshornanna milli í þeim erindum. Sem ræðumað- ur er hann jafnvígur öllum vopnum. Leita orð hans stundum svo hjarta- strengjanna að tilfinningar losna, og tár fylla augu manns. En hitt veifið er hann glaður og kátur, skemtilegur og meinfyndinn, ærslafullur og djarf- ur eins og ungur ofurhugi, og getur enginn varist hlátri, er hann slær á þá strengi. I kapps- og deilumálum er hann alveg óviðjafnanlegur. Hleyp- ir hann þá kjarki, eldmóði og ósveigj- andi áhuga í æskulýðinn, og stenst þá enginn árás hans. Á þenna hátt hvetur hann og stælir þúsundir af norskum æskulýð á ári hverju með ræðum sýnum (og ritum) til að stefna fram í þjettri fylking undir sigursælu merki nýnorskunnar. Og verður gagn það, er hann hefir unnið því málefni, eigi metið til fjár. Einna best kemur Sunnmæranáttúr- an fram í kvæðum Hovdens. Skáld- legar hugmyndir hans gnæfa hátt eins og fjallatindarnir í fæöingarsveit hans, og orðskrúðið er eins og sólbjörtu fossarnir í skógrænu hlíðunum hans »heima«. Hugblærinn er ýmist glett- inn og ærslafullur eins og fjallalæk- irnir, sem dansa niður snarbrattar Sunnmærahlíðarnar, þýður og klökkur eins og kveldblær í birkilaufi — eða djúpur og sorgþungur eins og haf- aldan, er bylgjar utan úr reginhafi, inn að fjörusteinunum í vogum og víkum, kveður vögguljóð sín fyrir bændabörnunum og laðar hug drengj- anna að sjer þegar í æsku og setur innsigli sitt á skap þeirra og hugarfar. »En agasöm og hörð er vistin hjer, því Helja fylgir hverjum þínum syni, í opið haf — með hruman bát sem fer og herjar þar í kviku Ránar gini Hann mælir fátt, er hægur jafnt og hýr, hans hvarmar bjartir, sálin djúp og skýr.« Hovden hefir ritað bæði sögur og kvæði, en þó mest af kvæðum, enda er hann tilþrifamikið Ijóðskáld og sjer-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.