Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 7 Veturinn 1903-’04 kyntumst við Reyn- olds í Kristjaníu. Hagir okkar og áhuga- mál tengdu okkur all náið saman. Um sumarið fórum við svo til Islands sinn í hvoru lagi og hittumst á Akureyri. Fór honum þá sem mörgum útlendingum fer, því miður, að fegurðargylling hillinga Iandsins hverfur að mun við nánari skoðun og ísland verður blátt áfram lítið land með ótal kostum og ótal löstum, en þó svo hjartkært og ástfólgið, að það fjöt- rar mann allan. Og náttúrufegurðin okkar hrífur flesta útlendinga. Um Is- landsför sína hefir Reynolds ritað bókþá, er getiðíer um á öðrum stað íblaðinu í dag. I sumar, er leið, kom hann heim til Noregs frá Ameriku. Hafði hann dvalið þar U/2 ár, ferðaðist á milli Norðmanna og haldið ótal fyrirlestra um ísland og Færeyjar og sýnt skuggamyndir þaðan, Var honum hvervetna vel tekið, enda vinnur hann sjer almenningshylli. Á þjóðminningardegi Norðmanna, 17. maí, 1906 hjelt Reynolds fyrirlestur í stórri norskri kirkju í Minneapolis í Minne- sóta. Var það um ísland, og ljet hann þá spiiaœttjarðarsálm vorn Ó,guðvors lands! og þótti hann undrafagur og stórkostlegur. Blöðin þar hrósuðu honum mjög. — í sumar ætlar Hans Reynolds til Hjalt- lands (Shetlandseyja) og heimsækja forna frændur, Hefir þar verið töluð einskonar norræna til skrms tíma. Og nýlega hefir einn stjórnmálamaður þar stungið því að ensku stjórnini, hvort ekki mundi vera kominn tími til að skila eyjunum aftur. — Hjaltland og Orkneyjar voru norskar. En Kristján fyrsti Danakonungur veðselti þær fyrir heimamundi Margrjetar dóttur sinnar, er giftist Jakobi 3. Skotakonungi. Lofaði Kristján og hver konungurinn af öðrum að »innleysa« eyjarnar aftur, enn það hefir altaf gleymst! Nú ætlar Reynolds að heimsækja þessa fastheldnu, þjóðræknu, frændur vora, sem enn þann dag í dag, óska fremur að tengjast lítilli frœndþjóð en að vera hjá- leiga Bretlands hins mikla! Hans Reynolds er maður á þrítugsaldri, og má því vænta þess besta af honum hjeðanaf. Hefir hann þegar ritað bæk- ur þær, er hjer greinir: Sange og stem- ninger. Kvæði og ljóð. Foikekamp, Kvæði. }(os gammelt norsk folk, ferða- saga frá Færeyum, með um 20 myndum og ísland, einskonar ferðasaga með mörg- um myndum. Er það bæði sjálfsagt og skylda vor að þekkja útlendinga þá, er unna landi voru og vekja eftirtekt manna á því víðs- vegar um heim. I þeim tilgangi eru línur þessar ritaðar. Leilifimi Frh. 15. gr. »Táganga« (»Táþram«). 35. Skipun : Á ténum — þram! Eins og venjul. þram að öðru leyti en því, að hælar nema eigi jörðu, og sporlengdin er aðeins 2 fótlengdir (*tif«). 36. Ef hætta á »tágöngu», er»num- ið staðar« á tá, og því næst stigið niður á hælana. 16. gr. Smeli — þram. 37. Skipun: Smell í 3. (4. 5.) spori — þram! í hverju 3. (4. eða 5.) spori er fæti stigið niður þannig, að dálítill smellur heyrist, er fótblaðið nemur jörðu (gólf). (Ekki »stapp« eða »tramp.«) 17. gr. Staðganga með hnjebeyging. 38. Skipun: Með hnjebeygingu. Stað- ganga — þram! Eins og venjul. staðganga að öðru leyti en því, að fóturinn lyftist eins hátt og hægt er við beygingu í hnje og mjöðm (hnjeð nálgast brjóstið); ristin er teygð í stefnu fótsins (tær niðurávið) hnjen stefna útávið, í sömu stefnu, og fóturinn snýr í frumstell- ingu; líkaminn beinn og rjettur. Aths. 1. í fyrstu má láta nemend- ur styðja höndum á eitthvað til að hjálpa jafnvæginu og ná rjettri stell- ingu; síðar má taka »mjaðmartak« og auka hraðann dálítið. í fyrsta skifti er ekki vert að lærið komi hærra en í lárjetta stellingu. Aths. 2. Almennar »viilur« hjá nem- endum: a. Mjóhryggurinn bognar útávið, og líkaminn fylgir hreyfingunni. b. Of lítil beyging í hnjám og mjöðtn. c. Innhlið lærsins veit niðurávið, og tærnar snúa innávið. 18. gr. Teyg-þram. 39. Skipun: Með fótteyging — þraml Eins og venjul. þram að öðru leyti en því, að hnjenu er lyft hærra, í því stigið er og rjett úr því («fóturinn teygður», í því stigið er niður, og handleggirnir kyrrir við hliðarnar; sporin 2 fótl.; hraðinn mest 100 skref á mínútu; líkaminn belnn. 19. gr. Hlaup. 40. Skipun : Fylking! Hlaup — fram! Vinstra fæti (á göngu þeim fæti, sem aftar er) er stigið fram með bognu hnje, og er óðara hinum fæti stigið fram fyrir með snöggri en lít- illi beygingu og teygingu, og líkams- þyngdin fylgir með áfram og flyst yfir á fremri fót, er heldur beygingu sinni, svo fótbl. nemur jörðu fyr en hællinn. Hreyfingin heldur svo áfram á sama hátt. Bolurinn hallast áfram, en höfuð er rjett; handleggir hreyfast Iiðugt með íbognum olnbogum. Munnurinn aft- ur, og er andað að mestu leyti með nefinu. 41. Ef hlaup skal hefja ti! annarar- hvorrar hliðar, er það gert eftir sömu reglum og venjul. þram. 42. Er hætta skal hlaupi og ganga venjul. hratt er skipað: Venjuiegt — þram ! Eru þá stigin 2 spor í hlaup- hraða, en í þriðja spori tekur við venjul. ganga. 43. Ef nema skal staðar á hlaupi: Skipun: Staðar — nem! Eru þá stigin 3 spor í hlauphraða og fótum stigið saman í frumstelliugu. 20. gr. Táhlaup. 44. Skipun: Táhlaup — jram! Eins og «hlaup«, en án þess að hælar nemi jörðu, og er einnig num- ið staðar á tá. 21. gr. Staðhlaup með hnjebeyging. 45. Skipun: Með hnjebeygingu! — Staðhlaup —þram! Eins og staðganga með hnjebeyging að öðru leyti en því, að fótblaðið eitt nemur jörðu (ekki hæll), og að snögg teyging fótsins (hnjes og mjaðm- arliðs) fleygir líkamanum uppávið svo að báðir fætur í einu eru allra snöggv- ast lausir frá jörðu. (Sjá aths. 2 við lið — — —) 22. gr. Áhlaup. 46. Skipun: Áhlaup — fram\ Eins og hlaup að öðru leyti en því, að skreflengd og hraði er auk- inn, eins og frekast má verða án þess að samheldið raskist (heræfing). Frh. Milli hafs og hliða. „U«9a ísland" 1908. IV. árg. 1. tbl. Efnisyfirlit: Bjarni Jónsson frá Vogi með mynd. Nýjársósk. Lífið í heim- skautalöndunum. Fiiar, með mynd. Óskar II Svíakonungur, með mynd. Sjónbiekkingar, með 6 myndum. Munch- hausenssögurnar II, Sitt af hverju. Leikar. Undrabörn. Heilræði. Heila- brot. Ráðningar. Ucikindí talsverð hafa gengið við Flens- borgarskólann nú undanfarið. Álitu lækn- ar það taugaveiki, og var skólanum lok- að um hríð. Svo var veiki þessi væg — sem betur fór — að menn vita þess lítil dæmi, og eru nú allir á besta batavegi, sumir alfrískir aftur. — — Af veikindum þessum stafar dráttur sá, er orðið hefir á útkomu Skólablaðsins í þetta sinn. Kemur það því tvöfalt nú. Eru kaupendur beðnir að virða það á betri veg. Mynd — af Ouðm. Hjaltasyni — er koma átti í þessu blaði, er ókomin enn, enda eru póstskip sum meir en viku á eftir áætlun. Vonandi dregst þáð eigi lengi úr þessu.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.