Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 6
6 VIII. Heimilin. Heimilin eiga og þurfa að styðja og styrkja kennarann í starfi hans. Stuðla að því, að lífsreglur þær, er hann innrætir börnunum haldist við, aukist og þroskist á heimilunum. En ganga má að því vísu, að mörg for- eldri hafi því miður litla eða jafnvel enga þekkingu á því að ala börn sín upp, þó þau hafi allan vilja á því. Er því nauðsynlegt, að gott samstarf sje milh kennara og for- eldra. Pá geta þeir í sameiningu náð því takmarki, er hvorugur ef til vill næði einsamail. Hjer á ást foreldr- anna og áhugi kennarans að renna saman í einn vilja, eitt afl, er starfar að sama háleita takmarki: að >skapa« hraustan, skyldurœkinn og farsœlan œskulýð, er lifi lengi i landinu, sem Guð gaf oss. Til að bæta úrþekkingarskorti margra foreldra á því, er barnauppeldið snert- ir, væri nauðsynlegt að samin væru mörg skýr og alþýðleg smárit um upp- eldi barna. Ættu þau að vera til á hverju heimili — eins og hver annar nauðsynlegur húsmunur — eða biblía, sálmabók og ættjarðarsaga. Hvílík lífsgleði og sæla yrði það eigi fyrir þjóðrækna menn og konur að starfa og stefná að þessu sameig- inlega takmarki — á hverju heimili út um land alt! Auðvitað mundu eigi öll foreldri vera jafn vel hæf til að læra og þroskast við lestur einan; en smárit þessi mundu þó hafa áhrif á þá bestu og fremstu meðal þeirra. Kennarar og prestar mundu síðar halda fyrirlestra um þessi efni, og menn mundu ræða um það á sam- komum og »foreldrafundum«, er kenn- ararnir ættu að koma á í hverri sveit. Myndi þá skoðun sú ryðja sjer til rúms, að það sje ábyrðarmikið — og óleyfilegt — að eiga börn án þess að hafa búið sig vel og rækilega undir það að geta veitt þeim gott uppeldi. Svo þau geti orðið að góðum og far- sælum mönnum. F*að er þó heitasta og hjartfólgnasta ósk allra foreldra. Eftirmáli. Ritgerð sú, er hjer birtist, er eins og titilblaðið bendir á, að sumu leyti þýdd, en sumt er frumsamið. Eru margir kaflar orðrjett þýðing á rit- gerð eftir norskan herforingja, Sop- hus Christensen, er ritað hefir all-ítar- lega og af mikilli þekking um mál þetta. Kostuðu iandvarnarfjelöc'in norsku útgáfu ritsins, og var því dreift meðal allrar alþýðu. Hefi eg víða gert smábreytingar og samið og sniðið eftir okkar þörfum með hliðsjón á reynslu og tillögum grannþjóða vorra í þessu efni. SKOLÁBLAÐIÐ Víðast hvar til sveita á Islandi mun þess langt að bíða, að reistir verði sæmilegir leikfimissalir handa æsku- lýðnum. En þrátt fyrir það má alls eigi vanrækja líkamsmentun æskulýðs vors. Hefi eg reynt að sýna fram á það í riti þessu, og er hún samin í því skyni að benda á leiðir, er færar sjeu, til þess að veita æskulýð vor- um þá líkamsmentun, sem honum er bráðnauðsynleg eigi síður en and- ansmentun — og jafnvel fremur. Hefir það altof-lengi verið vanrækt. Og berum vjer þess sár! Er það von mín, að tillögur þessar verði á einhvern hátt teknar til greina. Og því býst eg fastlega við. að kennarar vorir — þeir bestu og áhugasömustu leitist við að framkvæma þær af fremsta megni. Hjá þeim verður hjálp- ar og aðstoðar að leita til þess að ná því takmarki, er lýsa á með eld- Ifctri fyrir augum vorum: Hraust og mentuð þfóð! Eg verð því miður að játa, að starfi mínu að ritgerð þessari er sama veg farið og öllum störfum mínum Skólablaðinu viðvíkjandi: Eru það alt hjáverk mín — oftast unnin að næturlagi sökum anna, og má því búast við, að þau sjeu ei á þann hátt úr garði ger, er skyldi. Enda finn eg það best sjálfur, þar sem um eins mikilvægt mál er að ræða. En hvern veg sem dómarnir falla, þá gleður það mig að hafa átt því láni að fagna að »Ieggja orð í belg« í eínii mesta áhugamáli mínu — og ó- efað mesta velfer ðarmáli þjóðar vorrar. Og það hlægir mig, að æskulýður vor er þegar farinn að stefna braut þá, er hjer er bent á að framan. Er það Ungmennafjelögum vorum að þakka. Reim er kvæði þetta tileinkað. Hlær mjer hjarta í barmi, hreyfist æskukraftur, stál í sterkum armi stælast tekur aftur. Hlær mjer hugur glaður, hraust’r er sjerhver drengur, frískur, frækinn, hraður fram í lífið gengur. Brennur æska’ í barmi, bálar fjör i augum, spriklar afl í armi, ærslast líf í taugum. Ber er hver að baki, bróður nema eigi, nái tíu taki, tekst þeim margt á degi. Hrindum svefni’ af hvarmi! Hratt að verki snjallir! Hrekjum hræðslu’ úr barmi! Höldum saman. Allir! Kring oss skjaidborg! Skilja skulum ei á foldu! Vígjum þrek og vilja vorri fósturmoldu! Hafnarfirði jan. ’08 Helgi Valtýsson t)ðn$ Keynold$. Itorskur íslandsvinur. Svo heitir ungur Norðmaður, rithöfund- ur og skáld. Kom hann hingað til ís- lands fyrir þrem árum síðan og dv'aldi hjer tíma úr sumri til þes að kynna sjer land vort og þjóð. Er hann einlægur slands-vinur eins og margir meðal yngri mentamanna í Noregi, er unna íslandi og öllu því, sem fornnorskt er, af alhuga. Allir eru þeir frelsis og sjálf- stæðismenn miklir og berjast fyrir ný- norskunni af alhuga og kappi, þar eð þer álíta hana hið mikilverðasta þjóðareinkenni Norðmanna, er á ný geti hafið þá upp meðal sjálfstæðra þjóða. Dönskuna, dansk- norskunaeða »ríkismálið« svonefnda (kaup- staðamálið) skoða þeir sem mótið eftir þrældómshlekki þá, er fjötruðu norsku þjóðina í fjórar langar, dimmar aldir, er hún var »hjáleiga« Danmerkur. Pess- vegna verður að reka það úr landi sem síðasta vott ósjálfstæðis og þjóðlegrar lítil- mensku. Ressir ungu Norðmenn vita vel, að bestan og öflugastan stuðning í bar- áttuni fyrir því, sem norskt er, fá þeir í íslenskum fornsögum og bókmentum vorum, og Island er þeim ætíð fagurt dæmi þess, hve norræn menning hefir komist á hátt þroskastig, þar sem hún hefir fengið að lifa frjálsu og sjálfstæðu lífi. Eru þvf margir meðal þeirra, sem vænta sér mikils góðs af því í þjóðernistilliti, ef nánara samband kæmist á milli frœndþjóðanna Norðmanna, Islendinga og Færeyinga. En saklausir eru þeir af því að hafa »póli- tískar« undirhyggjur í því tilliti, og óska þeir þess allir og vona, að ef ísland skilji við Danmörku, þfí verði það sjálf- stætt lýðveldi sem til forna. Einn þessara manna er Hans Reynolds. Hann er maður stiltur og alvörugefinn, með brennandi œttjarðarást og næma til- finning fyrir öllu misrjetti og ranglæti og viðkvæmt hjarta fyrir lítilmagnanum, er lúta verður ofbeldi og raugsleitni, hvort sem hann er einstaklingur eða smáþjóð. Reynolds hefir sett sjer það mark að starfa að kappi að því að vekja áhuga manna á menningarsambandi meðal frænd- þjóðanna. Hefir hann nú gert það í nokkur ár. Fór hann fyrst til Færeyja sumarið 1902 og dvaldi þar um stund. Er hann kom heim aftur til Noregs, ferð- aðist hann milli Ungmennafjelaganna þar, hjelt fyrirlestra um Færeyjar og sýndi fjölda skuggamynda þaðan. Vóru fyrirlestr- ar þessir á þann veg, að þeir efldu og glæddu ættjarðarástina og þjóðernistilfinn- inguna hjá norskum æskulýð. — Færey- ingar eru líka fagurt dæmi þess, hvað Util og fátæk þjóð getur afrekað, ef trygft við fósturlandið stjórnar störfum manna*. og ást til þess er krafturinn. —

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.