Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐÍÐ 5 ur að fá að kenna alvarlega á því, að þetta sje annaðhvort skynsemis- eða siðferðisskortur hjá honum. þessari skoðun þarf að halda fram í skólan- um yfirleitt. Brjóti einhver drengjanna í bág við hlýðnisskyldu sína, á foringinn fyrst að brýna skyldurækni fyrir honum, og dugi það eigi, verður að gera kennaranum aðvart, og skerst hann þá í leikinn á þann hátt, er hann á- lítur best henta. Er hjer fagurt tak- mark handa kennaranum að stefna að. Pví mikið er þegar unnið, ef hann getur vanið drengina á stjórn- semi og reglu sín á milli, vanið þá á að starfa af sjálfsdáðum á leikvell- inum og viðurkentia yfirstjórn foringj- ans og eldri drengjanna. Og tak- marki þessu má eflaust ná. Eigi þarf að búast við því, að regl- ur þessar og ákvæði komi að fullum notum fyrstu árin. En er sá tími kemur, að yngri drengirnir liafa í fleiri ár staðið undir stjórn hinna eldri, þar til þeir sjálfir taka við af þeim, breytist alt til atgerandi batnaðar. Þá eru þeir orðnir vanir löghlýðni, og vita að orð foringjans eru lög, er hlýða ber. En takmarkinu er þó eigi náð, fyr en kennararnir sjálfir ogfor- eldrar barnanna hafa gengið í skóla, þar sem drengirnir hafa haft stjórn á höndum. þá munu heimilin styðja skólahlýðnina, og á heimilunum sjálf- um mun hún spretta og þroskast eðli- lega og sjálfkrafa úr góðum og heil- næmum jarðvegi. — — Snúum oss nú aftur að sjerment- un kennaranna, og kemur þá til greina, hve langt þvílíkt námsskeið ætti að vera. í Danmörku var gerð fyrsta tilraunin í þessa átt sumarið 1899. Stóð námsskeiðið yfir í 3 vikur, 4 — 5 stundir á dag, eða tils. 80 — 90 st. Var þar sjerstaklega iðkaður knatt- sláttur og knattspark, og var kenslan aðallega verkleg, og reglurnar brýnd- ar fyrir nemendunum í starfinu sjálfu. Á þessháttar námsskeiðum ætti einn- ig að kenna nemendunum að bera sig vel og ganga fallega. Og mundi þá með tímanum rjettur skilningur á nauðsyn þess berast út frá skólunum og inn í meðvitund almennings. Kennarar þeir, er til þess væru fær- ir, ættu einnig að iðka í skóla sínum undirstöðuatriði venjulegrar leikfimi, t. d. að fylkja liði og gönguæfingar ýmsar, röðun, snúninga, armteygingar, beygingar, fettingar o. s. frv. I öllu þessu starfi verður að stefna einbeittlega að því takmarki að kenna drengjunum að rækja skyldur sínarv Orðið skylda á að mæta þeim hví- vetna frá fyrstu bernsku, og maður verður að sjá um, að þeir geri skyldu sína. Hve feikimikið gætu eigi skólarnij- gert, ef skaplyndisþroskun flemandj- ans væri 'S'étt r öndvegi, einS’ Og verji -ætti, og þekkingin sjálf þarnæst. Námsgreinar þær, er aðallega þroska nemandann og móta hann fyrir lífið, eru trúbrögðin, líkamsmentunin og ættjarðarsagan. Við þær á því að leggja mesta rækt. þetta þrent er nauðsynlegt til þess að mynda varan- legan siðferðisgrundvöll einstaklings- ins og þjóðarinnar í heild sinni. Maður þarf því alls eigi að óttast það, þótt að því beri, að taka verði stundir frá ýmsum þýðingarminni námsgreinum, eða þótt einhver nem- andi eigi nái því takmarki í einhverri sjerstakri námsgrein, er æskilegt væri. Veitum þeim ástundun og kappgirni, þroskum skaplyndi þeirra og áhuga, og munu þeir þá síðar á æfi sinni vinna það, er skólinn eigi megnaði að veita þeim, og jafnvel meira en það, er þeir hafa brýna þörf fyrir. En sendi maður óþroskuð andleg lít- ilmenni út í heiminn, eða andlega dauða menn í þjóðlegu tilliti, þá stoð- ar það iítið, þótt þeir hafi lært öll veraldar vísindi. þeir munu lifa og deyja, án þess að nokkur spor sjáist eftir þá í þjóðfjelaginu; af því þá vantaði þroskann og Iffsaflið, er fram í á að knýja, og áhugans heita eld. VI. Yngri drengirnir 7 — 12 ára. Elstu drengirnir í flokki þessum, þeir sem eru 10 — 12 ára að aldri, verða eðlilega aðstoðarmenn og með- stjórnendur foringjans, en þó mun nauðsynlegt, að kennarinn hjálpi hjer til með kenslu og stjórn miklum mun fremur en hjá eldri drengjunum. Hæfilegir leikar handa þessum flokki eru ýmsir söngleikar, almennir barna- leikar og kuattsláttui. Geta bæði dreng- ir og stúlkur iðkað leika þessa saman. í venjulegri leikfimi má einnig iðka klijur, stökk, langhlaup, stutt hrað- hlaup armteygingar, beygingar, vinding- ar, fettingar o. s. frv. — aðallega undir stjórn eldri drengjanna, og einn- ig kennarans, er þörf gerist. Síðan lærir einn og einn í einu »snúninga> og »þram«, en þó má hafa 2—3 í einu í þessum æfingum. Eldri drengirnir annast algerlega æf- ingar þessar, er þeir hafa fengið til- sögn kefínarans. Á þenna hátt fá drengirnir góðan undirbúning, áður en þeir ganga í fylking undir skipun kennarans, er þeir koma í eldri deild skólans. Og yfirleitt hefir það mjög góð áhrif á drengina að fá að stjórna og verða að hlýða til skiftis. það verður þeim arðberandi undirbúning- ur undir lífið. Skyldurækni og ábyrgð á maður að gróðursetja í hjörtum hinna ungu alt frá fyrsta deginum á skólanum, og munu þá »frjóangar« þessir síðar verða hraustir og duglegjr stjórn.end- ur og starfendnr, g9p.ddjr skyldurækrji og sómatilfinningu. VII. Ætli það væri eigi heppilegt að hengja spjald á vegginn í hverri skóla- stofu með áletrun, er skerpi fyrir börnunum með fáum og skýrumorð- um, hvað hlýðni er (»löghlýðni«). Til dæmis: Skólinn krefst fyrst og fremst hlýðni af nemendunum. Hlýðni er: að rœkja skyldur sínar, vera kappsamur í starfi sínu, hlfða yfirboðurum sínum. Jafnhliða töflunni ætti kennarinn að hafa til sinna þarfa ofurlítið kver, er skýrði »löghlýðni« frá öllum hliðum, og ætti þær að vera ítarleg lýsing á riddaralegum og góðum dreng (»gent- leman«) með næma og vel þroskaða sómatilfinningu, —og svo lýsingá því gagnstæða. Ætti þá kennarinn í byrjun og lok skólaárs hvers að brýna fyrir börnunum, hve afarmikilsvert það er að læra og iðka »löghlýðni.« Má rök- styðja það með góðum, hvetjandi sögum, á þann hátt, að hlýðni og skyldurœkni verði að björtu og fögru takmarki í huga hvers barns, svo að hver góður drengur og stúlka kapp- kosti að ná því. Börn hafa ótrúlega næma og sterka tilfinningu fyrir öllu því, er að ætt- jarðarást og þjóðrækni lýtur. Sál þeirra er stiltir strengir, er kennarinn á að spila á með nákvæmni og nær- færinni gætni. þar er hljómgrunnur alls þess góða og fagra, er fram kem ur síðar í Íífinu, og margs, er aldrei nær að koma fram. Og kennari, er heldur fram skyldum bárnanna ogj sýnir þeim, hvé mikilsvert það e fyrir landið þeirra og þjóðina — að þau — börniri litlu — sjeu hlýðin og ræki skyldur sínar vel, — að það sje einmitt það og ekkert annað, er á komandi árum á að lyfta ástkæra, fagra landinu okkar frjálsu og farsælu upp í öndvegi meðal norrænu þjóð- anna — sá kennari er brýnir þetta fyrir börnunum með eidheitum áhuga, djúpum skilningi á barnshjartanu og ást til nemenda sinna, hann mun kveikja þann helga eld í hjörtum barnanna, er vara mun alla æfi, þrosk- ast með barninu og verða máttur þess og megin í blíðu og stríðu. því hjá vel þroskuðum manni — and- lega og líkamlega — er ættjarðarást- in máttarviðirnir. Hún verður þá eigi orðin tóm. Hún , verðuf hyötin til allra starfa, efni lífsins sjálfs, er ger- ir ÞÁ,'i,kí.?s- “ tækt. J

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.