Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 3
SKÓLABLAÐIÐ 3 í sumum sögunum eru fallegar nátt- úrulýsingar, þó stuttar sjeu. Ogt. d. sagan »Bænheyrsla« er á alla vegu gullfalleg barnasaga. Hjartnæm og viðkvæm. Foreldrar ættu því að kapp- kosta að ná í „Bernskuna“ handa börn- um sínum. Bókin er 132 bls. og kost- ar 75 au. Hans Reynolds: „Island". Hos gam- melt norsk folk. L. E. Tvedte. Kristiania 1907. Rithöfundar þessa er minst sjerstak- Iega á öðrum stað í blaðinu. Mun nafn hans sumum kunnugt, síðan hann ferðaðist hjer um land fyrir nokkurum árum. Hjelt hann hjer fáeina fyrir- lestra, og vóru prentuð kvæði eftir hann í ýmsum ísl. blöðum. Ressa nýju bók sína, er hann nefnir »/s/ö/zd« byrjar hann með kvæði, eins- konar kveðju til »ísafoldar*. Bókin er einskonar ferðasaga — og hug- leiðingar um hið gamla samband milli Noregs og íslands, og hvernig það hefur fallið í gleymsku og dá báðum þjóðum til mikils tjóns. Er hann all- harðorður í garð Dana fyrir »íslands rán« þeirra, og hvernig þeir hafa farið með ísland í langan aldur, og rökstyð- ur hann vel máj sitt með áliti nafn- kunnra sagnfræðinga frá ýmsum lönd- uin. Og hjer stendur Reynolds vel að vígi gagnvart Dönum, svo þeirverða eflaust að viðurkenna, að hann fari með rjett mál og meta hreinskilni hans. Hann hefir sjálfur ferðast um Dan- mörku og sjeð hinn sára bardaga dan- skra Suðurjóta gegn þýsku ofbeldi og ofurefli, og hann hefir tekið drengileg- an þátt í frelsisbaráttu þeirra bæði í Ijóðum og ritgerðum — \>\\þar berj- ast danir fyrir sönnu og góðu máli! Petta minnir hann þá nú á í bók sinni og bendir þeim svo á framkomu þeirra gagnvart íslendingum og frelsiskröfum þeirra. Annars er mestöll bókin ferðasaga og lýsing á íslandi, landi og þjóð, högum og háttum. Ber hann oss vel söguna og skýrir rjett og satt frá öllu og ber frásagan vott um glögga og góða eftirtekt höfundar. Pó er ein- staka nafn rangt ritað þannig að ð er í staðinn t'yrir d; og þ er óvíða til í norskum prentsmiðjum; verða men því að rita / eða th. Hjer er því miður hvorki rúm nje tækifæri til að rekja þráð bókar þess- arar. Enda býst eg við að önnur blöð vor muni gera það, er bókin kemur í bókaverslun hjer. Enn, sem komið er, hefir höf. aðeins sent ritstj. Skólabl. 1. eint. tísland« er 133 bls.; eru þarum 20 myndir þar á meðal af ráðherra ís- lands H. Hafstein, síra Matth. Joch- umssyni. Dr. Finni Jónssyni o. fl. Af fóni Sigurðsyni er ágætheilsíðumynd. Auk þess eru þar tvö ísl. sönglög: »Guð vors landst eftir Sveinbj. Svein- björnsson og *Sólskrikjan* eftir Jón Laxdal. Utan á kápunni er falleg mynd af íslenskri konu í skrautbún- ingi. Er hún bláeyg og bjarthærð sem fornaldarkonur, og fýkur hár og fald- slæða fyrir vindi. Möttullinn er rauður, og heldur hún honum að sjer með hægri hendi, en styður hinni vinstri á skjöld með valsmerki. Að baki hennar sjer maður Heklu í kveldsólar- geislum. Bókin kostar að eins 1 krónu. Ritstjóri Skólablaðsins á bráðlega von á 100 eintökum af bók þessari, og geta þeir, sem vilja, pantað hana hjá honum. Verða þeir þá að senda andvirðið (1 kr.) með pöntuninni og auk þess burðargjald 15 au. Fá þeir þá bókina með fyrstu ferð, meðan upplagið endist, og verður þegar skrifað eftir fleirum, er það þrýtur. Ættu allir góðir íslendingar að gera sjer það að skyldu að lesa það, sem ritað er um land vort og þjóð á er- íenda tungu, ef þeir eru til þess færir. Bók þessi er rituð á »ríkismálinu« norska (dansk-norska), þar eð hún er ætluð bæði Norðmönnum og Dön- um. Er hún því aðgengileg fjölmörg- um (slendingum. Hokkur ord um eitt atriði í 6. gr. laga um fræðslu barna frá síðasta bingi. » — — — þó getur yfirstjórn lýð- skólanna veitt leyfi til að stytta þenna námstíma um einn mánuð, sje það gert til þess að nota skólann til kenslu barna 8 — 10 ára að aldri, — — «. Eg finn ekkert að þessu, en vildi mega bæta við: »eða til framhalds kenslu fermdra unglinga*. Eg þykist vita, að kaupstaðir og sjóþorp hagnýti sjer þessa leyfisheim- ild frá 6 mánaða kenslu. Og get- ur, meira að segja verið brýn nauðsyn að fá slíka undanþágu. En eg hygg, að skólahéruð í sveit- um muni mjög sjaldan nota það, þau þurfa þess síður og eiga á ýmsan hátt miklu erfiðara að koma því við. Börn í kaupstöðum og sjóþorpum eru oft athafnalítil til 10 ára aldurs eða aðhaf- ast það eitt, er þau mætti vel tefjast frá. Mundu því margir foreldrar með ánægju geta vitað af þeim nokkurn, tíma hvort sem væri haust eða vor, undir kennara hendi. Börn, á sama reki í sveitum, hafa þar á móti nóg að starfa bæði haust og vor. Pau gera ýmislegt í þarfir foreldranna og auka jafnframt þrótt sinn og þekkingu á nytsamri vinnu. Pað mun því varla þykja brýn þörf að fara fram á að fá þetta leyfi. En það er enginn að biðja sveitina að sækja um þessa undanþágu, geta menn þá sagt. Og eg játa það satt vera. En — ef sveitirnar hafa aðra til- svarandi þörf í þessu máli, semmeiii nauðsyn bæri til að fullnægja, þáætti að fást lík undanþága til þess. Eg vona að flest sveitaheimili geti kent börnum sínum innan 10 ára ald- urs, svo að vel megi við una. En hitt er þeim alveg ofvaxið, að sjá um að börn, sem eru komin yfir fermingu, haldi við því, er þau hafa lært, hvað þá að bæta nokkru þar við. Á þvf er þó full þörf. En, hveráaðsjáum þetta? Á það að fara sem verkast vill, hvað um þekkingu barnanna verð- ur? Eiga hin sameiginlegu áhrif, er heimili og skóli hafa haft á þau, endi- lega að hverfa, ef það er mögulegt! Um það væri mjer sárast, því áhrifin ættu að vera sá fjársjóður, sem hvorki mölur nje ryð spillingarinnar fengi grandað. Eg vildi því, að yfirstjórn lýðskólanna mœtii leyfa að nota part af hinum ákveðna 6 mánaða tíma, til þess að kenna fermdum unglingum, á meðan oss vantar unglingaskóla á hentugum stöðum. Og skal eg því næst minnast á, hvernig eg vildi haga kenslunni. Eg vil hvorki hafa hana haust nje vor, því það eru annríkistímar og því auðsætt, að hún yrði slælega notuð. En eg vil hafa hana samhliða barnakenslunni á veturna ó —7 mánuði t. d. þriðja hvern dag eða sjaldnar. Þá dagana ættu börnin að vera heima að hjálpa foreldr- um sínum og undirbúa sig undir næsta dag, á milli verka. Rannig hetðu for- eldrarnir jafnan heima annað hvort fermdra barnið eða hitt, sem er fyrir innan fermingar aldur og þó gætu bæði verið stöðugt að læra annaðhvort heima eða í skólunum. Stefán Hannesson. fiauit. Eg elska þig haust, þá heiðblátt loft svo hreint yíir fjöllum og ströndu vakir. Og skýin,.sem málast á. það oft, eru sem tfglar á stórhúsaþaki. Grundin er fagurbieik, föl í svip, en fjöllin blá með hvítum treflum. Gusturinn æðir sem eimknúið skip en ís-stengur fossanna líkjast reflum. Djarft þá um loftið svanir svífa og syngja Ijóð við næturmál, í logninu tendra lífsins bál ljósperlur sindrandi’ um hvolfsins ál. Pótt náttúran víða sýnist drjúpa döpur dragast sjást hvergi upp kvíða-él nöpur hún lifir öll í ljósvonum blíðum: að linni nepjan og rós grói’ i hlíðum. Og að ávalt signuð sólin yl sendi yfir djúpsins hyl. Sig. Arngrímsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.