Skólablaðið - 15.05.1910, Blaðsíða 6
SKÓLABLAÐIÐ
70
hlaðið. Mér hnykkir við, er eg sé komna í þeirra staði, aljárn-
aða smákumbalda úr timbri, alla gráskjöldótta að utan og kulda-
lega, eins og hálffúnar hauskúpur upp úr kirkjugarði.
F.ru torfbœirnir þrengri en timburhúsin?
Reyndin erólýgnust. Fari þeir, sem kunna rúmmálsreikning, og
mæli í sveitum torfbæi og timburhús. Allvíðast mun útkoman
verða sú,* að íverustofurnar í timburhúsunum eru minni en bað-
stofurnar í torfbæjunum, eldhúsið iíka minna og minni öl! forða-
búr; og ekki hef eg orðið þess var, að gestastofur séu aðjafn-
aði stærri í timburhúsum en torfbæjum.
Er meiri rctki í torfbœjum en timburhúsum.
Hér á landi er vetrarraki í öllum íveruhúsum; ef þau eru ekki
vermd; ekki þarf annað en líta á ómáluð loft og veggi í nýleg-
um, ofnlausuni timburhúsum hér á Suðurlandi; þar má sjá stór-
an riðbaug kringum hvern naglahaus, þó að húsið sé ekki eldra
en veturgamalt eða tvæveturt. í ofnlausum stéinhúsum eru allar
þiljur enn ver feiknar af rakanUm. Á Norðurlandi hef eg ekki
séð meiri vott um raka í torfbæjum en timburhúsum, en satt er
það, að á Suðurlandi eru törfbæirnir á vetrum eins og votur
svampur; þar eru þeir enn rakameiri en timburhús.
Eru torfbœir óhollarí til íbúðar en timbiirhús?
Síður ert svo. , Ef torfhús eru varin jarðraka og þökin vönd-
uð, þá verða þau miklu hlýrri en nokkurt timburhús, eða stein-
hús, og þess vegna allra húsa hentust til íbúðar þar sem erfitt
er um eldsneyti ti! ofnhitu. -—
Endast torfbæir ver en timburhás?
Torfbæir fornmanna munu hafa verið mjög endingargóðir.
í Fóstbræðrasögu er getið um stofu, sem reist var í byrjun 11.
aldar og stóð enn uppi árið 1304. Fornmenn hituðu stofursín-
ar á vetrum; þess vegna hafa þær enst lengi. Húsaviður mun
og hafa verið miklu betri, þurrari og harðari, á fyrri öldum; sagt
er, að stofa, sem var reist á Hólum í Hjaltadal 1316, hafi staðið
í 500 ár. Á Viðivöllum í Skagafirði bránn í fyrra gestastofa,
sem þar var reist um 1760. En þinghúsið mun standa enn á
Stóru-Ókrum, það sem Skúli fógeti reisti þar einhvern tíma á
árunum 1737- 1749. Margar torfkirkjur hafa komist til ára
sinna. Þórhallur biskup segir mér, að torfkirkja í Laufási hafi