Skólablaðið - 15.05.1910, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 15.05.1910, Blaðsíða 14
78 SKÓLABLAÐIÐ af. Svona var það í Möðruvallaskólanum, og var það ilt að vísu, en þó háskaminna í afleiðingum sínum sakir þess, hve þjóðernisáhrif skólans voru sterk að öðru leyti, og líka af því, að nemendur voru flestir komnir á sæmilegan þroskaaldur. En í Reykjavíkurskóla — þar kastaði tólfunum í þessu efni. Það er ekki vert að telja þær upp hérna, íslensku bækurnar, sem kendar voru þár; þær voru ekki svo margar, að nokkur gleymi tölu þeirri sem kynst hefur. Og svona segja kunnugir að sé í öðr- um skólum vorum (fyrir utan barnaskólana), bæði almennum lýð- menntaskólum og sérskólum, enda bera skólaskýrslurnarþað með sér. Og kennaraskólinn! Fáir mæla erlendu kenslubókunum bót í raun og veru, held eg. En margir segja, að þetta sé ill nauðsyn; vér höfum ekki efni á að gefa út kenslubækur á íslensku, segja þeir, svo nokkur veigur sé í þeim. Kenslubækur eru altaf að breytast, bæði að efni og formi. Það þyrftum vér líka að gera, en það væri of dýrt. Þess vegna verðum vér að sætta oss við þetta. Og það í náttúrufræði, landafræði og — mannkynssögu! Er það satt — erum vér íslendingar svona fátækir í raun og veru? Ósköp eigum vér þá erfitt aðstöðu í menningarbar- áttunni vegna þess, að þjóð vorri hefir orðið það á aðvarðveita tunguna nálega óbreytta frá því í fornöld — henni einni af Norðurlandaþjóðunum. En mín skoðun er sú, að oss sé engin þörf á að nota að mun erlendar bækur sem kenslubœkur í lýðmentaskólutn vorum. Stærð bókanna eða fyrirferð er svo oft til ógagns og tafar. Stórar og þykkar kenslubækur eiga minstan þáttinn í því að gera oss að mentuðum mönnum. Til þess þurfum vér skóla — ekki til þess að troða í oss hálfri eða heilli vætt af kenslubókum, heldur til þess að kenna oss lifandi orð og glæða hugsunarlífið hjá nemendunum. Oss ætti öllum að hafa skilist það nú, að ítroðningslærdómurinn er næsta lítils virði og gleymist fljótt, ef ástin á námi reynslunnar og lífsins siálfs verður eigi vakin hjá nemandanum. Á tveggja og þriggja vetra skólum verður eigi komist yfir alt. Verður þá að leggja mesta áhersiu á að plægja og hreinsa andlegan akur nemandans, svo hann verði gljúpur og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.