Skólablaðið - 15.05.1910, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 15.05.1910, Blaðsíða 11
SKÓLABLAÐIÐ 75 Þau vita snemma hver valdið á með réttu. Og öll óspilt börn bera lotning fyrir réttmætu valdi. —« Ártíðaskrá Heilsuhælisins. Gjöf frá íslendingi vesíanhafs. Minningargjafir koma í stað kransa. íslenskur maður í Chicago, A. J. Johnsson að nafni, hefur sent mér að gjöf skrautlega bók og fagra hugmynd framan við hana. Hann hugsar á þessa leið: Það er orðið alsiða að gefa kransa á líkkistur, í heiðursskyni við minningu hins látna og samhrygðarskyni við ástvini hans. Það er fögur venja; en henni fylgir sá ókostur, að þar fer mikið fé til ónýtis, í moldina. Höld- um því, sem fagurt er í þessum sið, en forðumst hitt. Ráðið tll þess er það að láta minningargjafir koma í stað kransanna, svo að það fé, sem nú fer til ónýtis, komi að einhverju góðu gagni. Bókin, sem mér er send, heitir Ártíðaskrá Heilsahælisins*. Það er mikil bók, í vandaðasta bandi (alskinnuð), pappírinn af bestu gerð, strikaður til hægðarauka og með prentuðum fyrirsögn- um efst á hverri síðu. Er svo tilætlast, að blaðsíðurnar í vinstri hendi verði ártíðaskrá, þar verði skráð nöfn látinna rnanna, staða þeirra aldur og dánardægur, einnig dauðamein, ef óskað er: Á móti hverri því líkri skrásetningu koma, á blaðsíðurnar í hægri hendi, nöfn þeirra, er gefa minningiargjafir, og til tekinn gjöf hvers þeirra. Kransagjafirnar eru útlendur siður og ný til kominn. Hér í Reykjavík eru kransar flestir úr útlendum. blómlíkneskjum, í þeim er litaður pappi og léreft. Þessi erlendu blóm fljúga út. Oft verða kransarnir svo margir, að tugum skiftir, og verð þeirra þá að samanlögðu yfir 100 kr., stundum langt fram úr því. Ártíðaskrásetning er rammíslenskur siður og mjög gamall (frá því á 12. öld). Jeg þykist því vita gð margur muni verða *) Nafninu og gerð bókarinnar hef eg fengið að ráða.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.