Skólablaðið - 15.05.1910, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 15.05.1910, Blaðsíða 13
SKOLABLAÐIÐ 77 í raun og veru er iangt síðan mðnnum fór að ofbjóða sú vitleysa að jarða með framliðnum mönnum margra tuga virði í pappírsblómum, en venjan var orðin svo rík, að það mundi ekki einungis skoðað ræktarleysi, heldur mundi valda hneyksii ef alt í einu væri hætt að senda blómsveig, og móðgun mundi það talinn við vini og vandamenn hins látna. Hér virðist ágætt ráð fundið til að halda þeim sið að sýna í verki hluttekningu eftirlifendum og ræktarmerki hinum framliðna. Það var það sem vantaði, að finna einhverja aðra leið. Hún er fundin, og verður vonandi farin ekki af einum og einum heldur af öllum. Hver mundi eigi fremur kjósa að sýna framliðnum ástvini ræktarsemi og halda uppi minningu hans með því að Iíkna sjúkum heldur en með því að hengja blómsveig á kistuna hans? Halda uppi minningu hans? Það gjörir blómsveigurinn ekki; hann er gleymdur eftir eina klukkustund. En ártíðaskráin geymir hana. Margur íslendingur er aldrei moldu orpinn; sjórinn verður því niiður hvílustaður svo margra. Engum dettur í hug að kasta blómsveigum í sjóinn! Eri er betra að kasta þeim í gröfina? Þú sem vilt sýna rækt framliðnum vini, eða liluttekning í annara sorg — gerðu það með því að líkna þeim sem eru að berjast við dauðann! Þú finnur krónunum, sem þú vilt verja til þess, hvergi betri stað en- í Heilsuhælinu. Ritsti. Kenslubækur á erlendum málum. Eg sé, að Þórhallur biskup er smárnsaman að rninnast á erlendar kenslubækur í íslenskum skólum. Vítir hann harðlega þetta ástand og heitir á menn að vinna því bót. Eg vil taka í þann strenginn allshugar feginn. Mér hefur runnið þetta ástand til rifja frá þvt' fyrsta eg fórnokkuð að kynn- ast skólum voruin og skólamálunr. Svona hefur það verið í þeim alrnennu mentaskóium þjóðarinnar, sem eg hef haft kynni

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.