Skólablaðið - 01.02.1911, Page 9

Skólablaðið - 01.02.1911, Page 9
SKOLABLAÐIÐ 25 og hjálpað dugnaðarmönnunum til að koma árum sínum fyrir borð. Árangurinn er líka orðinn talsverður — víða. — Mýr- dælir eru nú þegar búnir að reisa 5 skólahús, og var hið síð- asta vígt fyrir fáum vikum. Er það án efa hið vandaðasta hús í þessari sýslu, úr steini gjört og hið myndarlegasta að öllum frágangi. Það stendur nú kauptúninu Vík tú sóma og prýðis, og er sýnilegur voltur þess, að mikið má ef vel vill og að á með- al Skaftfellinga má finna menn er unna æskumönnum og fræðslu- málunum og hafa hug og dug til að sýna það í verki. í þess- um skólahúsum hafa nú hin síðustu árin starfað kennarai, er notið hafa kennaramentunar og þótt lánast vel starf sitt. Kenna þeir nú flest, eða alt, er lög ákveða. Hér er því um þærfram- farir að ræða, er frekast er von á að svo stöddu. Eru þær Mýrdælum til heiðurs og sóma. —Óskandi væri, að aðrar sveitir þessarar sýslu stæðu jafn framarlega. í miðhluta sýslunnar, Leiðvallahreppi forna, eru fræðslu- málin ekki komin í nógu gott horf ennþá, að sögn þeirra, er þar eru kunnugastir. Skólahús engin og húsakynni fyrir kensl- una ónóg. Of lítið lagt á sig þar fyrir kensluna. Kennaraskifti því nær árlega; sá altaf valinn, sem kenna vill fyrir lægst kaup. Útlit fyrir, að minna sé hugsað um það, hve mikinn ávöxt kensl- an beri. Nær því árlega koma saman kennari og námsfólk hvort öðru ókunnugt. Þarf kennarinn því mestan tíma námskeiðsins, sem er svo stuttur sem lög leyfa, til þess að kynnast börnunum, en getur svo fyrst farið að ná á þeim bestu tökunum, þegar námstíminn er að mestu leyti á enda. Verður hann svo að skilja við þau, þegar þau fara að geta notið tilsagnar hans fyrir alvöru og hann fer að hafa áhrif á þau. Það er enguni efa bundið, að þetta fyrirkomulag getur ekki lánast vel. — Kennararnir koma sinn úr hverri áttinni, sinn frá hverjum skóla og koma eðlilega sinn með hverja aðferðina í ýmsum greinum. Tekst þeim því ekki vel að feta hver í annars för. Þess er heldur ekki von. Síðan farið var að vinna að kenslumálunum, hefur helst á þessu svæði verið völ á óhæfum kennurum. Hefur þeim -svo verið hafnað hverjum um sig, þegar útlit var fyrir, að þeir færu að verða starfi sínu vaxnir, — ef einhver hefir verið fáanlegur til að kenna fyrir minna kaup en þeir hafa viljað gefa kost á sér

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.