Skólablaðið - 01.03.1912, Side 9

Skólablaðið - 01.03.1912, Side 9
SKOLABLAÐIÐ 41 Hann skoðar myndirnar, sem sýna á í hvert skifti, og kastar þeim myndum úr, sem hann telur ekki við barna hæfi, en leið- beinir líka Bíó-stjóranum um myndaval. Bíó Reykjavíkurbæjar hefur enn haft lítið af barnamyndum, nema þá ef til vill eitthvað bara til að hlæja að; en oft hafa þar verið sýndar æsandi myndir, sem börn hafa iit af að sjá, en enginn tálmað þeim að njóta þeirrar »skemtunar«. Nú er mælt að von sé á tveimur nýjum Bíó-um í viðbót; er þá ekki kominn tími til að hugsa um eftirlit með þeim, að minsta kosti að því er barna myndir snertir. Getur verið hætt við að samkeppnin verði til þess að keppinautarnir leitist við að draga aðsóknina til sín með myndum sem að vísu enginn hefði annað en ilt af að sjá, en síst hálfstálpaðir unglingar og börn. Sá sem nú stjórnar Bíó, hr. Petersen, hefur haft góð orð um það að útvega hingað skemtandi og fræðandi barnamyndir; þá verður hægra að banna börnum að sækja Bíó hin kveldin; hættunni varnað að því leyti. Og myndavalið á hinn bóginn til þess að veita börnunum þau kvöldin, sem barnasýningar væru, bæði góða og holla skemtun, og um leið ýmiskonar fróð- leik, sem festist vel í minni. Aíhugasemd og Ieiðréttingar við Álit um íslenskar málfræðisbækur hér í blað- inu eítir Jóh. L. L. Jóhannsson. Inn í ritgerðina hafa slæðst nokkrar mjög meinlegar prent- villur og eru þessar helstar þeirra: Árg. 1911. á bls. 120 í 14. linu að neðan: og hljóðvarpi hans æ, en á að vera: og hljóðvarpi hans ó. Á bls. 121 í 2. I. að ofan: »(= lint þý«, en á að vera: »(= lint f.)« á sömu bls. í 7.1. a. neðan: »málskendir« enáað vera: »málskemmdir<s.. Á 122. bls. í 6. I. a. ofan. »þólt einfaldir eigi að vera eftir framburði en á að vera: »pótt einfaldir eigi að vera cftir uppruna«.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.