Skólablaðið - 01.03.1912, Page 14

Skólablaðið - 01.03.1912, Page 14
46 SKOLABLAÐIÐ Iagði fram álit sitt í fyrra og fór þann miðlunarveg að halda prestum í skóianefndum (en þó ekki sem sjálfkjörnu..i formönn um) en sieppa biskupum og próföstum. Kenslumálastjórnin Iagði nú um áramótin frumvarp fyrir rikisdaginn um þetía mál, og vill halda próföstum til eftirlits með því að það spari fé. En það er víst enginn efi á að frumvarpið fellnr. Kennarastéttin vill ekkert kák í löggjöfinni um þetta. Vill heldur bíða þess að alt eftirlit skólanna verði lagt í höndur sérnimtaðra kennara, og alt kirkjulegt eftirlit af- numið. Um það stendur bardaginn. Það gekk hljóðalausara að aðskilja skóla og kirkju hér á landi. Engu líkara eu prestastéttin væri sér þess varla meðvit- andi að hún hefði haft þar nokkrar skyldu eða 'éttinda að gæta né neins í mist við fræðslulögin 1907. Aðeins einnar umkvört unar orðið vart frá presti, sem langaði til að vera prófdómari. Lundúnaborg kostar fast að 100 miljóniun króna á ári til barnaskóla sinna. í þeirri upphæð taldar nær 163 þús. krónur til matgjafa handa fátækum skólabörnum. Ejöldi barna fær ókeypis mat allan þann tíma er þau ganga í skóla. Föt eru og lögð til úr skólasjóði þeim börnum, seu fyrir sakir fátæktar yrðu að ganga svo sem klæðlaus að öðrurn kosti. Mikið er að því gert að útvega skólabörnum atvinriu að sumrinu, bæði til þess að þau læri almenna vinnu og til þess að halda þeim frá götulífinu, sem ekki þykir holt þar, fremur en í öðrum borgum. Um 40 þús börn eru árlega í sveit að sumrinu. Vandræða-börnum frá vandræða-heimilum er komið fyrir í einskonar iðnaðarskóla. Þar fá þau mat, húsnæði og kenslu svo að segja ókeypis. Þau læra þar öll eitthvert hand- verk, og eru í skólum þessum til 16. árs. — 1200 börn fá á þenna hátt uppeldi. Öll skólabörn eru undir lœknis-eftirliti-, eru skoðuð 4 sinn- um ári; sérstaklega athugað: tönuur, nef, háls, sjón, heyrn, blóð- rás, lungu og taugakerfi — og loks athugað hvort börnin hafi berkla. (N-Skt.)

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.