Skólablaðið - 01.05.1912, Page 3

Skólablaðið - 01.05.1912, Page 3
SKÓLABLAÐIÐ 67 Undir próf gengu vorið 1911: Undir árspr. Undir fulln.pr. Samtals í farskólum .... 3332 980 4312 börn. í föst. sk. utan kaupst. . 1310 370 1680 ----- í kaupstaðaskólum . . 1065 242 1307 — Samtals 5707 1592 7299 — Eins og sjá má liér að framan, hefur hátt upp í helming barnanna á fræðsluskýrslunum notið kenslu f föstum skólum, og má gera ráð fyrir að sú tala fari framvegis hækkandi. Yfir höfuð sýnist kenslan vera að stefna í það horf að börnunum sé safn- að sem mest saman. Eins og við er að búast, verða kennarar til sveita þó enn víða að sitja yfir örfáum börnum, því að þess er að gæta að þótt um 20 börn komi til jafnaðar á hvern farkennara, þá hefur þorri þeirra kent á 2-—3 stöðum og þaðan af fleiri; er af því auðsætt að sumstaðar hafa börnin ekki verið mörg. Reyndar bætir það nokkuð úr skák að oft fylgir eitthvað af börnunum kennurunum staða á milli. Hver farkennari hefur til jafnaðar kent rúmar. 19 vikur, og er það framför frá því sern áður var, enda er það eítt af helstu skilyrðunum fyrir því að kjör kenn- aranna geti orðið viðunandi, að kenslan sé sem minst bútuð niður milli fjölda kennara. það sem að þarf að stefna, er að hver kennari kenni sem flestar vikur og sem flestum börnum að atvik leyfa. í föstu skólunum eru taldir með nokkrir kennarar sem ekki kenna nema fáar stundir á viku, en líklega er fáeinum slíkum kennurum slept; skýrslurnar eru ekki svo nákvæmar, að glögg grein verði gerð fyrir þessu. Skýrslurnar gefa töluverðar bendingar um,' hverrar fræðslu barnakennararnir hafi notið, og má af þeim sjá, að sjálfmentuð- ium kennurum fer fækkandi, og að meiri hluti kennara, sem byrjað hafa kenslu nú sfðustu árin, hefur notið eitíhverrar skóla- fræðslu; má gera ráð fyrir að eftir fá ár byrji fáir á barnakenslu aðrir en þeir, sem í kennaraskóla liafa gengið. Það hefur oftar en einu sinni verið bent á ’það í »Skóla-

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.