Skólablaðið - 01.05.1912, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.05.1912, Blaðsíða 11
SKOLABLAÐID 75 sem hrós og laun geta veitt, ef skynsamlega og hóflega er með farið. Það var í vetur í fyrsta skifti, að skólinn í Ves'manneyjum veitti siðprúðustu nemendum sínum lítilsháttar verðlaun, og bar ekki á öðru en að það hefði góð áhrif. Þorláksmessan, dagur- inn sem verðlaunum vaf útbýtt, var hlutaðeigendum gleðidagur og ánægju, og sú gleði tvöfaldaðist við þá samhygð, sem þau nutu hjá hinum börnunum, sem engin verðlaun fengu. Ekki bar á nokkurri öfund, enda fengu þau börn ein verðlaun sem bersýnilega áttu þau skilin. Verðlaunin voru sálmabækur og Nýa testamenti. Aðstandendur barnanna voru mjög þakklátir og tóku þessa nýbreytni vel upp. Féð til verðlaunanna, raunar fremur lítir, var haft saman á þann liátt, að sá sem ritar þessar línur gekst fyrir kvöldsamkomu er seldur var aðgangur að, og ílutti þar lítið erindi, ásamt séra Jes A. Qíslasyni, sem einnig útvegaði ókeypis húsnæði til sam- kornunnar. Eg held að kennararnir gerðu vel í því að reyna þessa aðferð öðru hvoru, og eg er viss um að þeir telja ekki eftir sér að leggja dálítið á sig til þess. Með því vinna þeir að minsta kosti tvent í einu: þeir hvetja börnin til þess að taka sér fram í því sem gott er og gleðja þau uni leið, og þeir halda hjörtum sjálfra sín hreinni með því að hafa þannig siðbótar starfið meðal barnanna ávalt í huganum. St. Sigurðsson. Kennaraprófi luku 19 manns um sumarmálin og fengu þær einkunnir, er hjer segir: 1. Aðalheiður Albertsdóttir — — — — _— 78 stig 2. Bjarni Bjarnason — - — — — — — 62 — 3. Gísli M. Kristjánsson — — — — — — 50 — 4. Guðgeir Jóhannsson — — — — — 90 — 5. Guðmundur E. Geirdal — —- — — — 85 —

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.