Skólablaðið - 01.05.1912, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.05.1912, Blaðsíða 8
72 SKÓLABLAÐIÐ eins og staðhættirnir leyfa frekast, — sækja hjálp hver til annars en einangra sig ekki. Þeir verða að skiftast á bréfum, orðum og hugsunum; hittast og kynnast hver öðrum. — Hjer er mikið í hófi: Heill þjóðarinnar í framtíðinni er að miklu leyti í hönd- um kennarastéttarinnar í heild sinni. Á því einu að kennara- stjettinni takist að sannmenta uppvaxandi kynslóðir, grundvallast í rauninni allar líkamlegar og andlegar framfarir þjóðarinnar. Sannmentanin er orsökin, framfarirnar afleiðiugar, — er koma á sínum tíma á eðlilegan hátt. — Að þessu munu alli kennarar þessa lands vilja vinna af fremsta megni. — Hitt er það, kennarar eru varla búnir að átta sig á því alment, hve geysimiklu sigurinn er þeim vísari, ef »þeir græða saman mein við mein«, — rétta hvei öðrum höndina, — og mynda þannig samfelda breiðfylkingu — til framsóknar. — »Skólablaðið« hefur nú um nokkur ár boðist til að flytja hugsanir, samvinnutilmœli og vinsemdartilmœli milli hinna dreyfðu starfsmanna landsins. — Förum vér nú eigi bráðlega að »kannast við róminn«, —- og meta það að meiru en verið hefur? Samvinnuhugmyndin ætti sð ganga hverjum kennara til hjarta. — Og að það verði það allra fyrsta, er ósk mín - og von. — Þá verður Islands hamingju alt að vopni. — — — Bænalestur. Líklega öllum börnum á landi hér eru kendar fieíri eða færri andlegar bænir, og góðir og guðhræddir foreidrar heimta það, að börnin lesi bænirnar sínar kvelds og morgna. Bæn fyrir máltíð er hér víst alsíaðar niður Iögð, þó að enn haldist sá siður sumstaðar annarstaðar, svo sem víða á Englandi. Ferða- bænir mttnu sjómenn lesa enn, og aðrir varla. — Það mun nú fæstum þykja fil bóta, að bænalestur leggist niður, og svo mikið mun enn vera eftir af kristinni trú hjá

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.